Færslur: Suðvesturkjördæmi

Willum sækist einn eftir fyrsta sætinu
Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson hefur einn gefið kost á sér til að leiða listann. Uppstillingin var ákveðin á aukakjördæmisþingi flokksins í Kópavogi í kvöld, að því er segir í tilkynningu frá formanni kjördæmissambands flokksins. Til stendur að leggja fullbúinn framboðslista fram til samþykktar eftir eina viku.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
„Vanur því að hleypa konum fram fyrir mig“
Breyting var gerð á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær á fundi kjördæmisráðs. Þá var samþykkt að færa Bryndísi Haraldsdóttur í annað sætið í kjördæminu. Við það færast þrír karlmenn niður um eitt sæti. Jón Gunnarsson, sem var annar í prófkjörinu verður í þriðja sæti. Óli Björn Kárason fer úr þriðja í fjórða sæti og Vilhjálmur Bjarnason fer úr fjórða sæti í það fimmta.
Bryndís á eftir Bjarna í Suðvesturkjördæmi
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld að færa Bryndísi Haraldsdóttur í annað sæti listans í kjördæminu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, leiðir listann.
Rósa Björk leiðir VG í suðvesturkjördæmi
Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í suðvesturkjördæmi samþykkti í gærkvöld framboðslistann fyrir komandi alþingiskosningar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann og tekur þar með við af Ögmundi Jónassyni sem oddviti flokksins í kjördæminu. Ólafur Þór Gunnarsson verður í öðru sæti.
Leiðir Alþýðufylkinguna í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Magnússon, leikari og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 29. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþýðufylkingunni.
Íslenska þjóðfylkingin í Suðvesturkjördæmi
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Íslenska þjóðfylkingin birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Helgi Helgason, formaður flokksins og stjórnmálafræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Sigurlaug Oddný Björnsdóttir og í því þriðja Hjördís Diljá Bach.
Dögun búin að fullmanna lista fyrir Kragann
Dögun hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Dögun birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Efstur á listanum er Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri. Í öðru sæti er Ásta Bryndís Schram, lektor og í því þriðja Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur.
Formaður Þjóðfylkingarinnar leiðir lista í SV
Helgi Helgason, formaður Íslenskrar þjóðfylkingar, mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga 29. október. Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarmaður í samtökunum Heimssýn, verður oddviti flokksins í Reykjavík suður.
Eygló leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslisti flokksins var samþykktur á kjördæmisþingi í Kópavogi í kvöld.
Þorgerður Katrín leiðir lista Viðreisnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra flokksins, leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á vef flokksins. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur, er í þriðja sæti og Bjarni Halldór Janusson, formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar, er í fjórða sæti.
„Áfall fyrir stjórnmálin“
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að slæmt gengi kvenna í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins um helgina sé áfall fyrir stjórnmálin. Hún segir að flokksforystan og aðrir hefðu átt að vekja meiri athygli á þátttöku kvenna í aðdraganda prófkjöra og að tryggja þyrfti þeim sæti ofarlega á listum. 
Ósammála um stöðu kvenna innan flokksins
Ágreiningur ríkir um það innan Sjálfstæðisflokksins hvort una skuli niðurstöðum prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Jarþrúður Ásmundsdóttir sem situr í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna og Sigríður Á. Andersen, þingmaður flokksins, eru ekki sammála. Jarþrúður segir að reynslumiklum konum sé bolað burt af þingi, Sigríður segist ekki hafa orðið vör við að það halli á konur innan flokksins. Málefnin hafi ráðið úrslitum í nýafstöðnum prófkjörum.
Þingflokksformaður afar ósáttur við prófkjörin
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður prófkjöra flokksins í Suður- og Suðvesturkjöræmi um helgina. Hún vill að kynjahlutföll kjósenda verði skoðuð og hugnast ekki hugmynd um sérstakt kvennaframboð á hægri vængnum. Hún segist aldrei hafa verið talskona kynjakvóta, en hann virki greinilega hjá sumum flokkum konum í hag.
Fjórir miðaldra karlar ekki boðlegur listi
Friðjón Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum ætlar ekki að greiða atkvæði með óbreyttum framboðslistum í Suður og Suðvesturkjördæmi, þar sem konur guldu afhroð í prófkjörum helgarinnar. Friðjón segir ekki boðlegt að bjóða fram lista með fjórum körlum í efstu sætum.
Hanna Birna: Þungbær skilaboð
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir úrslitin í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suður-og Suðvesturkjördæmi vera þungbær skilaboð og að ekkert annað en kynferði sem skýri niðurstöðuna. Hún segist ekki trúa því að þingkonur flokksins verði næstum helmingi færri en þær eru nú eftir þingkosningarnar í haust.
Dagur hinna föllnu þingkvenna
Fimm konur sem setið hafa á þingi á þessu kjörtímabili eru að líkindum fallnar af þingi miðað við úrslit í fjórum prófkjörum og fyrstu tölur úr því fimmta.
Konur harma niðurstöðu prófkjörs
Framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs flokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld og skora á kjördæmisráð flokksins að samþykkja ekki listann óbreyttan.
„Baráttuvöllur hugmyndanna“
Árni Páll Árnason sem hlaut fyrsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, segist þakklátur fyrir traustið sem hann hafi fengið í kjördæminu. „Þar verður stóri baráttuvöllur hugmyndanna held ég og mikið pláss fyrir flokk sem getur bæði verið flokkur sem lofar öruggri velferð og frjálslegri samkeppni og öflugu efnahagslífi eins og Samfylkingin getur gert ein flokka.“
Bjarni hlaut einn bindandi kosningu
Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, stakk sér upp fyrir Kareni Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi og varaþingmann, þegar lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi voru birtar um tíu leytið í kvöld. Bryndís varð fimmta en Karen sjötta. Engin breyting varð á efstu sætum og því eru sem fyrr fjórir karlmenn í fjórum efstu sætunum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, er sá eini sem hlaut bindandi kosningu í sitt sæti.
Árni Páll efstur í Suðvesturkjördæmi
Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hreppti fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Margrét Gauja Magnúsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi varð í öðru sæti og Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, lenti í þriðja sæti í prófkjörinu en vegna reglna um kynjaskiptingu og framgang ungs fólks færist hún niður í fimmta sæti.
Elín tekur tapi af karlmennsku
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, miðað við fyrstu tölur úr prófkjöri flokksins. Prófkjöri í kjördæminu lauk nú klukkan sex.
Þorgerður í framboð en Þorsteinn ekki - viðtal
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hún gæfi kost á sér í forystusveit Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar hins vegar ekki í framboð fyrir Viðreisn en þau tilkynntu bæði tvö í dag að þau væru gengin til liðs við flokkinn.
Þorsteinn og Þorgerður til liðs við Viðreisn
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru gengin til liðs við Viðreisn. Þetta kemur fram á twitter-síðu Þorgerðar Katrínar. Þorgerður staðfestir í samtali við fréttastofu að hún ætli að gefa kost á sér í forystusveit Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi en ekki sé búið að stilla upp endanlegum lista í kjördæminu. Þorsteinn ætlar aftur á móti ekki í framboð.
DV: Þorgerður fer fram fyrir Viðreisn
Fullyrt er á forsíðu DV í morgun að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætli að leiða lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi - Kraganum - í þingkosningunum í haust.