Færslur: Suðurnesjabær

D og B mynda meirihluta í Suðurnesjabæ
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf í Suðurnesjabæ. Samkomulagið var undirritað í gær af bæjarfulltrúum beggja framboða.
X22 - Suðurnesjabær
Íbúar Suðurnesja vilja skýra stefnu í ferðamálum
Marka þarf skýra stefnu og setja markmið í ferðamálum í Suðurnesjabæ og aðstoða ungt fólk sem stofnar fyrirtæki með tímabundnum ívilnunum. Þetta er meðal þess sem íbúar þar vilja sjá í kosningunum eftir tíu daga.
Sárvantar heilsugæslu í Suðurnesjabæ
Margrét Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ, segir að sárlega vanti heilsugæslu í sveitarfélagið og sveitarstjórnarmenn verði að ýta á stjórnmálamenn um það. Þá þurfi einnig að móta stefnu í menningar- og ferðamálum, það sé hagur allra.
Jónína leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ
Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í sveitarstjórnarkosningunum í Suðurnesjabæ í vor. Laufey Erlendsdóttir skipar annað sæti listans og Jón Ragnar Ástþórsson þriðja sæti.
Anton leiðir lista Framsóknar í Suðurnesjabæ
Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans.
Skima starfsmenn og grunnskólabörn í Suðurnesjabæ
Leikskólinn í Sandgerði er lokaður í dag og kennsla í fimm yngstu bekkjum grunnskólans fellur niður vegna kórónuveirusmita í bænum. Bæjarstjórinn í Suðurnesjabæ segir að staðan verði endurmetin síðar í dag.
08.11.2021 - 09:16
Skólum lokað í Sandgerði vegna covid-smita
Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka leikskólanum Sólborgu í Sandgerði um óákveðinn tíma vegna covid-smita meðal starfsfólks. Lokunin varir meðan á smitrakningu stendur.
04.11.2021 - 21:56
Áhugi í Vogum fyrir sameiningu
Nokkurn áhuga mátti greina á íbúafundi í sveitarfélaginu Vogum á að hefja sameiningaviðræður við annað sveitarfélag. Grindavík er það sveitarfélag sem fékk flest atkvæði en einnig var töluverður áhugi á Suðurnesjabæ. Rúmlega þrettán hundruð eru búsett í Vogum.
Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
„Suðurnesin eru land tækifæranna“
Atvinnuleysi minnkaði um 5 prósentustig á milli mánaða á Suðurnesjum og fór úr 18,7 prósentum niður í 13,7 prósent. Miklar sveiflur einkenna Suðurnesin en bæjarstjóri Reykjanesbæjar er fullviss um að framtíðin sé björt. Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur.
15.07.2021 - 20:14
Viðræður um dagdvalarrými aldraðra í Suðurnesjabæ
Heilbrigðisráðherra og Suðurnesjabær munu hefja viðræður um að koma allt að átta almennum dagdvalarrýmum fyrir aldraða á laggirnar í sveitarfélaginu. Í Suðurnesjabæ eru engin dagdvalarrými fyrir en þau næstu eru í Reykjanesbæ og Grindavík eða alls um þrjátíu og þrjú rými. Þetta er liður í aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára þar sem kveðið er á um fjölgun dagdvalarrýma um rúmlega níutíu. 
29.06.2021 - 14:52
Vilja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vilja fá heilsugæslustöð í bæjarfélagið. Mörg ár eru síðan heilsugæslustöðvum þar var lokað og þurfa íbúar að sækja sér heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ.
Þetta er áskorun, segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Eitt af hverjum tíu ungmennum á Suðurnesjum var hvorki í vinnu né skóla árið 2018 og mældist það hæsta hlutfallið á landinu. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að gripið hafi verið til fjölbreyttra aðgerða til að efla stöðu ungs fólks á svæðinu og er bjartsýnn á árangurinn.
06.08.2020 - 17:41
Suðurnes fá lægst framlag á hvern íbúa til heilsugæslu
Framlög ríkisins til Suðurnesja eru ekki í takt við íbúaþróun. Fólki finnst það því ekki fá þá þjónustu sem það á rétt á frá ríkinu í sínum sveitarfélögum. Margir leita á höfuðborgarsvæðið eftir heilbrigðisþjónustu.
07.06.2020 - 20:32
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
30% fleiri fengu fjárhagsaðstoð
Samhliða auknu atvinnuleysi í vetur hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fjölgað. Í Reykjanesbæ hefur þeim fjölgað um 30 prósent og segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs bæjarfélagsins, að aukninguna, enn sem komið er, sé ekki hægt að rekja beint til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
Enn verri staða þegar uppsagnarfrestir renna út
Atvinnuleysi í Suðurnesjabæ hefur aukist hratt síðustu vikur vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustu. Stór hluti íbúa sveitarfélagsins starfar á flugvellinum eða við annars konar þjónustu tengda honum. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, segir að útsvarstekjur hafi dregist og hann hefur áhyggjur af stöðunni þegar líður tekur að hausti og uppsagnarfrestir margra renna út.
22.05.2020 - 09:32
Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.
Viðtal
Atvinnuleysi slær öll met í Reykjanesbæ
Horfur eru á að fjórði hver maður í Reykjanesbæ verði atvinnulaus þegar líður á apríl. Bæjarstjórinn segir slíkt atvinnuleysi einsdæmi á síðari tímum. Þingmaður kjördæmisins segir að innspýting stjórnvalda í atvinnulífið miðist nær eingöngu við karlastörf.
Uppsagnirnar mikið áfall
Uppsagnir á Suðurnesjum síðustu daga eru mikið áfall, að sögn Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum vinna saman að mótvægisaðgerðum og ætla áfram að þrýsta á ríkið um að auka fjárframlög til landshlutans.
30.03.2020 - 17:05
Hvalreki kostaði Suðurnesjabæ milljón
Kostnaður Suðurnesjabæjar vegna grindhvalavöðu sem synti upp í fjöru við Útskála fyrir rúmum mánuði var um 1,2 milljónir króna.
21.09.2019 - 17:06
Vonarneisti kviknaði þegar sá fyrsti varð laus
Níutíu björgunarsveitarmönnum og sjálfboðaliðum tókst að bjarga þrjátíu dýrum úr grindhvalavöðunni sem strandaði í fjörunni neðan við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um tuttugu drápust og liggja hræ þeirra á víð og dreif um fjöruna, kýr, tarfar og nokkrir kálfar. Sum eru særð, virðast hafa barist mikið áður en yfir lauk. Aðgerðir stóðu yfir í alla nótt og sú sem stýrði þeim segir marga hafa verið orðna þreytta þegar loksins fór að flæða að. 
03.08.2019 - 12:30
Suðurnesjabær undirbýr viðbrögð vegna WOW air
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ harma að WOW air hafi hætt starfsemi og fylgjast náið með framvindu mála og afla upplýsinga um það hvaða áhrif gjaldþrotið í gær hefur á sveitarfélagið og íbúa þess. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, skrifar undir.
29.03.2019 - 07:29
Viðtal
Fjárframlög ekki í takt við íbúafjölgun
Bæjaryfirvöld sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesja telja að framlög til ríkisstofnana á svæðinu séu ekki í takt við fjölgun íbúa og hafa undanfarin ár þrýst á um breytingar, án árangurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki gangi upp að ríkið miði við 1 prósents íbúafjölgun. Síðustu ár hafi fjölgunin í Reykjanesbæ verið um 8 prósent á hverju ári.
Ráðuneyti samþykkir nafnið Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er nú opinbert heiti sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt heitið og tók sú samþykkt gildi á nýársdag.
06.01.2019 - 18:33