Færslur: Suðurnesjabær

30% fleiri fengu fjárhagsaðstoð
Samhliða auknu atvinnuleysi í vetur hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fjölgað. Í Reykjanesbæ hefur þeim fjölgað um 30 prósent og segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs bæjarfélagsins, að aukninguna, enn sem komið er, sé ekki hægt að rekja beint til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
Enn verri staða þegar uppsagnarfrestir renna út
Atvinnuleysi í Suðurnesjabæ hefur aukist hratt síðustu vikur vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustu. Stór hluti íbúa sveitarfélagsins starfar á flugvellinum eða við annars konar þjónustu tengda honum. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, segir að útsvarstekjur hafi dregist og hann hefur áhyggjur af stöðunni þegar líður tekur að hausti og uppsagnarfrestir margra renna út.
22.05.2020 - 09:32
Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.
Viðtal
Atvinnuleysi slær öll met í Reykjanesbæ
Horfur eru á að fjórði hver maður í Reykjanesbæ verði atvinnulaus þegar líður á apríl. Bæjarstjórinn segir slíkt atvinnuleysi einsdæmi á síðari tímum. Þingmaður kjördæmisins segir að innspýting stjórnvalda í atvinnulífið miðist nær eingöngu við karlastörf.
Uppsagnirnar mikið áfall
Uppsagnir á Suðurnesjum síðustu daga eru mikið áfall, að sögn Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum vinna saman að mótvægisaðgerðum og ætla áfram að þrýsta á ríkið um að auka fjárframlög til landshlutans.
30.03.2020 - 17:05
Hvalreki kostaði Suðurnesjabæ milljón
Kostnaður Suðurnesjabæjar vegna grindhvalavöðu sem synti upp í fjöru við Útskála fyrir rúmum mánuði var um 1,2 milljónir króna.
21.09.2019 - 17:06
Vonarneisti kviknaði þegar sá fyrsti varð laus
Níutíu björgunarsveitarmönnum og sjálfboðaliðum tókst að bjarga þrjátíu dýrum úr grindhvalavöðunni sem strandaði í fjörunni neðan við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um tuttugu drápust og liggja hræ þeirra á víð og dreif um fjöruna, kýr, tarfar og nokkrir kálfar. Sum eru særð, virðast hafa barist mikið áður en yfir lauk. Aðgerðir stóðu yfir í alla nótt og sú sem stýrði þeim segir marga hafa verið orðna þreytta þegar loksins fór að flæða að. 
03.08.2019 - 12:30
Suðurnesjabær undirbýr viðbrögð vegna WOW air
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ harma að WOW air hafi hætt starfsemi og fylgjast náið með framvindu mála og afla upplýsinga um það hvaða áhrif gjaldþrotið í gær hefur á sveitarfélagið og íbúa þess. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, skrifar undir.
29.03.2019 - 07:29
Viðtal
Fjárframlög ekki í takt við íbúafjölgun
Bæjaryfirvöld sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesja telja að framlög til ríkisstofnana á svæðinu séu ekki í takt við fjölgun íbúa og hafa undanfarin ár þrýst á um breytingar, án árangurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki gangi upp að ríkið miði við 1 prósents íbúafjölgun. Síðustu ár hafi fjölgunin í Reykjanesbæ verið um 8 prósent á hverju ári.
Ráðuneyti samþykkir nafnið Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er nú opinbert heiti sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt heitið og tók sú samþykkt gildi á nýársdag.
06.01.2019 - 18:33
Býst við einhug um nafnið Suðurnesjabær
Nafnið Suðurnesjabær naut mests stuðnings meðal þeirra sem greiddu atkvæði um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis í gær. Kjörsókn var ekki nema rúm 34 prósent og er niðurstaðan því ekki bindandi. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, á þó von á því að einhugur verði innan bæjarstjórnar um að sveitarfélagið beri nafnið Suðurnesjabær.
04.11.2018 - 12:31