Færslur: Suðurlandsbraut
Hætta að bjóða upp á hraðpróf
Frá og með næstu mánaðarmótum mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eingöngu bjóða upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut 34.
28.03.2022 - 17:32
Mörg hundruð metra röð í einkennasýnatöku
Mörg hundruð metra röð myndaðist í einkennasýnatöku á Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag. Enn eitt metið féll í gær því þá reyndust 448 smitaðir innanlands og fjörutíu til viðbótar á landamærunum. Nú eru því tæplega sjö þúsund manns ýmist í einangrun eða sóttkví vegna covid. Börn í sýnatökuröðinni sáu sum hver fram á óvenjuleg jól þar sem annað foreldrið var með veiruna.
24.12.2021 - 14:15
Um klukkustundar bið eftir sýnatöku í dag
Nokkuð löng röð hefur verið við Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut í dag, þar sem rúmlega 4000 manns voru boðaðir í COVID-19 sýnatökur. Röðin nær nú inn að Ármúla og hefur biðin í röðinni verið í kring um klukkustund.
03.08.2021 - 13:37
Handtekin fyrir öskur og óspektir við bólusetningaröð
Lögreglan handtók konu við Suðurlandsbraut í morgun þar sem bólusetningar þungaðra kvenna hófust klukkan níu. Konan var með mikil læti og mótmælti bólusetningunum, veittist að heilbrigðisstarfsfólki og lét öllum illum látum. Konunum sem voru að mæta í bólusetningu var verulega brugðið. Konunni var sleppt úr haldi laust fyrir hádegi.
29.07.2021 - 10:30