Færslur: Suðurland

Virkjun í Hverfisfljóti hafi verulega neikvæð áhrif
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti á frummatsskýrslu um fyrirhugaða virkjunarframkvæmd í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi frá 2017. Telur stofnunin framkvæmdina hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og að tilefni hefði verið til að meta hana með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.
07.07.2020 - 15:18
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Á botni laugarinnar í sjö mínútur áður en hann fannst
Eldri karlmaður, sem lést við sundiðkun í Sundhöll Selfoss í gær, hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Tíu ára gamlir sundlaugargestir urðu varir við manninn en slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugavarða. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
02.06.2020 - 18:56
Tveggja daga aðalmeðferð í máli björgunarsveitarmanns
Tveggja daga aðalmeðferð í máli fyrrverandi gjaldkera björgunarfélags Árborgar sem ákærður er fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Umfang brotanna nemur um sautján milljónum króna.
25.05.2020 - 17:33
Þyrlan kölluð út vegna slyss við Fagurhólsmýri
Maður féll á klifursvæði í Hnappavallahömrum nálægt Fagurhólsmýri á Suðurlandi síðdegis í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom útkallið rétt fyrir klukkan 16 og var þyrlunni lent við Fagurhólsmýri klukkan 17:26.
Eldur kviknaði í sumarbústað í Úthlíð
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar til vegna bruna í sumarhúsi í Úthlíð í Bláskógabygg á laugardaginn. Íbúar í næriliggjandi bústað gerðu lögreglu viðvart um eldinn. Slökkvilið var sent á staðinn og tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki. Hann virðist hafa kviknað út frá gömlu rafmagnsljósi. Þetta kemur frma á vef lögreglunnar á Suðurlandi.
18.05.2020 - 17:15
Uppsagnir hjá HSU „skammarleg ákvörðun“
Til stendur að segja upp átta starfsmönnum sem sinna ræstingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og bjóða út ræstingar á stofnuninni. Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þessu harðlega. Formaður BSRB segir áformin skammarleg.
15.05.2020 - 12:22
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi. 
Fimm milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar til 2023
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í dag undir samning um annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verksamningurinn hljómar upp á rétt rúma fimm milljarða. Verkinu á að vera lokið haustið 2023.
08.04.2020 - 13:59
Mikið tjón í óveðrinu: „Það er allt á kafi í snjó inni“
„Þegar ég kem og sé inn um dyrnar sé ég að það er allt á kafi í snjó inni. Og þegar ég fer inn um dyrnar sé ég að það skefur bara langt inn í hús.“ Þannig lýsir Már Guðmundsson, garðyrkjumaður í starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, aðkomunni að gróðurhúsum og garðskála skólans rétt fyrir ofan Hveragerði í morgun. Þar varð mikið tjón í aftakaveðri í morgun. Þak fauk af rúmlega 1.000 fermetra garðskála skólans og rúður brotnuðu í honum og öllum gróðurhúsum á svæðinu.
05.04.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Óveður · Hamfarir · Ölfus · Suðurland
Fjölmargir ökumenn í vanda: „Ekkert ferðaveður hérna“
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þurft að aðstoða fjölda ökumanna sem hafa lent í vandræðum vegna óveðursins sem nú gengur yfir svæðið. Ekkert ferðaveður er frá Pétursey að Skógum, að sögn björgunarsveita.
04.04.2020 - 17:18
Íbúi í C-19 slær á léttu strengina
Ágústa Ragnarsdóttir rekur sögu götuheita í Þorlákshöfn í skemmtilegri færslu á facebook. Tilefnið er að hún býr í C-19 sem eru kannski þeir stafir sem eru einna mest áberandi í dag.
03.04.2020 - 13:11
Hertar aðgerðir í Eyjum fram yfir páska, hið minnsta
Hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar verða í gildi fram yfir páska, hið minnsta, að því er fram kemur í tilkynningu aðgerðastjórnar á Facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman og líkt og víðar um land hefur líkamsræktarstöðvum og allri annarri starfsemi þar sem nánd er mikil, verið lokað.
30.03.2020 - 17:47
Landinn
Uppruni birkisins á Skeiðarársandi staðfestur
„Við erum búin að bera saman erfðaefni úr birkinu á Skeiðarársandi og birki úr þremur birkiskógum í nágrenninu og það liggur núna fyrir niðurstaða um faðernið, ef svo má segja,“ segir Kristinn Pétur Magnússon, prófessor í erfðafræði við Háskólann á Akureyri.
30.03.2020 - 15:35
Búið að opna Þjóðveg 1 milli Steina og Víkur
Þjóðvegu eitt frá Steinum, undir Eyjafjöllum og að Vík hefur verið opnaður á ný. Honum var lokað í dag vegna snjóa. Nú er skafrenningur á veginum. Á Mýrdalssandi er snjóþekja og skafrenningur, sem og í Eldhrauni. Annars hálka eða hálkublettir á vegum á Suðausturlandi.
09.03.2020 - 17:54
Lögðu í hann rétt fyrir lokun og eru nú í vanda
Vonskuveður er skollið á á suður- og suðausturlandi og þjóðveginum frá Steinum að Vík og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni hefur verið lokað. Björgunarsveitir standa í ströngu þar sem margir vegfarendur á illa búnum bílum komust inn á þennan hluta vegarins áður en honum var lokað.
19.02.2020 - 16:14
Þjóðvegi 1 lokað frá Eyjafjöllum að Vík vegna veðurs
Veginum undir Eyjafjöllum að Vík hefur verið lokað vegna veðurs. Á vef Vegagerðarinnar segir að ekki sé útilokað að vegum verði lokað lengra til austurs, allt að Jökulsárlóni. Þæfingur og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.
19.02.2020 - 14:41
Landinn
Vísindaverkefni sem gat af sér listsýningu
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun þannig að fyrir mér eru raunvísindi og list svo sem ekki svo andstæðir pólar,“ segir Dr. Lilja Jóhannesdóttir sem nýverið setti upp ljósmyndasýninguna Tjarnarsýn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
13.02.2020 - 08:30
Lærði að tengjast barninu og hugsa um það
„Ég var svolítið einangruð og einmana og byrjaði að þróa svakalegt fæðingarþunglyndi,“ segir Jenný Björk Ragnarsdóttir um það þegar hún var nýbúin að eiga son sinn, Guðbjörn Nóna.
10.02.2020 - 12:55
Myndskeið
Minnst fjögur sumarhús skemmdust í flóði úr Hvítá
Minnst fjögur sumarhús í Grímsnesi skemmdust í flóði úr Hvítá í gær. Yfirlögregluþjónn segir staðsetningu sumarhúsabyggðarinnar rakið dæmi um hvernig eigi ekki að gera hlutina.
07.02.2020 - 18:48
Gömul fallbyssukúla fannst í Vestmannaeyjum
Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja fundu á dögunum fallbyssukúlu í kjallara safnsins, innan um aðra muni. Ekki var vitað hvort hún væri virk, né hvernig hún hafi endað þar.
Færð gæti orðið slæm á höfuðborgarsvæðinu á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Suðausturland, Austfirði og miðhálendið. Á höfuðborgarsvæðinu spáir vestanhríðarveðri á morgun, éljagangi, skafrenningi á köflum og mjög slæmu skyggni. Færð gæti orðið slæm. Viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir frá klukkan 15:00 á morgun til klukkan 9 að morgni miðvikudags.
06.01.2020 - 14:09
„Beltin bjarga, það er engin spurning“
Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar áverka eftir að rúta með nítján manns innanborðs valt á hliðina skammt frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum á tólfta tímanum í gær. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að það hafi verið til happs að rútan lenti á útskoti frá veginum og allir hafi verið í belti.
03.01.2020 - 07:14
Umfangsmikil fíkniefnaleit um borð í skipi
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi umfangsmikla leit í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrradag. Tuttugu manns og sex fíkniefnahundar komu að leitinni, sem var samstarf embætta Tollstjóra og Lögreglustjórans á Suðurlandi.
15.12.2019 - 22:16