Færslur: Suðurkjördæmi

Segir efni tölvupósts ekki hafa beinst gegn Birgi
Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa orðið vör við að unnið hafi verið gegn Birgi Þórarinssyni. Birgir sjálfur segir að unnið hafi verið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar. 
Viðtal
Segir Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun
Birgir Þórarinsson, sem fór úr Miðflokknum og gekk í raðir Sjálfstæðismanna á dögunum, segir fjölmiðla hafa gengið langt í gagnrýni sinni um vistaskiptin. Birgir segir varaþingmanninn Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar.
Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta eru svik við flokkinn og ég er flokksmaður“
Þingmann Miðflokksins grunar að Birgir Þórarinsson hafi ígrundað flokkaskipti fyrir alþingiskosningarnar. Formaður flokksins kveðst ekki hafa náð sambandi við varaþingmanninn í Suðurkjördæmi. Það sé þó brýnt. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð flokksins.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Harma stöðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem flokkurinn er kominn í í kjördæminu eftir að Birgir Þórarinsson sagði sig úr flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnin er þó einhuga um að horfa til framtíðar í stað þess að dvelja við það sem liðið er. Þetta kemur fram í ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.
Klaustursmálið ýtti Birgi úr Miðflokknum
Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum þingkosningum, hefur sagt skilið við flokkinn og er genginn til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Birgir staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, sem og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá 17 þingmenn, en þingflokkur Miðflokksins telur nú aðeins tvo. 
Píratar taka undir kröfu um endurtalningu
Píratar taka undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu í Suðurkjördæmi. Þetta skrifar Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, á Facebook. Hún segir að það sé sjálfsögð lýðræðisleg regla að endurtelja og ganga úr skugga um að sjö atkvæða munur á milli Vinstri grænna og Miðflokks sé réttur.
Vinstri græn vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi
Umboðsmaður Vinstri grænna sendi í kvöld formlega beiðni til yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um endurtalningu atkvæða í alþingiskosningunum í gær. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir að beiðnin verði tekin fyrir á fundi eftir hádegi á morgun.
26.09.2021 - 20:33
Sviptingar í Suðurkjördæmi
Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju allir kjördæmakjörinn þingmann í Suðurkjördæmi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Prófessor í stjórnmálafræði segir það sæta tíðindum en tekur niðurstöðunni með fyrirvara.
Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
Framboði Ábyrgrar framtíðar í Suðurkjördæmi hafnað
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur hafnað framboði Ábyrgrar framtíðar í kjördæminu þar sem skilyrði um fjölda meðmælenda var ekki uppfyllt.
Ásthildur Lóa efst hjá Flokki fólksins í Suðurkjördæmi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sætið á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, er í öðru sæti og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður er í þriðja sæti.
Birgir áfram oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Félagsfundur Miðflokksfélags suðurkjördæmis samþykkti í gærkvöld framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í haust með 93 prósentum atkvæða. Í fyrsta sæti er Birgir Þórarinsson alþingismaður sem leiddi listann síðast.
Flækjustig hjá Miðflokknum við uppstillingar
Á morgun og á miðvikudaginn verður kosið um uppstillingarlista hjá Miðflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Suðurkjördæmi. Tveir Miðflokksþingmenn sem áður voru í Flokki fólksins bætast við í oddvitabaráttunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður vill ekki skipta sér af uppstillingum.
Magnús og Björgvin oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokks
Magnús Guðbergsson öryrki leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Jóhann felldi Silju Dögg úr öðru sætinu
Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hreppti annað sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hann hafði þar betur í baráttunni við Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmann og Daða Geir Samúelsson sem einnig sóttust eftir öðru sætinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sóttist einn eftir efsta sæti listans og fékk það.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Guðrún og Njáll leiða D-lista í S- og NA-kjördæmi
Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri fékk flest atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, bar sigur úr býtum í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi.
Guðrún efst eftir fyrstu tölur
Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar talin hafa verið þúsund atkvæði. Guðrún er með 554 af þúsund atkvæðum í fyrsta sætið samkvæmt fyrstu tölum. Hún og Vilhjálmur Árnason þingmaður kepptust um leiðtogasætið eftir að Páll Magnússon ákvað að hætta þingmennsku. Vilhjálmur er í öðru sæti með 521 atkvæði.
Vinstri græn birta lista í Suðurkjördæmi
Vinstri græn í Suðurkjördæmi birtu í dag framboðslista sinn fyrir komandi þingkosningar. Röðun efstu sæta réðst í prófkjöri sem lauk 12. apríl. Sú breyting verður þó þar á að Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður, sem stefndi á að leiða listann, tók ekki fjórða sætinu sem hann hlaut í prófkjöri. Það sæti skipar Rúnar Gíslason lögreglumaður. Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri leiðir listann, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipar annað sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir það þriðja.
Kolbeinn tekur ekki sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, tekur ekki sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann gaf kost á sér til að leiða listann en lenti í fjórða sæti í forvali. Skorað hefur verið á Kolbein að gefa kost á sér á lista hjá flokknum í Reykjavík. Hann kveðst hrærður og upp með sér með fjölda áskorana en segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð í Reykjavík.
Oddný Harðardóttir leiðir Samfylkingu í Suðurkjördæmi
Oddný Harðardóttir þingmaður, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra fer fyrir lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Framboðslistinn fyrir alþingiskosningarnar 25. september var samþykktur með miklum meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöld.
Hólmfríður í fyrsta sæti hjá VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, varð hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og leiðir því lista flokksins við kosningar í haust. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, varð í öðru sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna, varð þriðja.
Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Níu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí næstkomandi, þrjár konur og sex karlar. Kjörnefnd flokksins í kjördæminu úrskurðaði öll þau framboð gild sem bárust áður en framboðsfrestur rann út.