Færslur: Suðurkjördæmi

Kolbeinn tekur ekki sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, tekur ekki sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann gaf kost á sér til að leiða listann en lenti í fjórða sæti í forvali. Skorað hefur verið á Kolbein að gefa kost á sér á lista hjá flokknum í Reykjavík. Hann kveðst hrærður og upp með sér með fjölda áskorana en segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð í Reykjavík.
Oddný Harðardóttir leiðir Samfylkingu í Suðurkjördæmi
Oddný Harðardóttir þingmaður, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra fer fyrir lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Framboðslistinn fyrir alþingiskosningarnar 25. september var samþykktur með miklum meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöld.
Hólmfríður í fyrsta sæti hjá VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, varð hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og leiðir því lista flokksins við kosningar í haust. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, varð í öðru sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna, varð þriðja.
Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Níu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí næstkomandi, þrjár konur og sex karlar. Kjörnefnd flokksins í kjördæminu úrskurðaði öll þau framboð gild sem bárust áður en framboðsfrestur rann út.
Helmingur hefur kosið í forvali VG í Suðurkjördæmi
Kosningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG) í Suðurkjördæmi lýkur síðdegis á morgun mánudag. Um helmingur kosningabærra höfðu greitt atkvæði í hádegi þegar kosningin var hálfnuð.
Gefur kost á sér á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi 19. júní næstkomandi.
62 í framboði í prófkjörum Pírata
Prófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófust á miðvikudag í síðustu viku og standa fram á laugardag. Úrslit verða kynnt fljótlega eftir að prófkjörunum lýkur klukkan fjögur á laugardag og staðfestir listar næsta dag. Þó með þeim fyrirvara að prófkjör framlengjast ef lágmarksfjölda greiddra atkvæða hefur ekki verið náð klukkan fjögur á laugardag.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Róbert Marshall vill leiða VG í Suðurlandskjördæmi
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, tekur þátt í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi, þar sem hann býðst til að taka oddvitasætið á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Sjálfstæðismenn boða prófkjör í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ákváðu á aðalfundi kjördæmaráðs í gær að efna til prófkjörs laugardaginn 29. maí. Þetta er fyrsta prófkjör sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar í haust.
Álfheiður vill leiða Pírata í Suðurkjördæmi
Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, sækist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Smári McCarthy, þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.
21.01.2021 - 14:28
Lokatölur í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðung atkvæða í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn og var stærstur flokka þar. Talningu atkvæða í kjördæminu lauk um sexleytið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver. Það eru Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Píratar.
29.10.2017 - 06:21
Leiðir lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Birgir Þórarinsson sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur mun leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Birgir er fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins og sat í sveitastjórn sveitarfélagsins Voga. Í öðru sæti er Elvar Eyvindsson, viðskiptafræðingur og bóndi.
Sigurður og Silja leiða Framsókn í S-kjördæmi
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þingkonan Silja Dögg Gunnarsdóttir skipar annað sæti listans. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Hvoli í dag, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.
Oddný leiðir og Njörður í öðru sætinu
Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar eins og fyrir ári. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur kemur nýr inn í annað sæti listans í stað Ólafs Þórs Ólafssonar sem vermdi sætið í fyrra en er ekki á listanum í ár.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Kjörstjórnarformaður víkur – kominn í framboð
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi Sýslumaður í Vestmannaeyjum, er hættur í yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis, þar sem hann hefur gegnt formennsku í nærri tvo áratugi. Karl Gauti hafði raunar ekkert val: hann varð að víkja úr kjörstjórninni lögum samkvæmt vegna þess að hann er kominn í framboð. Karl Gauti leiðir lista Flokks fólksins í kjördæminu fyrir kosningarnar í lok mánaðar.
Ekki fyrsti klofningur Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn hefur nokkrum sinnum klofnað í sögu sinni, þar á meðal tveimur árum eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð formaður. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í Silfrinu í dag. Hann sagði að ákveðinn hópur innan flokksins hefði ákveðið að taka ekki þátt í málefnastarfi og vinnu innan flokksins þrátt fyrir að viðkomandi hafi verið boðið að vera með í öllu ferli alls staðar. Þess í stað hafi flokkurinn klofnað.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Lokatölur úr Suðurkjördæmi
Fjórir af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis koma úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Talningu lauk í kjördæminu nú á áttunda tímanum og var kjörsókn um 78,5 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 31,5 prósent atkvæða, Framsóknarflokkurinn hlaut rúm 19 prósent og tvo þingmenn, Píratar fengu 12,8 prósent og einn þingmann eins og Viðreisn sem hlaut 7,3 prósent atkvæða. Formaður Samfylkingar hlýtur jöfnunarþingsætið í kjördæminu en flokkurinn hlaut 6,4 prósenta fylgi.
30.10.2016 - 07:30
Fundur með frambjóðendum í Suðurkjördæmi
Bein útsending frá opnum kjördæmaþætti Rásar 2 í Suðurkjördæmi, sem fram fer í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ frá klukkan 19.30 til 22.00.
24.10.2016 - 19:15
Halldór leiðir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur, leiðir lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 29.október.
Listi Samfylkingar í Suðurkjördæmi samþykktur
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, skipar annað sætið og þá er Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi á Selfossi, í því þriðja.
Viðreisn birtir lista í Suðurkjördæmi
Stjórn Viðreisnar hefur birt framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi, fyrir alþingiskosningarnar 2016. Listinn er svokallaður fléttulisti kvenna og karla og leiðir Jóna Sólveig Einarsdóttir, aðjúnkt hann. Í öðru sæti er Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögmaður og í því þriðja Ingunn Guðmundsdóttir, deildarstjóri.
Óbreyttur listi hjá Sjálfstæðismönnum
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi - efstu fjögur sætin eru óbreytt eftir að Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu, lýsti því yfir að hún myndi ekki taka sæti á listanum. Unnur Brá Konráðsdóttir tekur því sæti hennar en hún varð í 5. sæti í prófkjörinu.