Færslur: Suðureyri

Myndskeið
„Það urðu allir lækir að beljandi stórfljótum“
Á Vestfjörðum hefur verið úrhelli og aftakaveður. Loka þurfti sundlauginni á Suðureyri vegna vatnstjóns og rennsli í ám hefur sjaldan eða aldrei verið meira.
17.07.2020 - 19:58
Telja íbúa ekki nægilega vel upplýsta um hættuástandið
Íbúar á Suðureyri telja að upplýsingum um hættuástand hafi ekki verið komið nægilega vel til skila í aðdraganda snjóflóðanna í síðustu viku. Þetta kom fram á íbúafundi í kvöld. 
20.01.2020 - 22:13
Myndskeið
Hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir skemmdirnar
Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri olli tjóni á bílum, húsum og tækjum. Sjómaður á Suðureyri telur að brimvarnargarðurinn við þorpið hefði átt að koma í veg fyrir skemmdirnar en gerði það ekki. Umfang þeirra er ekki komið í ljós ennþá.
16.01.2020 - 19:57
Róleg nótt á Vestfjörðum
Samhæfingarstjórnstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra var starfrækt í alla nótt vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfirði í fyrrakvöld auk þess sem björgunarsveitarmenn og lögreglumenn voru til staðar. Nóttin var þó tíðindalaust með öllu.
16.01.2020 - 06:56
Umfang tjónsins mun skýrast á næstu dögum
Framkvæmdastjóri segir ekkert hægt að segja til um tjón vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum að svo stöddu, ekki hafi verið fært um svæðið til þess að meta það. Náttúruhamfaratrygging Íslands nær yfir tjón á fasteignum, tryggingafélögin sjá um tjón á ökutækjum og bátum.
15.01.2020 - 17:33
Myndskeið
Aukafréttatími um snjóflóðin
Aukafréttatíma var sendur út í sjónvarpi í hádeginu vegna snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld. Hægt er að horfa á upptöku af fréttatímanum í spilaranum hér fyrir ofan.
Viðtal
Íbúi á Suðureyri: „Maður er bara skelkaður“
Snjóflóðið sem féll í norðanverðum Súgandafirði olli flóðbylgja sem fór þvert yfir fjörðinn og lenti á Suðureyri. Flóðið skall á íbúðarhúsinu við Aðalgötu 38 yst í bænum og fór yfir það. „Maður er bara skelkaður,“ segir Petra Dröfn Guðmundsdóttir sem býr í húsinu ásamt eiginmanni og tveimur dætrum.
15.01.2020 - 11:54
Fjöldahjálparmiðstöð opnuð um hádegi
Varðskipið Þór er á leið til Flateyrar á nýjan leik. Meðal þeirra sem eru um borð eru starfsmenn í áfallateymi Rauða krossins sem verða til taks í fjöldahjálparmiðstöð á Flateyri í dag. Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri samhæfingarmiðstöðvar Almannavarna ríkisins, segir að greint verði frá því þegar nær dregur hvar og hvenær fjöldahjálparmiðstöðin verður opnuð.
15.01.2020 - 08:04
Enn hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum
Reiknað er með því að svæðið fyrir ofan Flateyri sé búið að tæma sig af snjó og því ekki búist við frekari snjóflóðum þar að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðgerðarstjóri á samhæfingamiðstöð Almannavarna ríkisins í Skógarhlíð segir að annars staðar í Önundarfirðinum sé þó enn hætta á snjóflóðum sem og annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum.
15.01.2020 - 03:58
Óvissuástand við Súgandafjörð
Neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súgandafjörð á tólfta tímanum í gærkvöld. Fólk er beðið um að halda sig heima bæði á Flateyri og Suðureyri. Lára Ómarsdóttir fréttamaður, sem er í samhæfingamiðstöð Almannavarna, segir að einhver hús hafi verið rýmd á Suðureyri. Höfnin þar virðist vera heil og hafa sloppið úr sjávarflóðinu sem varð eftir snjóflóðið.
15.01.2020 - 02:28
Viðtal
„Báturinn okkar og aðrir bátar horfnir“
„Ég stend hérna við útvegginn þegar kemur svaka hvellur. Ég hélt að maðurinn minn væri að keyra á bílskúrshurðina,“ sagði Steinunn Guðný Einarsdóttir, íbúi á Flateyri, í samtali við fréttastofu í nótt. Þegar hún leit út um gluggann sá hún að bíllinn þeirra var kominn á hvolf og annar bíll kominn við hliðina á húsinu. Þgear þarna var komið sögu var maðurinn hennar í útkalli vegna fyrra flóðsins sem féll á bryggjuna.
Fólk á Flateyri beðið um að halda kyrru fyrir
Eitt snjófljóð á Flateyri fór ekki langt frá að minnsta kosti einu húsi en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda sig heima og íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá höfninni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Flateyrar sem og varðskipið Þór.
15.01.2020 - 01:08
Fréttayfirlit og myndskeið
Yfirlit um snjóflóðin: Enn er hætta á fleiri flóðum
Þrjú stór snjóflóð, tvö á Flateyri og eitt í Súgandafirði á móts við Suðureyri, féllu með skömmu millibili um miðnætti í nótt. Unglingsstúlka lenti undir öðru flóðinu á Flateyri en var bjargað. Flóðin á Flateyri fóru yfir báða snjóflóðavarnargarðana.
14.01.2020 - 23:47
Viðtal
Andlegt fyllirí á Suðureyri um helgina
Leiklistarhátíðin Act Alone hefst á morgun og eru leiklist, myndlist, tónlist og fatahönnun á meðal dagskrárliða í ár. Hátíðin fer að hluta fram á heimili loðins Súgfirðings sem bregður sér af bæ einu sinni á ári á meðan gleðin stendur sem hæst enda ekki mikið fyrir sviðsljósið.
07.08.2019 - 09:35
11 ára landaði tuttugu kílóa þorski
11 ára drengur veiddi stórþorsk út frá Suðureyri í dag. Johannes Prötzner var ásamt föður sínum og Róbert Schmidt, leiðsögumanni Iceland Profishing, þegar tuttugu kílóa þorskur beit á agnið. Róbert segir að líklegast sé þetta Íslandsmet. „Ég hef verið með sjóstangaveiði í um tíu ár hérna fyrir vestan og ég hef aldrei heyrt talað um að svona ungur strákur hafi veitt svona stóran þorsk,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu. Þorskurinn var 134 sentímetrar að lengd.
08.07.2017 - 18:29