Færslur: Suður-Kórea

Andar köldu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
Stjórnin í Norður-Kóreu fordæmir Donald Trump og Bandaríkin harðlega í dag þegar þess er minnst að tvö ár eru liðin frá sögulegum fundi forsetans og Kim Jong Un.
12.06.2020 - 06:30
Norður-Kórea slítur samskiptum við suðrið
Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í kvöld að þau ætli að slíta hernaðar- og stjórnmálatengslum við nágranna sína í Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang höfðu áður hótað þessu vegna áróðursbæklinga gegn þeim sem sendir hafa verið yfir landamærin úr suðri. 
09.06.2020 - 00:42
Sendi Suður-Kóreumönnum tóninn
Kim Yo Jong, systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sendi Suður-Kóreumönnum tóninn í harðorðri yfirlýsingu sem lesin var  í ríkisfjölmiðli landsins í nótt.
04.06.2020 - 08:38
Takmarkanir innleiddar á ný í Suður-Kóreu
Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveiru hafa verið innleiddar á ný í Suður-Kóreu, en tugir greindust þar smitaðir síðasta sólarhring. Heilbrigðisráðherra landsins segir mögulegt að gripið verði enn strangari aðgerða ef ekki verði lát á. 
28.05.2020 - 08:17
Óskar skaðabóta frá hjónadjöflinum Schröder
Einkamál suður-kóresks manns gegn Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara Þýskalands, var tekið fyrir í borgardómstól í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn sakar Schröder um að eiga sök á skilnaði hans við fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn höfðaði málið árið 2018, þremur mánuðum eftir að þau Schröder og Soyeon Kim tilkynntu að þau væru trúlofuð.
08.05.2020 - 04:55
Telja skoti frá Norður-Kóreu ekki skotið að ásettu ráði
Suður-kóreski herinn telur að skoti frá Norður-Kóreu sem hæfði varðstöð í landamærabænum Cherwon í nótt hafi ekki verið skotið að ásettu ráði. Kóreuríkin skiptust á skotum á hlutalausa svæðinu milli landanna í nótt.
03.05.2020 - 12:45
Engin ný samfélagssmit í Suður-Kóreu
Engin samfélagssmit greindust í Suður-Kóreu síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Er þetta í fyrsta skipti sem engin ný kórónuveirusmit greinast meðal heimafólks á heimaslóð þar í landi, síðan farsóttin gaus þar upp í febrúar. Fjögur smit greindust á skimunarstöðvum flugvalla, í fólki sem var að koma erlendis frá. Færri hafa ekki greinst með COVID-19 á einum sólarhring um rúmlega tveggja mánaða skeið þar eystra.
30.04.2020 - 04:50
Bein og aðrar leifar á vopnlausa svæðinu
Bein og aðrir hlutir sem taldir eru tilheyra hermönnum sem voru vegnir í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar fundust við uppgröft á vopnlausa svæðinu við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu greinir frá þessu. Leifarnar fundust við Arrowhead Ridge, þar sem barist var í stríðinu.
24.04.2020 - 05:51
Norður-kóreskur flóttamaður kjörinn á þing
Thae Yong-ho, fyrrverandi stjórnarerindreki í Norður-Kóreu, var kjörinn á þing Suður-Kóreu í kosningum sem þar fóru fram í gær. 
16.04.2020 - 09:56
Moon og Demókratar unnu stórsigur í Suður-Kóreu
Demókrataflokkurinn vann öruggan sigur í þingkosningunum í Suður-Kóreu í gær. Flokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í landinu um árabil undir forystu Moon Jae-ins, forseta, tryggði sér 163 af 300 þingsætum, og systurflokkur hans kom 17 mönnum til viðbótar inn á þing. Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaði framtíðarflokkurinn, fékk 103 þingmenn kjörna, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar.
16.04.2020 - 04:58
Kosningar í skugga COVID-19
Þingkosningar fara fram í Suður-Kóreu í dag, í skugga COVID-19 faraldursins. Strangar reglur gilda um klæðnað, hlífðarbúnað, heilsufar og bil á milli manna á kjörstað.
15.04.2020 - 03:59
Færri smitast í Suður-Kóreu
Sextíu og fjögur kórónuveirutilfelli greindust í Suður-Kóreu síðasta sólarhring og hafa ekki færri greinst ar smitaðir á einum degi síðan 29. febrúar þegar fjöldinn náði þar hámarki.
23.03.2020 - 09:30
Innan við hundrað tilfelli þriðja daginn í röð
Þriðja daginn í röð eru ný tilfelli COVID-19 í Suður-Kóreu talsvert færri en hundrað. Í gær greindust 84 ný tilfelli, en sú breyting hefur orðið á að þungamiðjan er komin nær höfuðborginni Seúl. Hingað til hafa flest tilfelli greinst í Daegu, en í gær voru þau 32 á móti 44 í Seúl.
17.03.2020 - 07:09
Fjögur tilfelli COVID-19 í Wuhan í gær
Ellefu ný tilfelli COVID-19 voru greind í Kína í gær, þar af flest í fólki sem var að koma til landsins. Aðeins fjögur ný tilfelli greindust í borginni Wuhan í Hubei-héraði, þaðan sem veikin á upptök sín. Það eru fæstu daglegu tilfelli sem hafa greinst í borginni síðan byrjað var að taka þau saman í janúar. Hin sjö tilfellin voru öll greind hjá fólki sem var að koma til Kína frá útlöndum.
14.03.2020 - 06:42
COVID-19 í rénun í Suður-Kóreu
Í fyrsta sinn frá því COVID-19 faraldurinn hófst í Suður-Kóreu hafa fleiri náð sér af pestinni en hafa greinst með hana á einum sólarhring. Suðurkóreska fréttastofan Yonhap greinir frá þessu. Alls voru 110 ný tilfelli greind í landinu í gær, en 177 búnir að hrista veikina af sér.
13.03.2020 - 03:50
49 dóu úr COVID-19 á Ítalíu síðasta sólarhring
Ítölsk yfirvöld greindu frá því í kvöld að 49 manns hefðu látist síðasta sólarhringinn úr COVID-19 veikinni, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Alls hafa þá 197 fallið í valinn í COVID-19 faraldrinum á Ítalíu og rúmlega 4.600 smit verið staðfest. Hvergi utan Kína hafa svo mörg dauðsföll verið rakin til kórónaveirunnar sem veldur þessari skæðu pest og dánartíðnin er hvergi hærri, eða 4,25 prósent.
07.03.2020 - 01:56
Erlent · Asía · Evrópa · Heilbrigðismál · Ítalía · Íran · Holland · Spánn · Suður-Kórea · COVID-19
Myndskeið
Smitaðir yfir hundrað þúsund á heimsvísu
Yfir hundrað þúsund tilfelli af COVID-19 hafa nú greinst í heiminum. Meira en helmingur hefur þegar náð fullum bata. Stjórnvöld í Danmörku hafa bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund koma saman.
06.03.2020 - 19:29
Nærri fimm þúsund COVID-19 tilfelli í Suður-Kóreu
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, lýsti yfir stríði gegn nýju kórónaveirunni í morgun. Allar opinberar stofnanir verða í viðbragðsstöðu næsta sólarhringinn í landinu, en yfir fimm þúsund eru nú smitaðir af COVID-19 í Suður-Kóreu.
03.03.2020 - 06:23
Norskur læknir greindur með COVID-19
Læknir á háskólasjúkrahúsinu í Ósló hefur verið greindur með COVID-19. Hann smitaðist á Norður-Ítalíu og hefur meðhöndlað yfir hundrað sjúklinga frá því hann kom þaðan.
29.02.2020 - 12:53
Erlent · Asía · Evrópa · Noregur · Suður-Kórea · COVID-19
COVID-19 enn í rénun í Kína
Yfir tvö þúsund tilfelli COVID-19 veikinnar eru nú staðfest í Suður-Kóreu eftir að tæplega 260 ný tilfelli greindust þar í dag. Yfir 90 prósent tilfellanna eru í borginni Daegu, þeirri fjórðu stærstu í landinu. 13 eru látnir af völdum kórónaveirunnar í landinu.
28.02.2020 - 01:33
Yfir 1.100 með COVID-19 í Suður-Kóreu
169 ný tilfelli kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Tilfellin eru nú orðin fleiri en 1.100 í landinu. Ellefu hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins í Suður-Kóreu. Langflest nýju tilfellanna greindust í borginni Daegu, þeirri fjórðu stærstu í landinu.
26.02.2020 - 04:58
Dauðsföllum fækkar, fleiri læknast, en veiran fer víðar
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 71 dauðsfall hefði orðið þar í landi af völdum COVID-19 veirunnar síðasta sólarhringinn, helmingi færri en í gær. Svo fá dauðsföll vegna veirunnar hafa ekki orðið á einum sólarhring í Kína síðan 7. febrúar. Nær 28.000 manns hafa náð sér af COVID-19 veirusýkingu, sem nú hefur skotið upp kollinum í 37 ríkjum heims.
25.02.2020 - 05:29
Sjö látin og nær 800 smituð af COVID-19 í Suður-Kóreu
Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu upplýstu fyrir stundu að þar í landi hefði greinst 161 nýtt tilfelli af COVID-19 veirusmiti og tvö dauðsföll af hennar völdum verið staðfest. Alls hafa því sjö látist og 763 smitast af veirunni í Suður-Kóreu, fleiri en í nokkru öðru landi utan Kína.
24.02.2020 - 02:12
Óttast að Suður-Kórea sé við vendipunkt
Nágrannaríki Írans hafa lokað á ferðalög yfir landamæri milli ríkjanna vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Forseti Suður-Kóreu segir næstu daga geta ráðið úrslitum um hvort yfirvöld nái tökum á veirunni.
23.02.2020 - 17:39
COVID-19 geisar enn í Kína og utan þess
Kínversk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í morgun að 97 hefðu látist af völdum COVID-19 veirunnar þar í landi síðasta sólarhringinn. 648 ný smittilfelli voru staðfest á sama tíma. Smituðum utan Kína heldur áfram að fjölga, einkum í Suður-Kóreu og á Ítalíu, þar sem ellefu bæjum hefur nánast verið breytt í sóttkví.
23.02.2020 - 04:24