Færslur: Suður-Kórea

Nýjum stýriflaugum skotið frá Norður-Kóreu
Þær fregnir bárust frá Norður-Kóreu í gær að flugskeytin sem skotið var frá landinu í gærmorgun hafi verið af nýrri tegund stýriflauga. Tæpt ár er síðan sprengiflaug var síðast skotið í tilraunaskyni frá Norður-Kóreu. Talið er að tilraunirnar séu til þess að ögra Bandaríkjunum og nágrönnunum í Suður-Kóreu.
26.03.2021 - 06:23
Sprengiflaugar Norður-Kóreu lentu í Japanshafi
Tveimur flugskeytum var skotið í Japanshaf frá Norður-Kóreu í nótt. Grunur leikur á að þær hafi verið sprengjuflaugar. Tveimur skammdrægum flaugum var skotið tveimur skammdræmum flaugum á sunnudag að sögn suðurkóreska hersins.
25.03.2021 - 04:53
Norður-Kórea prófaði skammdræg flugskeyti
Nokkrum flugskeytum var skotið frá Norður-Kóreu út á haf örfáum dögum eftir opinbera heimsókn varnarmála- og utanríkisráðherra Bandaríkjanna til nágrannaríkja landisns. Hátt settir menn úr Bandaríkjastjórn sögðu í samtali við AFP fréttastofuna að tilraunirnar hafi bara verið hefðbundnar æfingar. Þær komi ekki í veg fyrir tilraunir stjórnvalda í Washington til að ræða við Norður-Kóreu um afkjarnavopnun.
24.03.2021 - 03:44
Blinken og Austin farnir til viðræðna í Suður-Kóreu
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin varnarmálaráðherra komu í morgun til Suður-Kóreu frá Japan þar sem þeir ræddu í gær um aukna samstöðu og samstarf á ýmsum sviðum.
17.03.2021 - 08:44
Norður-Kórea segir Bandaríkjastjórn að gæta sín
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu, sendir Bandaríkjunum og Suður-Kóreu lítt dulbúna hótun í yfirlýsingu sem birt er í norðurkóreska dagblaðinu Rodong Sinmun.
16.03.2021 - 03:27
Samsung-erfingi dæmdur í fangelsi
Lee Jae-yong, varaformaður Samsung í Suður-Kóreu og sá sem er sagður raunverulegur stjórnandi fyrirtækisins, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í morgun. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í umfangsmikilli spillingu. Hann er dæmdur fyrir mútugreiðslur og fjárdrátt. Hann var strax settur í fangaklefa að sögn Yonhap fréttastofunnar í Suður-Kóreu. 
18.01.2021 - 06:24
Tuttugu ára dómur Park staðfestur í hæstarétti
Hæstiréttur í Suður-Kóreu staðfesti í morgun tuttugu ára fangelsisdóm fyrrverandi forsetans Park Geun-hye. Park var ákærð fyrir þátt sinn í umfangsmiklu spillingarmáli árið 2017.
14.01.2021 - 06:29
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.
Sóttvarnareglur hertar í Suður-Kóreu
Nærri 670 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring, sem er næst mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins þar í landi. Undanfarna viku hafa daglega greinst ríflega sex hundruð með kórónuveiruna í Suður-Kóreu.
09.12.2020 - 08:59
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.
Flóttamaður óskar hælis í Suður-Kóreu
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.
05.11.2020 - 09:15
Stjórnarformaður Samsung-samsteypunnar látinn
Lee Kun-hee, auðugasti og valdamesti iðjuhöldur Suður Kóreu lést í dag 78 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður Samsung og tókst í sinni tíð að gera fyrirtækið að einhverju mesta tæknistórveldi heimsins.
25.10.2020 - 04:23
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Eldsvoði í háhýsi í Suður-Kóreu
Að minnsta kosti 88 voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í 33 hæða fjölbýlishúsi í borginni Ulsan í Suður-Kóreu seint í gærkvöld að staðartíma. Að sögn suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap kviknaði eldurinn að öllum líkindum á tólftu hæð hússins, og breiddi fljótt úr sér upp hæðirnar 33.
09.10.2020 - 04:36
Kim biður suðurkóresku þjóðina afsökunar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi suðurkóresku þjóðinni og Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu afsökunarbeiðni í morgun. AFP fréttastofan hefur þetta eftir fréttatilkynningu frá Bláa húsinu í Suður-Kóreu.
25.09.2020 - 06:32
Drápu Suður-Kóreumann og brenndu líkið
Suðurkóreskur embættismaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana af norðurkóreskum hermönnum og lík hans brennt. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu staðfesti þetta í morgun, og fordæmir aðgerðir nágrannaríkisins.
24.09.2020 - 05:22
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Kórónuveirusmituð sóknarbörn gefa blóð í S-Kóreu
Vel á annað þúsund sóknarbarna Shincheonji safnaðarins í Daegu í Suður-Kóreu gefa blóð í þágu rannsókna fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Samkvæmt smitrakningu mátti rekja stóran hluta fyrstu bylgju faraldursins í Suður-Kóreu til sóknarbarna í söfnuðinum.
28.08.2020 - 00:44
Smituðum fjölgar á ný í Suður-Kóreu
Ríflega 440 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring samkvæmt tölum sem heilbrigðisráðuneyti landsins birti í nótt. Þetta er í fyrsta skipti frá 7. mars sem fjöldi greindra smita í landinu fer yfir 400. 
27.08.2020 - 09:01
Andlitsgrímur skylda á almannafæri í Seoul
Nú ber fólki skylda að bera andlitsgrímur almannafæri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
Nokkur þúsund sóknarbörn í sóttkví í Suður-Kóreu
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa beðið nokkur þúsund sóknarbörn kirkju í Seúl um að halda sig í sóttkví. Yfirvöld berjast nú við að halda annarri bylgju faraldursins í skefjum. Faraldurinn herjar nú helst á höfuðborgarsvæðið, þar sem nærri helmingur allra íbúa Suður-Kóreu býr. 
17.08.2020 - 05:50
Yfirvöld óttast mikla útbreiðslu í Seúl
279 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 voru greind í Suður-Kóreu í gær. Þau hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring síðan í byrjun mars. Yfirvöld óttast mikla útbreiðslu veirunnar á höfuðborgarsvæðinu í landinu. Tilfellin í lanidnu eru samanlagt rúmlega 15 þúsund og yfir þrjú hundruð eru látnir.
16.08.2020 - 05:47
Norður-Kóreumenn aflétta útgöngubanni
Norður-Kóreustjórn hefur aflétt útgöngubanni í borginni Kaesong nærri landamærum Suður-Kóreu. BBC greinir frá þessu.