Færslur: Suður-Kórea

Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ræðast við að nýju
Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu greindu frá því í morgun að ríkin hefðu tekið upp samskipti að nýju, rúmu ári eftir að Norður-Kóreumenn lokuðu á allar opinberar samskiptaleiðir milli ríkjanna. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir að leiðtogarnir hafi átt í bréfasamskiptum síðan í vor, sem leiddu til þessarar niðurstöðu.
27.07.2021 - 05:52
Sendiráðsstarfsmaður sagði Moon gæla við sjálfan sig
Japanski sendiherrann í Seúl var kallaður á teppið af suður-kóreskum stjórnvöldum eftir fregnir af ósæmilegum ummælum sendiráðsstarfsmanns um forseta landsins. Suður-kóreskir fjölmiðlar segja ummælin hafa verið sögð í tengslum við óskir Moon Jae-in um fund með Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.
18.07.2021 - 08:07
Metfjöldi smita í Suður-Kóreu þriðja daginn í röð
Metfjöldi kórónaveirusmita greindist í Suður-Kóreu í gær, þriðja daginn í röð. 1.378 manns greindust þar með COVID-19 síðasta sólarhringinn, 62 fleiri en daginn áður, þegar fyrra met var sett. Strangar samkomutakmarkanir og fleiri reglur sem ætlað er að hefta útbreiðslu veirunnar taka gildi í Seúl og nærsveitum á mánudag.
10.07.2021 - 06:22
COVID-19 geisar heitar í S-Kóreu en nokkru sinni fyrr
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa boðað harðari aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar en nokkru sinni fyrr, þar sem fjöldi staðfestra smita hefur rokið upp úr öllu valdi í höfuðborginni Seúl og nærsveitum. Fjöldi nýrra smita hefur verið slíkur að undanförnu „að það verður ekki kallað annað en fullkomið neyðarástand," segir forsætisráðherrann Kim Boo-Kyum.
09.07.2021 - 05:34
Myndskeið
Sendiherra kallaður heim vegna hegðunar eiginkonu hans
Belgar hafa kallað heim sendiherra landsins í Suður-Kóreu eftir að eiginkona hans sló verslunarkonu í fatabúð í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Starfsfólk verslunarinnar hafði sendiherrafrúna, Xiang Xueqiu, grunaða um stuld og vildi athuga hvort fötin sem hún klæddist væru hennar eigin. Við það snöggreiddist hún og sló eina afgreiðslukonuna. Atvikið náðist á CCTV-myndavél í búðinni og Xiang var yfirheyrð af lögreglu.
31.05.2021 - 15:22
Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga mikilvægust
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. viðurkenndi að engin einföld leið sé til þess að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnavopnatilraunum sínum. Hann ítrekaði fullan stuðning Bandaríkjanna við Suður-Kóreu að loknum fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Hvíta húsinu í gær.
22.05.2021 - 01:34
Nýjum stýriflaugum skotið frá Norður-Kóreu
Þær fregnir bárust frá Norður-Kóreu í gær að flugskeytin sem skotið var frá landinu í gærmorgun hafi verið af nýrri tegund stýriflauga. Tæpt ár er síðan sprengiflaug var síðast skotið í tilraunaskyni frá Norður-Kóreu. Talið er að tilraunirnar séu til þess að ögra Bandaríkjunum og nágrönnunum í Suður-Kóreu.
26.03.2021 - 06:23
Sprengiflaugar Norður-Kóreu lentu í Japanshafi
Tveimur flugskeytum var skotið í Japanshaf frá Norður-Kóreu í nótt. Grunur leikur á að þær hafi verið sprengjuflaugar. Tveimur skammdrægum flaugum var skotið tveimur skammdræmum flaugum á sunnudag að sögn suðurkóreska hersins.
25.03.2021 - 04:53
Norður-Kórea prófaði skammdræg flugskeyti
Nokkrum flugskeytum var skotið frá Norður-Kóreu út á haf örfáum dögum eftir opinbera heimsókn varnarmála- og utanríkisráðherra Bandaríkjanna til nágrannaríkja landisns. Hátt settir menn úr Bandaríkjastjórn sögðu í samtali við AFP fréttastofuna að tilraunirnar hafi bara verið hefðbundnar æfingar. Þær komi ekki í veg fyrir tilraunir stjórnvalda í Washington til að ræða við Norður-Kóreu um afkjarnavopnun.
24.03.2021 - 03:44
Blinken og Austin farnir til viðræðna í Suður-Kóreu
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin varnarmálaráðherra komu í morgun til Suður-Kóreu frá Japan þar sem þeir ræddu í gær um aukna samstöðu og samstarf á ýmsum sviðum.
17.03.2021 - 08:44
Norður-Kórea segir Bandaríkjastjórn að gæta sín
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu, sendir Bandaríkjunum og Suður-Kóreu lítt dulbúna hótun í yfirlýsingu sem birt er í norðurkóreska dagblaðinu Rodong Sinmun.
16.03.2021 - 03:27
Samsung-erfingi dæmdur í fangelsi
Lee Jae-yong, varaformaður Samsung í Suður-Kóreu og sá sem er sagður raunverulegur stjórnandi fyrirtækisins, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í morgun. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í umfangsmikilli spillingu. Hann er dæmdur fyrir mútugreiðslur og fjárdrátt. Hann var strax settur í fangaklefa að sögn Yonhap fréttastofunnar í Suður-Kóreu. 
18.01.2021 - 06:24
Tuttugu ára dómur Park staðfestur í hæstarétti
Hæstiréttur í Suður-Kóreu staðfesti í morgun tuttugu ára fangelsisdóm fyrrverandi forsetans Park Geun-hye. Park var ákærð fyrir þátt sinn í umfangsmiklu spillingarmáli árið 2017.
14.01.2021 - 06:29
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.
Sóttvarnareglur hertar í Suður-Kóreu
Nærri 670 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring, sem er næst mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins þar í landi. Undanfarna viku hafa daglega greinst ríflega sex hundruð með kórónuveiruna í Suður-Kóreu.
09.12.2020 - 08:59
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.
Flóttamaður óskar hælis í Suður-Kóreu
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.
05.11.2020 - 09:15
Stjórnarformaður Samsung-samsteypunnar látinn
Lee Kun-hee, auðugasti og valdamesti iðjuhöldur Suður Kóreu lést í dag 78 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður Samsung og tókst í sinni tíð að gera fyrirtækið að einhverju mesta tæknistórveldi heimsins.
25.10.2020 - 04:23
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Eldsvoði í háhýsi í Suður-Kóreu
Að minnsta kosti 88 voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í 33 hæða fjölbýlishúsi í borginni Ulsan í Suður-Kóreu seint í gærkvöld að staðartíma. Að sögn suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap kviknaði eldurinn að öllum líkindum á tólftu hæð hússins, og breiddi fljótt úr sér upp hæðirnar 33.
09.10.2020 - 04:36
Kim biður suðurkóresku þjóðina afsökunar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi suðurkóresku þjóðinni og Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu afsökunarbeiðni í morgun. AFP fréttastofan hefur þetta eftir fréttatilkynningu frá Bláa húsinu í Suður-Kóreu.
25.09.2020 - 06:32
Drápu Suður-Kóreumann og brenndu líkið
Suðurkóreskur embættismaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana af norðurkóreskum hermönnum og lík hans brennt. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu staðfesti þetta í morgun, og fordæmir aðgerðir nágrannaríkisins.
24.09.2020 - 05:22
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10