Færslur: Suður-Kórea

Samsung-erfingi dæmdur í fangelsi
Lee Jae-yong, varaformaður Samsung í Suður-Kóreu og sá sem er sagður raunverulegur stjórnandi fyrirtækisins, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í morgun. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í umfangsmikilli spillingu. Hann er dæmdur fyrir mútugreiðslur og fjárdrátt. Hann var strax settur í fangaklefa að sögn Yonhap fréttastofunnar í Suður-Kóreu. 
18.01.2021 - 06:24
Tuttugu ára dómur Park staðfestur í hæstarétti
Hæstiréttur í Suður-Kóreu staðfesti í morgun tuttugu ára fangelsisdóm fyrrverandi forsetans Park Geun-hye. Park var ákærð fyrir þátt sinn í umfangsmiklu spillingarmáli árið 2017.
14.01.2021 - 06:29
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.
Sóttvarnareglur hertar í Suður-Kóreu
Nærri 670 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring, sem er næst mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins þar í landi. Undanfarna viku hafa daglega greinst ríflega sex hundruð með kórónuveiruna í Suður-Kóreu.
09.12.2020 - 08:59
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.
Flóttamaður óskar hælis í Suður-Kóreu
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.
05.11.2020 - 09:15
Stjórnarformaður Samsung-samsteypunnar látinn
Lee Kun-hee, auðugasti og valdamesti iðjuhöldur Suður Kóreu lést í dag 78 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður Samsung og tókst í sinni tíð að gera fyrirtækið að einhverju mesta tæknistórveldi heimsins.
25.10.2020 - 04:23
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Eldsvoði í háhýsi í Suður-Kóreu
Að minnsta kosti 88 voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í 33 hæða fjölbýlishúsi í borginni Ulsan í Suður-Kóreu seint í gærkvöld að staðartíma. Að sögn suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap kviknaði eldurinn að öllum líkindum á tólftu hæð hússins, og breiddi fljótt úr sér upp hæðirnar 33.
09.10.2020 - 04:36
Kim biður suðurkóresku þjóðina afsökunar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi suðurkóresku þjóðinni og Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu afsökunarbeiðni í morgun. AFP fréttastofan hefur þetta eftir fréttatilkynningu frá Bláa húsinu í Suður-Kóreu.
25.09.2020 - 06:32
Drápu Suður-Kóreumann og brenndu líkið
Suðurkóreskur embættismaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana af norðurkóreskum hermönnum og lík hans brennt. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu staðfesti þetta í morgun, og fordæmir aðgerðir nágrannaríkisins.
24.09.2020 - 05:22
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Kórónuveirusmituð sóknarbörn gefa blóð í S-Kóreu
Vel á annað þúsund sóknarbarna Shincheonji safnaðarins í Daegu í Suður-Kóreu gefa blóð í þágu rannsókna fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Samkvæmt smitrakningu mátti rekja stóran hluta fyrstu bylgju faraldursins í Suður-Kóreu til sóknarbarna í söfnuðinum.
28.08.2020 - 00:44
Smituðum fjölgar á ný í Suður-Kóreu
Ríflega 440 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring samkvæmt tölum sem heilbrigðisráðuneyti landsins birti í nótt. Þetta er í fyrsta skipti frá 7. mars sem fjöldi greindra smita í landinu fer yfir 400. 
27.08.2020 - 09:01
Andlitsgrímur skylda á almannafæri í Seoul
Nú ber fólki skylda að bera andlitsgrímur almannafæri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
Nokkur þúsund sóknarbörn í sóttkví í Suður-Kóreu
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa beðið nokkur þúsund sóknarbörn kirkju í Seúl um að halda sig í sóttkví. Yfirvöld berjast nú við að halda annarri bylgju faraldursins í skefjum. Faraldurinn herjar nú helst á höfuðborgarsvæðið, þar sem nærri helmingur allra íbúa Suður-Kóreu býr. 
17.08.2020 - 05:50
Yfirvöld óttast mikla útbreiðslu í Seúl
279 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 voru greind í Suður-Kóreu í gær. Þau hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring síðan í byrjun mars. Yfirvöld óttast mikla útbreiðslu veirunnar á höfuðborgarsvæðinu í landinu. Tilfellin í lanidnu eru samanlagt rúmlega 15 þúsund og yfir þrjú hundruð eru látnir.
16.08.2020 - 05:47
Norður-Kóreumenn aflétta útgöngubanni
Norður-Kóreustjórn hefur aflétt útgöngubanni í borginni Kaesong nærri landamærum Suður-Kóreu. BBC greinir frá þessu.
Borgarstjórinn í Seoul fannst látinn
Park Won-soon, borgarstjóri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans tilkynnti lögreglu um hvarf hans. Að sögn þarlendra fjölmiðla hafði hann verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort rekja megi dauða hans til þess. Lögregla notaði dróna og leitarhunda við leit að borgarstjóranum. Hún beindist aðallega að þeim stað í Seoul sem merki frá farsíma hans voru síðast numin.
09.07.2020 - 16:31
Borgarstjóri Seoul er horfinn
Lögregla í Suður-Kóreu hefur hafið leit að Park Won-soon, borgarstjóra í Seoul eftir að dóttir hans tilkynnti að hann væri horfinn. Starfsfólk á skrifstofu hans tilkynnti sömuleiðis að hann hefði ekki komið til vinnu.
09.07.2020 - 11:33
Norður-Kóreumenn snúa frá landamærunum
Norður-Kóreustjórn hefur ákveðið að fresta því að beita nágranna sína í suðri hernaði. Þetta var tilkynnt fyrr í kvöld.
24.06.2020 - 04:49
Sálfræðihernaður hafinn á Kóreuskaga
Spennan á Kóreuskaga hefur farið hríðvaxandi síðan Norður-Kórea sprengdi upp samstarfsskrifstofu Kóreuríkjanna þeirra megin landamæranna. Í gær sást til hermanna setja upp stærðarinnar hátalara, sem hafa verið notaðir til þess að dreifa áróðri suður yfir landamærin.
23.06.2020 - 06:33
Norður-Kóreumenn hrista vopn sín
Landher Norður-Kóreu hefur varað við að hann hyggist halda inn á hlutlausa svæðið sem skilur að Kóreuríkin tvö. Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum ríkjanna um nokkurt skeið.
16.06.2020 - 03:59