Færslur: Suður-Kórea

Grímuskyldu aflétt í kjölfar sigurs yfir kórónuveirunni
Grímuskylda hefur verið afnumin í Norður-Kóreu og slakað á öðrum takmörkunum vegna COVID-19, nokkrum dögum eftir að leiðtogi landsins lýsti dýrðlegum sigri í baráttunni við kórónuveiruna.
Kim lýsir yfir dýrðlegum sigri gegn kórónuveirunni
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu lýsti í gær því sem hann kallaði undursamlegan sigur í glímunni við kórónuveiruna. Embættismenn í heilbrigðiskerfinu greindu frá því að ekkert nýtt smit hefði greinst undanfarnar tvær vikur.
Átta týnt lífi í úrhelli í Seúl
Minnst átta hafa látist og 14 slasast í flóðum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Rignt hefur eldi og brennisteini á stórhöfuðborgarsvæðinu frá því á mánudag og sumstaðar hefur rigning ekki mælst meiri í 80 ár. Sex til viðbótar er saknað.
09.08.2022 - 19:02
Skutu á loft sínu fyrsta tunglfari
Suðurkóreska geimvísindastofnunin skaut sínu fyrsta tunglfari á loft frá Bandaríkjunum í kvöld. Farið Danuri mun beita sex mælitækjum til þess að rannsaka tunglið næstu tólf mánuði. Meðal annars háþróaða myndavél sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA útvegaði.
05.08.2022 - 00:39
Leyfa fólki að lesa norðurkóreskar fréttir
Stjórnvöld í Suður-Kóreu ætla að leyfa landsmönnum að lesa norðurkóreska miðla og horfa á norðurkóreskar sjónvarpsútsendingar, sem nú er bannað. Þetta hefur miðillinn NK News, sem fjallar sérstaklega um málefni Norður-Kóreu, eftir upplýsingafulltrúa úr suðurkóreska sameiningarráðuneytinu.
23.07.2022 - 08:38
Norðurkóreskar eldflaugar á lofti
Yfirstjórn suðurkóreska hersins segir skynjara hersins hafa numið flug norðurkóreskra eldflauga fyrr í dag. Þetta kom fram í orðsendingu yfirstjórnarinnar til suðurkóreskra fjölmiðla. 
10.07.2022 - 14:56
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu
Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol sem er nýgræðingur í stjórnmálum var kjörinn forseti Suður-Kóreu í dag. Hann hafði betur gegn jafnaðarmanninum Lee Jae-myung með afar naumum meirihluta atkvæða.
10.03.2022 - 00:22
Suður-Kóreumenn kjósa forseta í skugga omíkron-bylgju
Forsetakosningar standa nú yfir í Suður-Kóreu og búist er við að valið standi á milli hins frjálslynda Lee Jae-myung og Yoon Suk-yeol, sem álitinn er íhaldssamari. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu, drifinn áfram af omíkron-afbrigði veirunnar.
09.03.2022 - 01:14
Sjöunda eldflaugaskot Norður-Kóreumanna staðreynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu í dag að meðaldrægu Hwasong-12 flugskeyti hefði verið skotið frá landinu á sunnudag. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2017 sem Norður-Kóreumenn gera tilraun með jafnöflugt vopn.
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
Halda áfram eldflaugatilraunum í skugga þvingana
Norður-Kóreumenn gerðu fjórðu eldflaugatilraun sína í þessum mánuði í gær. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá þessu en svo virðist sem alþjóðlegar viðskiptaþvinganir bíti ekki á leiðtogann Kim Jong-un.
Enn skjóta Norður-Kóreumenn upp ofurhljóðfrárri flaug
Norður-Kóreumenn skutu ofur-hljóðfrárri eldflaug á loft í gærkvöld. Það er í annað sinn á innan við viku sem slíkri flaug er skotið á loft þaðan. Þarlend stjórnvöld segja vel hafa tekist til.
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Laumaðist yfir hlutlausa svæðið yfir til Norður-Kóreu
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem fór yfir landamæri Kóreuríkjanna frá Suðrinu til Norðursins. Afar fátítt er að nokkur laumi sér í þessa átt yfir landamærin sem vopnaðar sveitir vakta daga og nætur.
02.01.2022 - 05:12
Stjórnvöld í Suður Kóreu náða Park Geun-hye
Stjórnvöld í Suður Kóreu greindu frá því í morgun að Park Geun-hye, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið náðuð og verði látin laus úr fangelsi von bráðar. Park var svipt forsetaembættinu árið 2017 og dæmd í margra ára fangelsi fyrir spillingarmál.
24.12.2021 - 04:45
Samkomutakmarkanir teknar upp að nýju í Suður-Kóreu
Gripið verður til samkomutakmarkana að nýju í Suður-Kóreu en smitum hefur tekið að fjölga mjög þar í landi undanfarið. Áður höfðu stjórnvöld tekið þá ákvörðun að reyna að lifa með veirunni.
Vandræðaástand í Suður-Kóreu vegna COVID-19
Kórónuveirusmitum í Suður-Kóreu hefur fjölgað um meira en sjö þúsund á dag síðustu þrjá sólarhringa. Ástandið hefur ekki verið verra frá því að farsóttin braust út síðastliðinn vetur. Sjúkrahús eru yfirfull og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu er sagt vera að örmagnast.
10.12.2021 - 16:06
Fyrrverandi harðstjóri Suður-Kóreu látinn
Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti og einræðisherra Suður-Kóreu, lést á heimili sínu í höfuðborginni Seúl í morgun. Suðurkóreskir miðlar greina frá þessu en Chun var níræður.
23.11.2021 - 11:44
Óstöðugleiki á Kóreuskaga Bandaríkjunum að kenna
Bandaríkin eru rót óstöðugleikans á Kóreuskaga að mati Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Frá þessu greindi hann í opnunarræðu sinni á varnarmálaráðstefnu í Pyongyang að sögn AFP fréttastofunnar. 
12.10.2021 - 04:37
Vinsæl þáttaröð setur líf veitingasala úr skorðum
Suðurkóresku sjónvarpsþáttaröðinni Squid Game verður lítillega breytt vegna ónæðis sem Kim Gil-young, eigandi matsölustaðar, hefur orðið fyrir. Kim vissi í fyrstu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fékk þúsundir símhringinga á dag fyrir örfáum vikum.
08.10.2021 - 06:25
Hernum bannað að reka transkonu
Suður-kóreski herinn var í morgun dæmdur fyrir að hafa ranglega vísað Byun Hee-soo úr hernum eftir að hún fór í kynleiðréttingaraðgerð. Sjö mánuðir eru síðan Byun fyrirfór sér vegna ákvörðunar hersins.
Opinber samskipti Kóreuríkjanna hófust á ný í morgun
Kóreuríkin tvö tóku upp samskipti að nýju í morgun eftir að þeim var slitið í ágústmánuði síðastliðnum. Fulltrúar beggja ríkja eru vongóðir um að það leiði af sér frekari viðræður og möguleika á varanlegum friði. Sérfræðingar vara við of mikilli bjartsýni.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.