Færslur: Suður Afríka

Mbeki gagnrýnir stefnubreytingu ANC
Thabo Mbeki, fyrrverandi forseti Suður Afríku, gagnrýnir stjórnarflokk landsins ANC fyrir að vera á góðri leið með að verða svartur flokkur og þar með hverfa frá fyrri gildum þar sem áhersla á alla kynþætti landsins voru í hávegum höfð. Þetta kemur fram á minnisblaði sem ætlað var sem innanflokksgagn en var lekið til fjölmiðla, að því er AFP greinir frá.
25.09.2018 - 21:02
Minnast þess að 100 ár eru frá fæðingu Mandela
Mikil hátíðarhöld eru í Suður-Afríku þessa dagana í tilefni af því að Nelson Mandela hefði orðið hundrað ára á morgun. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er á meðal þeirra sem flytja ræðu á krikket leikvanginum í Jóhannesarborg í hádeginu í dag. Mandela lést árið 2013 og er minnst fyrir áratuga baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og fyrir friðar- og sáttaboðskap sinn.
17.07.2018 - 11:30
Veiðiþjófarnir urðu bráð ljóna
Veiðiþjófar sem hugðust skjóta nashyrninga á verndarsvæði í Suður-Afríku á dögunum urðu ljónum að bráð. Leiðsögumaður um verndarsvæðið fann líkamsleifar mannanna nærri ljónahópi, hefur CNN eftir Nick Fox eiganda Sibuya verndarsvæðisins. 
06.07.2018 - 05:09
Limlestur þríþrautarkappi vill keppa á ný
Suður-afríski þríþrautarkappinn Mhlengi Gwala, sem óþokkar réðust á og limlestu með keðjusög á dögunum, vonast til að ná sér nógu vel til að geta hafið keppni á ný. Þetta segir Gwala í samtali við tíðindamann BBC. Söfnun sem hrint var af stað á netinu í vikunni hefur þegar skilað sem nemur ríflega fimm milljónum króna í sjúkra- og endurhæfingarsjóð fyrir Gwala.
10.03.2018 - 05:16
Þvinga Zuma til afsagnar
Afríska þjóðarráðið, sem ræður lögum og lofum á þingi Suður Afríku, hyggst þvinga Jacob Zuma úr forsetaembætti, þar sem hann hefur þverskallast við að segja af sér. Þetta var ákveðið eftir þrettán klukkustunda maraþonfund 107 manna miðstjórnar flokksins. Suður-afrískir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir ónafngreindum heimildum að stjórn flokksins ætli að senda Zuma skriflegt erindi þar sem þess verður krafist að hann segi af sér embætti forseta nú þegar.
13.02.2018 - 03:54
Lokuðust niðri í gullnámu í 30 tíma
Tekist hefur að bjarga öllum 955 námumönnunum sem lokuðust niðri í gullnámu í Suður-Afríku í gær. Rafmagn fór af námunni vegna óveðurs og við það urðu allar lyftur í henni óvirkar. Björgunarmenn voru sendir niður í námuna. Auk björgunarbúnaðar höfðu þeir með sér mat og drykk fyrir mennina.
02.02.2018 - 10:59
Námuverkamenn upp á yfirborðið
Búið er að koma öllum sem sátu fastir í gullnámu í Suður-Afríku upp á yfirborðið. Rafmagn fór af námunni í óveðri á miðvikudagskvöld og festust nærri eitt þúsund verkamenn neðanjarðar, en námurnar ná allt að kílómetra dýpi.
02.02.2018 - 05:08
Pistorius áfrýjar 13 ára fangelsisdómi
Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius hefur áfrýjað til stjórnarskrárdómstóls landsins rúmlega þrettán ára fangelsisdómi sem kveðinn var upp fyrir áfrýjunardómstóli fyrir tæpum mánuði.
19.12.2017 - 15:30
  •