Færslur: suðausturland

Full ástæða til að vara við vatnavöxtum
Búist er við mikilli úrkomu á sunnan- og suðaustanverðu landinu á morgun og gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna mikillar rigningar undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli og Vatnajökli. Einnig er gul viðvörun á miðhálendinu vegna hvassviðris og hættu á sandfoki. Veðurfræðingur hjá Vegagerðinni segir úrkomuna mikla og uppsafnaða og því sé full ástæða að vara við vatnavöxtum.
26.07.2022 - 18:41
Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Tjalds varð vart í Breiðdalsvík
Tjaldurinn er kominn til Breiðdaldsvíkur. Stefán Eðvald Stefánsson íbúi þar segist hafa séð tvo rauðgoggaða, svarthvíta fugla í Selnesbót í gærkvöldi. Stefán segist ekki muna eftir að hafa séð tjald svo snemma en hann hefur búið á Breiðdaldsvík síðan 1981.
17.02.2022 - 22:15
Myndskeið
Nýklaktir ungar ganga og synda 17 km leið á 3 dögum
Æsileg ævintýraferð helsingjapabba og nýklaktra unga hans úr litlu eyjunni Skúmey í Jökulsárlóni hefur verið kortlögð með gps- og farsímagögnum. Helsingjapabbinn Sæmundur stakk sér til sunds í ískalt lónið og gekk svo með nýklakta unga sína, samtals um sautján kílómetra leið. 
Ferfættur ruslaplokkari á Höfn í Hornafirði hlaut styrk
Kötturinn Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, hefur vakið nokkra athygli í sumar en hún er sérstaklega öflugur ruslaplokkari í bænum. Birta plokkar rusl á hverjum degi og færir eiganda sínum, Stefaníu Hilmarsdóttur. Kisan Birta hefur ekki tekið sumarfrí frá plokkunarstörfum þetta árið en hún hefur þegar fyllt heilan plastpoka af rusli, það sem af er ágústmánuði.
Ruslasafn heimiliskattar til sýnis á Hornafirði
Kisan Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, á sérstakt áhugamál. Kisan plokkar rusl og hluti sem hafa verið skildir eftir eftirlitslausir í gríð og erg og nú hefur verið opnuð sýning með afrakstrinum í Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Myndskeið
Telur að lengja megi veiðitímabil helsingja
Helsingjastofninn er í mikilli uppsveiflu. Flestir verpa þeir á Suðausturlandi og taka vel til matar síns í túnum bænda í Suðursveit. Starfandi þjóðgarðsvörður telur að lengja megi veiðitímabilið til jafns við lengd þess annars staðar á landinu.
Myndskeið
Helsingi nemur land á áður hulinni eyju í Jökulsárlóni
Gæsategundin helsingi tekur hlýnun jarðar fagnandi og hefur numið land á eyju í Jökulsárlóni sem kom í ljós þegar jökullinn hopaði. Þar er stærsta helsingjavarp á landinu. Fréttamenn RÚV urðu fyrstir fjölmiðlamanna til að stíga fæti á eyjuna í vikunni. 
28.05.2021 - 19:31
Gul veðurviðvörun í nótt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.
06.09.2020 - 15:59
Stormur og vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðausturland og gul viðvörun fyrir Suðurland og Austfirði.
31.07.2020 - 05:43
Appelsínugul viðvörun og hætta á skriðuföllum
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland vegna mikils hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið og varir til hádegis. Gul viðvörun er í gildi frá hádegi til miðnættis. Á vef Veðurstofu Íslands segir að búist sé við stormi á svæðinu, austan og norðaustanátt 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestan Öræfa.
30.07.2020 - 15:58
Áframhaldandi úrkoma á Tröllaskaga þar til annað kvöld
Gul veðurviðvörun verður í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra og Suðausturlandi á morgun. Samkvæmt Veðurstofu Íslands á enn eftir að falla töluverð úrkoma á Norðurlandi og norðan til á Vestfjörðum og mun halda áfram að rigna þar fram eftir morgni. 
17.07.2020 - 21:53
Vindur hvass og hviðóttur fram eftir kvöldi
Á Siglufirði hefur úrkoman síðasta sólarhringinn mælst 117 mm og á Flateyri hefur hún mælst 91,7 mm. Veðurstofan gaf nú undir kvöld út gula viðvörun fyrir suðuausturland á morgun. Búast má við allhvassri vestanátt austan Öræfa. Þar getur vindur farið yfir 25 m/s í hviðum og er slíkt varasamt fyrir  ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Krían fyrr á ferðinni en venjulega
Vorboðinn hrjúfi, krían, er komin til landsins. Koman þykir í fyrra fallinu þó að ekki muni mörgum dögum, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Hann sá í gærmorgun til tveggja kría í Óslandi á Höfn.
19.04.2020 - 17:37
Lögðu í hann rétt fyrir lokun og eru nú í vanda
Vonskuveður er skollið á á suður- og suðausturlandi og þjóðveginum frá Steinum að Vík og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni hefur verið lokað. Björgunarsveitir standa í ströngu þar sem margir vegfarendur á illa búnum bílum komust inn á þennan hluta vegarins áður en honum var lokað.
19.02.2020 - 16:14
Þjóðvegi 1 lokað frá Eyjafjöllum að Vík vegna veðurs
Veginum undir Eyjafjöllum að Vík hefur verið lokað vegna veðurs. Á vef Vegagerðarinnar segir að ekki sé útilokað að vegum verði lokað lengra til austurs, allt að Jökulsárlóni. Þæfingur og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.
19.02.2020 - 14:41
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Hringvegi líklega lokað á Suðausturlandi
Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka þjóðvegi 1 frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsáróni klukkan 14:30 eða 15:00 í dag og frá Markarfljóti að Vík vegna óveðurs. Lokunin yrði í gildi til klukkan sjö eða átta í fyrramálið.
13.01.2020 - 09:25
Þjóðvegi eitt lokað að hluta á Suðausturlandi
Þjóðvegi eitt hefur verið lokað á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði og verður hann líklegast lokaður fram á nótt, eða þar til ferðafært verður á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er gert ráð fyrir því að það hvessi enn frekar á svæðinu og sandfok, og hætta á sandfoki, aukist. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi.
24.10.2019 - 19:15
Töluvert tjón vegna þurrka
Ekki mældist úrkoma á Höfn í Hornafirði frá 31. maí til 18. júní. Þá rigndi en þar hafði verið þurrt í 18 sólarhringa. Í júní hefur úrkoman einungis mælst þrír millimetrar að sögn Kristínar Bjargar Ólafsdóttur, veðurfarsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segir að mikil þörf sé á góðri rigningu.
20.06.2019 - 01:24
Þakplötur fuku og rúður brotnuðu í rokinu
Veður er of vont til þess að hægt sé að tryggja þakið á fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn í Hornafirði. Erlingur Brynjólfsson verksmiðjustjóri segir að starfsmenn hafi orðið varir við töluverð læti um klukkan átta í morgun og var þakið þá farið að fjúka.
26.02.2019 - 11:15
Opna fjöldahjálparmiðstöð í Vík
Opnuð hefur verið fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík. Þangað streymir nú fólk sem ekki kemst leiðar sinnar þar sem búið er að loka hringveginum undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall vegna óveðurs. Ekkert laust gistipláss var í Vík.
02.01.2018 - 20:07
Myndband
Kleif upp á topp Hvannadalshnúks í 300. sinn
Einar Rúnar Sigurðsson fagnaði nýja árinu á heldur óhefðbundinn hátt í gær þegar hann náði þeim áfanga að klífa Hvannadalshnúk í 300. sinn og hefur því klifið hnúkinn oftar en nokkur annar. Hann segist hvergi vera nær guði en á toppi Hvannadalshnúks.
02.01.2018 - 16:39
Jarðskjálfti í Öræfajökli
Jarðskjálfti, að stærð 3,2, mældist í Öræfajökli í dag klukkan 13:52. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að hann hafi fundist í Öræfum.
03.10.2017 - 15:51