Færslur: suðausturland

Krían fyrr á ferðinni en venjulega
Vorboðinn hrjúfi, krían, er komin til landsins. Koman þykir í fyrra fallinu þó að ekki muni mörgum dögum, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Hann sá í gærmorgun til tveggja kría í Óslandi á Höfn.
19.04.2020 - 17:37
Lögðu í hann rétt fyrir lokun og eru nú í vanda
Vonskuveður er skollið á á suður- og suðausturlandi og þjóðveginum frá Steinum að Vík og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni hefur verið lokað. Björgunarsveitir standa í ströngu þar sem margir vegfarendur á illa búnum bílum komust inn á þennan hluta vegarins áður en honum var lokað.
19.02.2020 - 16:14
Þjóðvegi 1 lokað frá Eyjafjöllum að Vík vegna veðurs
Veginum undir Eyjafjöllum að Vík hefur verið lokað vegna veðurs. Á vef Vegagerðarinnar segir að ekki sé útilokað að vegum verði lokað lengra til austurs, allt að Jökulsárlóni. Þæfingur og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.
19.02.2020 - 14:41
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Hringvegi líklega lokað á Suðausturlandi
Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka þjóðvegi 1 frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsáróni klukkan 14:30 eða 15:00 í dag og frá Markarfljóti að Vík vegna óveðurs. Lokunin yrði í gildi til klukkan sjö eða átta í fyrramálið.
13.01.2020 - 09:25
Þjóðvegi eitt lokað að hluta á Suðausturlandi
Þjóðvegi eitt hefur verið lokað á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði og verður hann líklegast lokaður fram á nótt, eða þar til ferðafært verður á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er gert ráð fyrir því að það hvessi enn frekar á svæðinu og sandfok, og hætta á sandfoki, aukist. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi.
24.10.2019 - 19:15
Töluvert tjón vegna þurrka
Ekki mældist úrkoma á Höfn í Hornafirði frá 31. maí til 18. júní. Þá rigndi en þar hafði verið þurrt í 18 sólarhringa. Í júní hefur úrkoman einungis mælst þrír millimetrar að sögn Kristínar Bjargar Ólafsdóttur, veðurfarsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segir að mikil þörf sé á góðri rigningu.
20.06.2019 - 01:24
Þakplötur fuku og rúður brotnuðu í rokinu
Veður er of vont til þess að hægt sé að tryggja þakið á fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn í Hornafirði. Erlingur Brynjólfsson verksmiðjustjóri segir að starfsmenn hafi orðið varir við töluverð læti um klukkan átta í morgun og var þakið þá farið að fjúka.
26.02.2019 - 11:15
Opna fjöldahjálparmiðstöð í Vík
Opnuð hefur verið fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík. Þangað streymir nú fólk sem ekki kemst leiðar sinnar þar sem búið er að loka hringveginum undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall vegna óveðurs. Ekkert laust gistipláss var í Vík.
02.01.2018 - 20:07
Myndband
Kleif upp á topp Hvannadalshnúks í 300. sinn
Einar Rúnar Sigurðsson fagnaði nýja árinu á heldur óhefðbundinn hátt í gær þegar hann náði þeim áfanga að klífa Hvannadalshnúk í 300. sinn og hefur því klifið hnúkinn oftar en nokkur annar. Hann segist hvergi vera nær guði en á toppi Hvannadalshnúks.
02.01.2018 - 16:39
Jarðskjálfti í Öræfajökli
Jarðskjálfti, að stærð 3,2, mældist í Öræfajökli í dag klukkan 13:52. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að hann hafi fundist í Öræfum.
03.10.2017 - 15:51