Færslur: Stykkishólmur

Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.
Ben Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar bandaríski stórleikarinn Ben Stiller hitti vin sinn, íslenska stórleikarann Ólaf Darra Ólafsson í Stykkishólmi. Stiller greindi frá hittingnum á Twitter en tíu ár eru liðin frá því þeir léku saman í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty.
Telja að Baldur uppfylli ekki öryggiskröfur
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggismálum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Sveitarfélagið bendir á að ferjan uppfylli ekki viðeigandi öryggiskröfur.
Ástand Baldurs mjög alvarlegt
Vegagerðin lítur ástandið á Baldri alvarlegum augum. Enn er þó óvíst hvort sigliningar verði stöðvaðar. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni hefur áhyggjur af öryggismálum um borð.
Baldur siglir síðdegis í dag
Breiðafjarðarferjan Baldur siglir seinni ferð dagsins með viðkomu í Flatey, samkvæmt áætlun. Ferjan sigldi ekki í gær vegna bilunar sem kom upp skömmu eftir að hún lét úr höfn í Stykkishólmi í gærmorgun.
19.06.2022 - 10:13
Stefnt að því að sigla farþegum í land með Baldri
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir stefnt að því að sigla Breiðafjarðarferjunni Baldri aftur í höfn á Stykkishólmi með alla farþega innanborðs.
Farþegaferjan Baldur vélarvana utan við Stykkishólm
Farþegaferjan Baldur liggur vélarvana rétt utan við hafnarmynnið á Stykkishólmi um 300 metrum frá landi. Um borð eru 102 farþegar.
18.06.2022 - 10:27
Fundu ekkert skip til að leysa Baldur af hólmi
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur enn ekki fundist skip til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Eigi siglingar yfir Breiðafjörð að halda áfram þarf að laga hafnarmannvirki á Brjánslæk og í Stykkishólmi.
20 kindur drukknuðu þegar bátur sökk við Stykkishólm
Sextíu kindur fóru í sjóinn og tuttugu þeirra drukknuðu þegar bátur sökk um það bil 50 metra úti fyrir Stykkishólmi á sunnudag. Bergur Hjaltalín var annar tveggja manna um borð í bátnum sem átti að flytja kindur úr Brokey á Breiðafirði í sláturhús á Hvammstanga, með viðkomu í Stykkishólmi. Bergur og frændi hans fóru báðir í sjóinn en hvorugum varð meint af.
21.09.2021 - 12:22
Sumarlandinn
„Ég hafði svolítið af þessu í hendinni“
Ýmsar sögur og leynistíga er að finna í Stykkishólmi en þjóðfræðingurinn Anna Melsteð býður upp á gönguferðir um bæinn þar sem hún segir frá menningu staðarins og tengir við góðan mat.
09.07.2021 - 09:45
Rafmagnslaust á Stykkishólmi
Rafmagnslaust er á Stykkishólmi og nærsveitum eftir að spennir á Vogaskeiði leysti út. Tilkynning þessa efnis birtist á vef Landsnets rétt fyrir klukkan eitt.
20.03.2021 - 01:25
Baldur siglir á ný á morgun
Breiðafjarðarferjan Baldur siglir á morgun. Hún hefur ekki siglt í fimm daga eftir að hún varð aflvana í siglingu á fimmtudag og farþegar voru fastir um borð í 27 klukkustundir. „Það kom í ljós þegar gamla túrbínan var skoðuð að það var galli í öxlinum sem hafði orðið þess valdandi að legurnar í túrbínunni skemmdust. Það er frábært að við skyldum ná að klára þetta á þessum tíma,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða ehf. sem gerir Baldur út.
17.03.2021 - 19:49
Leggja til að Vestfirðingum verði lánaður Herjólfur
Vestmanneyingar skora á bæjaryfirvöld og ríkið að lána Vestfirðingum nýja Herjólf meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Vél ferjunnar bilaði í aukaferð yfir Breiðafjörð á fimmtudaginn. Baldur er aðeins búinn einni aðalvél sem ekki tókst að koma í gang.
Myndskeið
Baldur loks í höfn
Höfnin í Stykkishólmi var full af fólki þegar Breiðafjarðarferjan Baldur kom loksins í höfn á öðrum tímanum í dag. Þá höfðu farþegar verið um borð í rúman sólarhring.
12.03.2021 - 14:12
Fjöregg vinnur í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey
Dómnefnd hefur valið vinningstillögu í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm. Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson.
13.10.2020 - 15:53