Færslur: Stykkishólmur

Sumarlandinn
„Ég hafði svolítið af þessu í hendinni“
Ýmsar sögur og leynistíga er að finna í Stykkishólmi en þjóðfræðingurinn Anna Melsteð býður upp á gönguferðir um bæinn þar sem hún segir frá menningu staðarins og tengir við góðan mat.
09.07.2021 - 09:45
Rafmagnslaust á Stykkishólmi
Rafmagnslaust er á Stykkishólmi og nærsveitum eftir að spennir á Vogaskeiði leysti út. Tilkynning þessa efnis birtist á vef Landsnets rétt fyrir klukkan eitt.
20.03.2021 - 01:25
Baldur siglir á ný á morgun
Breiðafjarðarferjan Baldur siglir á morgun. Hún hefur ekki siglt í fimm daga eftir að hún varð aflvana í siglingu á fimmtudag og farþegar voru fastir um borð í 27 klukkustundir. „Það kom í ljós þegar gamla túrbínan var skoðuð að það var galli í öxlinum sem hafði orðið þess valdandi að legurnar í túrbínunni skemmdust. Það er frábært að við skyldum ná að klára þetta á þessum tíma,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða ehf. sem gerir Baldur út.
17.03.2021 - 19:49
Leggja til að Vestfirðingum verði lánaður Herjólfur
Vestmanneyingar skora á bæjaryfirvöld og ríkið að lána Vestfirðingum nýja Herjólf meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Vél ferjunnar bilaði í aukaferð yfir Breiðafjörð á fimmtudaginn. Baldur er aðeins búinn einni aðalvél sem ekki tókst að koma í gang.
Myndskeið
Baldur loks í höfn
Höfnin í Stykkishólmi var full af fólki þegar Breiðafjarðarferjan Baldur kom loksins í höfn á öðrum tímanum í dag. Þá höfðu farþegar verið um borð í rúman sólarhring.
12.03.2021 - 14:12
Fjöregg vinnur í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey
Dómnefnd hefur valið vinningstillögu í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm. Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson.
13.10.2020 - 15:53