Færslur: stundin

Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Kæra Páls beinist ekki gegn blaðamönnunum fjórum
Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segist enga aðkomu eiga að því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir inn til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og séu með réttarstöðu sakbornings. Hann segist aðeins hafa kært stuld á síma en ekki neina einstaklinga. Garðar Gíslason, lögmaður Samherja og lögmaður Páls, fullyrðir að síma Páls hafi verið stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi.
15.02.2022 - 12:34
Morgunútvarpið
Segja vegferðina grafalvarlega
Aðalsteinn Kjartansson, einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs, segir vegferðina í málinu grafalvarlega. Málið snúist ekki um hann eða aðra blaðamenn í þessu máli.
15.02.2022 - 09:30
Þrír blaðamenn í yfirheyrslu vegna „skæruliðadeildar“
Þrír blaðamenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu í næstu viku hjá rannsóknarlögreglumanni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum. Þeir hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs með umfjöllun sinni um „skæruliðadeild“ Samherja.
14.02.2022 - 18:26
Megas sakaður um kynferðisbrot
Tónlistarmaðurinn og skáldið Megas hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn ungri konu árið 2004. Stundin greinir frá í viðtali við meintan brotaþola, Bergþóru Einarsdóttir, þar sem hún lýsir atvikinu og tilraun hennar til þess að kæra Megas til lögreglu. Mál hennar var látið niður falla þar sem þótti skorta sannanir um ásetning.
Eignarhlutir útgerða skipta hundruðum
Stærstu útgerðarfélög landsins eiga beinan og óbeinan eignarhlut í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem ekki starfa í sjávarútvegi. Samherji og Síldarvinnslan eru umsvifamestu útgerðarfélögin.
Hærri fjárhæðir, fleiri sakborningar og ítrekuð samtöl
Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi.
Meðferð lögbannsmála verði hraðari
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt frumvarp sem er ætlað að hraða málsmeðferð þegar sýslumaður setur lögbann á umfjöllun fjölmiðla. Markmiðið með frumvarpinu er að málsmeðferð hjá sýslumanni verði skýrari og einfaldari.
05.03.2020 - 15:38
Ætlar að taka ummæli Dóru upp í forsætisnefnd
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ætlar að fara fram á að forsætisnefnd Reykjavíkurborgar taki til skoðunar ummæli sem Dóra Björt Guðjónsdóttir viðhafði í hans garð. Eyþór segir borðleggjandi að ummæli hennar brjóti gegn siðareglum kjörinna fulltrúa borgarinnar.