Færslur: Stuðningur til fyrirtækja

Landamæratilslakanir mega ekki koma seinna en í febrúar
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það hefði mátt útvíkka hlutabótaleiðina. Breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum megi ekki vera mikið seinni en í febrúar til að tryggja verðmætasköpun í sumar. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hver vika skipti máli.
Átta fyrirtæki hafa fengið stuðningslán en 367 sótt um
Samtals 367 fyrirtæki hafa sótt um stuðningslán frá því opnað var fyrir umsóknir á Ísland.is þann 9. júlí síðastliðinn. Umsóknir nema samtals tæpum 3,4 milljörðum króna. Lánastofnanir hafa afgreitt átta umsóknir og veitt lán upp á um það bil 75 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.