Færslur: Stúdentaráð

Stúdentaráð segir of snemmt að meta atvinnuástandið
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tilkynnti í vikunni að ekki væri þörf á fleiri sumarstörfum fyrir námsmenn. Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir of snemmt að halda því fram að nógu mörg störf séu í boði.
20.06.2020 - 16:56
Menntasjóður þjónar ekki hlutverki sínu
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir afgreiðslu frumvarps um Menntasjóð námsmanna litast af fljótfærni og að sjóðurinn þjóni ekki hlutverki sínu sem „félagslegt jöfnunartæki“ eins og honum er ætlað.
39% stúdenta enn í atvinnuleit í upphafi sumars
Þrjátíu og níu prósent háskólanema á Íslandi sögðust ekki vera komin með öruggt sumarstarf seint í maí. Þetta kemur fram í könnun sem Stúdentaráð Háskóla Íslands gerði í samvinnu við LÍS og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, segir í viðtali við fréttastofu að niðurstöðurnar séu sláandi.
10.06.2020 - 09:49
Skólagjöld og fjarkennsla það sem brennur á stúdentum
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í dag og á morgun, 25. og 26. mars. Fulltrúar framboðanna tveggja, Röskvu og Vöku, sögðu frá stefnumálum sinna fylkinga í spjalli við RÚV núll.
25.03.2020 - 09:49
Myndskeið
Tillögunni breytt til þess að mæta gagnrýni
Ný tillaga um viðbyggingu Gamla Garðs við Hringbraut hefur verið lögð fram og borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að auglýsa nýtt deiliskipulag vegna byggingarinnar. Borgarstjóri segir nýju bygginguna vera sér hjartans mál.
Gæði fyrir stúdenta?
Landsamtök Íslenskra stúdenta, eða LÍS, standa fyrir gæðaráðstefnu laugardaginn 13.október. Þar gefst tækifæri fyrir stúdenta að láta í sér heyra í málum sem tengjast háskólum og stöðu háskólanema í samfélaginu.
09.10.2018 - 15:06
Stúdentapólítíkin seinni háskólagráðan
Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kíkti í Núllið og ræddi um störf Stúdentaráðs, hagsmunamál og Októberfest sem verður 6.-8. september.
31.08.2018 - 13:48
Ekki að reyna að útrýma orðinu maður
Titlabreytingar Stúdentaráðs Háskóla Íslands fóru líklegast ekki fram hjá mörgum enda sköpuðust um þær heitar umræður víða á samfélagsmiðlum. Ætlun Stúdentaráðs er ekki að reyna að útrýma orðinu maður heldur eru þau að reyna að vekja athygli á því að orðið getur haft skýra tilvísun í eitt kyn fram yfir önnur.
24.04.2018 - 15:02