Færslur: Stúdentar

„Ætlum að skemmta okkur að MA-inga sið“
Í kvöld koma saman tæplega eitt þúsund fyrrum nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri og fagna útskriftarafmælum sínum, eða júbilera. „Það er einhvers konar ídentitet að vera stúdent úr MA,“ segir júbilant sem fagnar fimmtíu ára útskriftarafmæli.
Röskva sigraði í Stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands
Röskva sigraði með nokkrum yfirburðum í kosningum til Stúdenta- og háskólaráðs Háskóla Íslands, er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Stúdentaráðs. Röskva á því meirihluta fulltrúa í Stúdentaráði, sem stendur vörð um hagsmuni háskólanema.
25.03.2022 - 00:29
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
Kórónuveiran stöðvar hátíðarhöld norskra stúdentsefna
Öll hátíðarhöld stúdentsefna í Ósló hafa verið bönnuð til og með 8. júní næstkomandi. Þetta á bæði við þau sem sem búa í borginni og þau sem þangað ferðast annars staðar frá. Ástæðan er mikil fjölgun kórónuveirutilfella á svæðinu.
Þriðjungur stúdenta glímir við alvarlegan fjárhagsvanda
Um þriðjungur íslenskra háskólanema telur sig glíma við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum könnunar, sem var gerð árið 2019, á högum háskólanema í 26 Evrópulöndum.
21.05.2021 - 08:51
Vonar að sumarstörf gagnist námsmönnum
Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs, fagnar áformum stjórnvalda um að verja á þriðja milljarð króna til að bjóða námsmönnum á framhaldskóla- og háskólastigi sumarstörf og sumarnámskeið. Útfærslan liggur þó ekki alveg fyrir og Isabel segir að þetta komi heldur seint fram.
12.04.2021 - 16:17
2,4 milljarðar í sumarstörf fyrir námsmenn
Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Stefnt að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Í fyrra var ekki ráðið í öll störfin sem auglýst voru í sams konar átaki
12.04.2021 - 12:10
Hyggst bregðast við stórauknu atvinnuleysi ungs fólks
Tvöfalt fleira ungt fólk glímir við atvinnuleysi nú, en á sama tíma í fyrra. Stúdentar hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsmálaráðherra segir ekki útlit fyrir að björtustu spár um ferðaþjónustuna rætist í sumar og ætlar að kynna aðgerðir í næstu eða þarnæstu viku.
06.03.2021 - 11:31
Viðtal
Össur var færður forviða forseta þings eftir mótmæli
Árið 1976 mótmæltu stúdentar nýrri tilhögun og reglum um námslán með því að safnast saman á þingpöllum. Meðal þeirra var Össur Skarphéðinsson, sem síðar varð alþingismaður og ráðherra. „Það var bylting í loftinu og allir voru róttækir.“