Færslur: stríðsglæpir

Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Lífstíðardómur staðfestur yfir Mladic
Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag dóm Stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu um ævilangt fangelsi yfir Ratko Mladic, fyrrverandi æðsta yfirmanni í her Bosníu-Serba.
Karadzic færður í fangelsi í Bretlandi
Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, verður fluttur frá Haag í Hollandi til Bretlands þar sem hann á að afplána lífstíðarfangelsi sem hann hlaut fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni á dögum Balkanstríðsins.  
12.05.2021 - 15:55
Amnesty sakar Asera og Armena um stríðsglæpi
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja stríðsglæpi hafa verið framda í átökum Asera og Armena um fjallahéraði Nagorno-Karabakh í haust. Aftökur hermanna og borgara án dóms og laga, pyntingar og misþyrmingar á stríðsföngum og svívirðing jarðneskra leifa fallinna hermanna er á meðal þeirra stríðsglæpa sem rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós.
Sannað þykir að ástralskir hermenn hafi myrt 39 Afgani
Áralöng rannsókn leiðir í ljós trúverðuga sönnun þess að áströlsk sérsveit hafi orðið minnst 39 óbreyttum borgurum og föngum að bana í Afganistan.
Forseti Kósovó segir af sér
Hashim Thaci, forseti Kósovó, sagði af sér embætti í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni sem hann er sakaður um að hafa framið í stríðsátökum við Serba á tíunda áratug síðustu aldar.
05.11.2020 - 12:49
Fyrsta ákæran fyrir stríðsglæpi í Kósóvó
Fyrrverandi herforingi í frelsisher Kósóvó, KLA, varð í gær fyrstur til að vera handtekinn af saksóknurum alþjóðlegs dómstóls vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu í Kósóvó. Salih Mustafa er ákærður fyrir morð, pyntingar, að halda fólki nauðugu og grimmilega meðferð á fólki, að sögn AFP fréttastofunnar.
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna er allur
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna í Kambódíu er allur, 77 ára að aldri. Kaing Guek Eav, betur þekktur sem Duch dó á sjúkrahúsi en hann hafði verið veikur um árabil.
02.09.2020 - 03:36
Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Áfrýjun Mladic tekin fyrir
Málflutningur hefst í dag vegna áfrýjunar Ratko Mladic vegna lífstíðardóms stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag árið 2017. Mladic sem var æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba áfrýjaði dómn­um í mars árið 2018.
25.08.2020 - 02:58
25 ár liðin frá þjóðarmorði í Srebrenica
Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá þjóðarmorði í bænum Srebrenica í Bosníu. Fórnarlömb voðaverkanna, sem borin voru kennsl á síðustu mánuði, voru jarðsett í dag.
11.07.2020 - 12:27
Forseti Kósovó ákærður fyrir stríðsglæpi
Stríðsglæpadómstóllinn vegna gömlu Júgóslavíu tilkynnti í dag að Hashim Thaci, forseti Kósovó, hefðu verið birtar tíu ákærur vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni. Talið væri að hann, Kadri Veseli og fleiri hefðu myrt hátt í eitt hundrað manns í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar.
24.06.2020 - 15:18
Stríðsglæpamaður gefur sig fram
Ali Kushayb, einnig er þekktur sem Ali Muhammad Abdelrahman, hefur ákveðið að gefa sig fram við Alþjóðaglæpadómstólinn. Hann hefur verið ásakaður um hræðileg grimmdarverk í vargöldinni í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan.
12.06.2020 - 02:41
Stefna Hollandi fyrir Mannréttindadóm vegna Srebrenica
Hópur kvenna sem missti ættingja í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníustríðinu í júlí 1995, þar sem yfir átta þúsund bosnískir múslimar voru myrtir á þremur dögum, hafa stefnt hollenskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna voðaverkanna.
Forsætisráðherra Kosovo til yfirheyrslu í Haag
Ramush Haradinaj, forsætisráðherra Kosovo, sagði af sér í dag. Hann sagðist, þegar hann tilkynnti afsögn sína, hafa fengið boð frá stríðsglæpadómstóli í Haag um að hann væri á lista yfir grunaða stríðsglæpamenn. Hann hefði verið boðaður til yfirheyrslu og leyft að velja hvort hann kæmi til Haag sem forsætisráðherra eða almennur borgari. Hann hefði valið seinni kostinn.
19.07.2019 - 15:26
Karadzic í ævilangt fangelsi
Áfrýjunardómstóll stríðsglæpadómstóla dæmdi í dag Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu á dögum Balkanskagastríðsins, þar á meðal fjöldamorð í bænum Srebrenica árið 1995.
20.03.2019 - 14:37
Pompeo hótar Alþjóðaglæpadómstólnum
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ríkið ætla að draga til baka eða hafna vegabréfsáritunum starfsmanna Alþjóðaglæpadómstólsins sem eiga að rannsaka aðgerðir Bandaríkjahers í Afganistan eða í öðrum ríkjum. Hann segir stjórnvöld í Washington reiðubúin að ganga lengra, þar á meðal beita efnahagsþvingunum, ef dómstóllinn ætlar að hefja rannsóknir á aðgerðir Bandaríkjanna eða bandamanna þeirra. 
Tíu ár fyrir glæpi gegn mannkyni
Alþjóðastríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag staðfesti í dag dóm yfir serbneska öfgaþjóðernissinnanum Vojislav Seselj. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
11.04.2018 - 16:31
Ratko Mladic áfrýjar lífstíðardómi
Ratko Mladic, fyrrverandi æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, áfrýjaði í dag dómi stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember síðastliðnum. Hann var þá sakfelldur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Júgóslavíustríðinu á árunum 1992 til 1995 og dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar.
22.03.2018 - 18:33
Stríðsglæpamaður sækir um náðun
Dæmdur fyrrverandi fangavörður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz, Oskar Gröning að nafni, hefur beðið um að verða náðaður af heilsufarsástæðum þannig að hann þurfi ekki að afplána fangelsisdóm. Hann er orðinn 96 ára.
16.01.2018 - 09:58
Fullyrt að Praljak sé látinn
Króatíska ríkissjónvarpið fullyrðir að Bosníu-Króatinn Slobodan Praljak sé látinn eftir að hann drakk eitur úr glasi frammi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag um leið og 20 ára fangelsisdómur yfir honum var kveðinn upp. Hvorki hollenska lögreglan né talsmenn dómstólsins hafa viljað staðfesta fregnirnar, sem eru hafðar eftir mönnum sem tengjast Praljak.
29.11.2017 - 15:01
Mladic dæmdur fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi
Serbneski stríðsglæpamaðurinn Ratko Mladic var í morgun dæmdur sekur um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Hann var æðsti foringi í her Bosníu-Serba í borgarastríðinu í Júgóslavíu 1992 til 1995. Hann var dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag.
22.11.2017 - 11:20
Mladic dæmdur í næsta mánuði
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag kveður í næsta mánuði upp dóm yfir Ratko Mladic Mladits], fyrrverandi æðsta yfirmanni hers Bosníu-Serba. Hann var ákærður í ellefu liðum fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi. Þar á meðal er fjöldamorðið í Srebrenica þar sem átta þúsund karlmenn og drengir voru teknir af lífi. Mladic var ákærður árið 1995. Hann var framseldur til Haag fyrir sex árum eftir að hafa farið huldu höfði árum saman.
18.10.2017 - 13:45
Fimmtán ára fangelsi fyrir stríðsglæpi
Dómstóll í borginni Split í Króatíu dæmdi í dag foringja í vopnuðum sjálfboðaliðssveitum Serba í borgarastríðinu í Júgóslavíu í 15 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi. Dragan Vasiljkovic var sakfelldur fyrir að hafa látið pynta króatíska hermenn í fangelsi sem hann koma á fót í bænum Knin. Þá var hann dæmdur fyrir að láta gera árás á bæinn Glina þar sem almennir borgarar létu lífið.
27.09.2017 - 12:47