Færslur: stríðsglæpir

Senda rannsóknarteymi til Úkraínu
Utanríkisráðherrar Bretlands og Hollands tilkynntu í dag að sérfræðingar frá báðum löndum yrðu sendir til Úkraínu á næstunni til að taka þátt í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa tekið almenna borgara af lífi í bænum Bucha.
29.04.2022 - 17:38
Segir óbreytta borgara hafa verið líflátna á götum úti
95 prósent þeirra almennu borgara sem fundist hafa látin í útbæjum Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, eftir að Rússar drógu hersveitir síðan þaðan voru skotin til bana. Þetta fullyrðir Andrij Nebytov, lögreglustjóri í Kænugarði, samkvæmt frétt AP.
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
Berlusconi lýsir þungum vonbrigðum með framferði Pútíns
Milljarðamæringurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framferði vinar síns Vladimírs Pútín forseta Rússlands.
Framtíð Rússa í mannréttindaráðinu ræðst í dag
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði um það í dag hvort vísa eigi Rússum úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn Breta og Bandaríkjamanna tilkynntu fyrr í vikunni þá ætlun sína að beita sér fyrir brottrekstri Rússa.
Segir þá grimmustu í Bucha vera leyniþjónustumenn
Iryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, segir að rannsókn standi yfir á hátt í sex þúsund atvikum sem flokkast geti sem stríðsglæpir af hálfu Rússa. Rannsóknin beinist meðal að framferði þeirra í Bucha og byggist á lögum um framferði í stríði. Íbúi í Bucha segir að hernám borgarinnar hafi breyst eftir að þangað komu eldri hermenn úr röðum leyniþjónustunnar.
Ákærður fyrir 31 stríðsglæp í Darfur
Réttarhöld yfir Ali Muhammad Ali Abd-al-Rahman hefjast í dag fyrir alþjóðaglæpadómstólnum, vegna stríðsins í Darfur-héraði í Súdan sem hófst fyrir um tuttugu árum. Þetta eru fyrstu réttarhöldin fyrir dómsstólnum vegna stríðsins í Darfur-héraði.
Lík 410 almennra borgara hafa fundist í Bucha
Minnst 410 almennir borgarar hafa fundist látnir í bænum Bucha, skammt frá höfuðborg Úkraínu. Óttast er að mannfall sé mun meira. Rússar höfðu hersetu í borginni í fimm vikur.
04.04.2022 - 06:11
Kasparov segir viðbrögð embættismanna aumkunarverð
Garry Kasparov stórmeistari í skák sem er harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þykir ekki mikið til þess koma að bandarískir embættismenn drógu umsvifalaust úr orðum Joe Bidens, forseta, þegar hann virtist kalla eftir að Pútín hrökklaðist frá völdum í ræðu sem hann flutti í Varsjá.
Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol
Að minnsta kosti 300 fórust í loftárás á leikhús í borginni Mariupol 16. mars að því er yfirvöld í borginni segja nú. Mikill fjöldi almennra borgara hafði leitað skjóls í leikhúsinu eftir linnulausar árásir rússneska hersins á borgina. Hafnarborgin Mariupol hefur verið í herkví Rússa frá því á fyrstu dögum innrásar þeirra í Úkraínu fyrir mánuði.
Eyðilegging Mariupol
Stríðsglæpur sem minnst verður um aldir
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir að umsátur Rússa um Mariupol og gegndarlausar árásir þeirra á borgina verði skráð á spjöld sögunnar sem stríðsglæpur. „Að gera þetta friðsamlegri borg. Það sem hernámsliðið gerði, það er grimmdarverk sem minnst verður um aldir,“ sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun.
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Sænskur liðsmaður ISIS missir forræði yfir börnum sínum
Sænsk kona á fertugsaldri sem var liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki hefur misst forræði yfir börnum sínum. Konan sætir ákæru fyrir aðild sína að stríðsglæpum.
06.12.2021 - 00:22
Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Lífstíðardómur staðfestur yfir Mladic
Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag dóm Stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu um ævilangt fangelsi yfir Ratko Mladic, fyrrverandi æðsta yfirmanni í her Bosníu-Serba.
Karadzic færður í fangelsi í Bretlandi
Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, verður fluttur frá Haag í Hollandi til Bretlands þar sem hann á að afplána lífstíðarfangelsi sem hann hlaut fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni á dögum Balkanstríðsins.  
12.05.2021 - 15:55
Amnesty sakar Asera og Armena um stríðsglæpi
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja stríðsglæpi hafa verið framda í átökum Asera og Armena um fjallahéraði Nagorno-Karabakh í haust. Aftökur hermanna og borgara án dóms og laga, pyntingar og misþyrmingar á stríðsföngum og svívirðing jarðneskra leifa fallinna hermanna er á meðal þeirra stríðsglæpa sem rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós.
Sannað þykir að ástralskir hermenn hafi myrt 39 Afgani
Áralöng rannsókn leiðir í ljós trúverðuga sönnun þess að áströlsk sérsveit hafi orðið minnst 39 óbreyttum borgurum og föngum að bana í Afganistan.
Forseti Kósovó segir af sér
Hashim Thaci, forseti Kósovó, sagði af sér embætti í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni sem hann er sakaður um að hafa framið í stríðsátökum við Serba á tíunda áratug síðustu aldar.
05.11.2020 - 12:49
Fyrsta ákæran fyrir stríðsglæpi í Kósóvó
Fyrrverandi herforingi í frelsisher Kósóvó, KLA, varð í gær fyrstur til að vera handtekinn af saksóknurum alþjóðlegs dómstóls vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu í Kósóvó. Salih Mustafa er ákærður fyrir morð, pyntingar, að halda fólki nauðugu og grimmilega meðferð á fólki, að sögn AFP fréttastofunnar.
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna er allur
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna í Kambódíu er allur, 77 ára að aldri. Kaing Guek Eav, betur þekktur sem Duch dó á sjúkrahúsi en hann hafði verið veikur um árabil.
02.09.2020 - 03:36
Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Áfrýjun Mladic tekin fyrir
Málflutningur hefst í dag vegna áfrýjunar Ratko Mladic vegna lífstíðardóms stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag árið 2017. Mladic sem var æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba áfrýjaði dómn­um í mars árið 2018.
25.08.2020 - 02:58
25 ár liðin frá þjóðarmorði í Srebrenica
Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá þjóðarmorði í bænum Srebrenica í Bosníu. Fórnarlömb voðaverkanna, sem borin voru kennsl á síðustu mánuði, voru jarðsett í dag.
11.07.2020 - 12:27