Færslur: strand

Ever Forward loksins laust af strandstað
Ever Forward, risavaxið gámaflutningaskip sem tók niðri við austurströnd Bandaríkjanna um miðjan síðasta mánuð, er laust af strandstað. Ever Forward er gert út af taívanska skipafélaginu Evergreen, sama félag og gerir út risaskipið Ever Given, sem stöðvaði alla umferð um Súesskurðinn í sex daga í mars 2021.
18.04.2022 - 07:25
Risaflutningaskip strand nærri Baltimore
Risastórt gámaflutningaskip er strandað nærri Baltimore-höfn í Bandaríkjunum. Skipið heitir Ever Forward og er í eigu sama skipafélags og Ever Given sem festist og þveraði Súez-skurðinn fyrir tæpu ári.
15.03.2022 - 04:18
Pólfoss strandaði við Kristiansund í Noregi
Pólfoss, skip Eimskipafélagsins, strandaði fyrr í kvöld við Kristiansund í Noregi. Talið er að vélarbilun hafi valdið því að skipið sigldi í strand.
13.01.2022 - 23:55
Grænlenska fiskiskipið Masilik er laust af strandstað
Grænlenska fiskiskipið Masilik er laust af strandstað við Vatnsleysuströnd. Um borð eru nokkrir skipverjar þess og liðsmenn Landhelgisgæslunnar. Nú dregur varðskipið Freyja skipið til Hafnarfjarðar.
Stefnt að því að draga Masilik af strandstað klukkan 4
Stærstur hluti áhafnar grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í kvöld er kominn í land. Nú er unnið að því að koma taug milli skipsins og varðskipsins Freyju. Búist er við að skipið verði dregið af strandstað um klukkan fjögur í nótt þegar flæðir að.
17.12.2021 - 01:56
Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Björgunarsveitir hjálpuðu strönduðum sæförum við Akurey
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar til bjargar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát á skeri við Akurey í Kollafirði. Vel gekk að bjarga mönnunum en á sama tíma barst hjálparbeiðni frá göngumanni í Esjunni.
19.09.2021 - 23:35
Myndskeið
Flutningaskip strandaði við Japan og brotnaði í tvennt
Mannbjörg varð þegar timburflutningaskipið Crimson Polaris sem siglir undir fána Panama strandaði í dag nærri hafnarborginni Aomori norðanvert í Japan. Við strandið brotnaði skipið í tvennt, skuturinn lyftist upp og olía streymdi í hafið.
12.08.2021 - 14:18
Myndskeið
Heitir skipið Evergreen eða Ever Given?
Flutningaskipið Ever Given þverar enn Súes-skurðinn og umfangsmiklar björgunaraðgerðir helgarinnar hafa enn engan árangur borið. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um heiti skipsins strandaða.
28.03.2021 - 18:57
Ever Given þverar enn Súes-skurðinn
Aðgerðir við að koma flutningaskipinu Ever Given aftur á flot í Súes-skurðinum hafa enn engan árangur borið. Um tuttugu þúsund tonnum af sandi var í gær mokað frá skipinu sem hefur þverað fjölfarinn skurðinn síðan á þriðjudag.
28.03.2021 - 12:02