Færslur: Strætó

Breyta nöfnum flestra biðstöðva borgarinnar
Hafist var handa við að breyta nöfnum á flestum biðstöðvum Strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tilgangurinn er að einfalda nöfnin og gera þau meira lýsandi enda eru sum þeirra orðin börn síns tíma.
15.08.2021 - 19:15
Ferðir hjá Strætó falla niður í dag vegna smits
Allar ferðir á leið 31 hafa verið felldar niður hjá Strætó í dag sem og allar ferðir fyrir hádegi á leið 19. Ástæðan er COVID-19 smit hjá Hagvögnum hf. sem er annar verktakinn sem ekur fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
13.08.2021 - 08:11
Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð
Farþegum í strætó verður skylt að bera grímur ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð frá næsta manni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Reglan tekur gildi á morgun, eins og aðrar takmarkanir sem kynntar voru í gær. Grímuskyldan verður bæði í vögnum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hún nær ekki til fimmtán ára og yngri.
24.07.2021 - 13:55
Ný nöfn á 500 stoppistöðvar Strætó
Yfir 500 stoppistöðvar Strætó skipta um nafn í næsta mánuði. Stöðvarnar sem um ræðir bera í dag flestar löng nöfn og eru gjarnan kenndar við tvær götur. Með breytingunni á að auka læsileika á skiltum og skjám auk þess að gera þau meira lýsandi en áður.
15.07.2021 - 16:26
Strætisvagnaþök verða hleðsluvöggur fyrir flygildi
Strætó og Svarmi, íslenskt fyrirtæki á sviði fjarkönnunar, gegna stóru hlutverki í Evrópuverkefni sem gengur út á að flygildi, eða drónar, noti strætisvagna sem nokkurs konar ferðahleðsluvöggur. Alls eru 30 aðilar frá átta Evrópulöndum, þar á meðal Finnlandi og Austurríki, þátttakendur í verkefninu sem er styrkt af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020, en Tækniþróunarsjóður styrkir íslenska hluta verkefnisins.
12.07.2021 - 15:43
Næturstrætó kemur ekki aftur í náinni framtíð
Næturstrætó sem hóf göngu sína í janúar 2018 og hefur legið í dvala frá upphafi kórónuveirufaraldursins mun ekki hefja göngu sína á ný. Allavega ekki í náinni framtið. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., í samtali við fréttastofu.
07.07.2021 - 14:31
Strætó hættur að keyra að Laugum í Reykjadal
Nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal þurfa að ganga um þriggja kílómetra leið vilji þeir taka strætó til Húsavíkur eða Akureyrar eftir að hætt var að keyra inn að Laugum. Framhaldsskólinn er heimavistarskóli og því fara nemendurnir oft heim til sín í frí og nota margir til þess þjónustu Strætó.
12.06.2021 - 06:45
Áfram grímuskylda í Strætó
Það verður áfram skylda að bera andlitsgrímur í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum breyta því ekki starfsemi Strætó.
Tafir á Vesturlandsvegi vegna umferðarslyss
Miklar tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi til vesturs við Ártúnsbrekku í Reykjavík vegna umferðarslyss í morgun. Tveir strætisvagnar lentu saman, en engir farþegar voru í þeim þegar slysið varð.
10.05.2021 - 08:09
Viðtal
„Margt fyndið sem kemur fyrir mann í strætó“
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld tekur strætó frá Selfossi til Reykjavíkur í vinnuna og þar varð til ljóðabókin Er ekki á leið – strætóljóð.
Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 
Nýtt greiðslukerfi Strætó innleitt í maí næstkomandi
Vel miðar við uppsetningu nýs greiðslukerfis Strætó.bs sem fengið hefur heitið „Klapp“. Nú er búist við að það verði tekið í notkun í maí næstkomandi en að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó hefur verkið tafist nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli
Rúmlega þrjátíu ára gamalt strætóskýli var flutt úr Vatnsmýrinni í portið við Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Borgarstarfsmaður neitaði að mála yfir listaverk í skýlinu fyrir nokkrum árum, og bjargaði því þar með.
10.03.2021 - 19:34
„Nú getum við notið samvistar við Margeir á ný“
Veitingastaðurinn Prikið tók í dag við strætóskýli sem áður stóð við Njarðargötu í Vatnsmýri til varðveislu. Skýlið er merkilegt fyrir þær sakir að á því er listaverk eftir Mar­geir Dire Sig­urðar­son, mynd­list­ar­mann sem lést árið 2019. Einn eig­enda Priks­ins segir magnað að geta varðveitt verkið á þennan hátt en Margeir var tíður gestur á staðnum.
09.03.2021 - 14:16
Viðtal
Sjálfkeyrandi strætisvagnar framtíðin
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, kveðst vonast til að hægt verði að gera tilraun með sjálfkeyrandi strætisvagna á götum innan tveggja ára. 
Ókeypis í strætó fyrir 11 ára og yngri
Frá og með deginum í dag geta börn 11 ára og yngri ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.
03.01.2021 - 11:31
Fargjaldatekjur lækkuðu um 800 milljónir
Framkvæmdastjóri Strætó gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist í vikunni um hvort og hvernig verður hægt að brúa það tekjutap sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins. Fargjaldatekjur hafa dregist saman um 800 milljónir króna.
19.10.2020 - 12:37
Væri afarkostur að skerða þjónustu Strætós
Stjórnendur og eigendur Strætós funda þessa dagana um fjárhagsáætlun næsta árs. Fyrirtækið hefur orðið fyrir töluverðu tekjutapi vegna COVID-19 faraldursins og er nú unnið að viðbrögðum, segir Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Strætós.
15.10.2020 - 06:24
Flestir farþegar með grímur en einhverjum vísað frá
„Vagnstjórarnir segja að langflestir farþegar séu með grímur og meðvitaðir um að það sé grímuskylda í Strætó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Í morgun tóku gildi nýjar reglur um grímuskyldu í strætisvögnum.
05.10.2020 - 16:34
Grímuskylda í öllum strætisvögnum frá og með mánudegi
Frá og með morgundeginum verður öllum farþegum og bílstjórum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu skylt að bera andlitsgrímu. Andlitsgrímuskylda gildir nú þegar í Strætó á landsbyggðinni og gerir það áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. Þetta þýðir að fólki sem ekki ber andlitsgrímu verður óheimilt að nota almenningssamgöngur, með vísan til reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, sem öðlast gildi á miðnætti.
04.10.2020 - 23:23
Skemmdir unnar á umdeildum Jesú-merktum strætó
Það var ekki góð aðkoma sem blasti við vagnstjóra Strætó þegar hann kom til vinnu í morgun. Við honum blasti skemmdarverk á vagni sem merktur er auglýsingu frá Þjóðkirkjunni, þar sem Jesú er sýndur með brjóst í kjól og með varalit. Var búið að skrapa filmuna af vagninum þar sem Jesú var sýndur.
04.10.2020 - 22:06
Stöðvuðu strætó vegna gruns um ölvun vagnstjóra
Lögreglan stöðvaði strætisvagn á tíunda tímanum í morgun vegna gruns um ölvun vagnstjóra undir stýri. Að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. var vagnstjórinn látinn blása í áfengismæli og að því loknu ekið á brott í lögreglubíl.
12.08.2020 - 11:20
Skoða ýmsar lausnir fyrir haustið en óvissan er mikil
Búist er við að strætófarþegum fjölgi talsvert þegar skólarnir hefja starfsemi sína í haust. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segir þó að talsverð óvissa sé um hvort fjölgunin verði jafnmikil og í venjulegu árferði enda ljóst að einhver röskun verður á starfsemi skólanna vegna faraldursins. Ekki hefur verið gerð aðgerðaáætlun til þess að koma í veg fyrir þrengsli í vögnum en verið er að skoða ýmsar lausnir.
07.08.2020 - 16:01
Undirbúa heimild til þess að sekta strætófarþega
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt áform um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Í frumvarpinu verður lagt til að unnt verði að leggja févíti á þá farþega sem virða ekki reglur um greiðslu fargjalds, aðgangstakmarkanir, notkun aðgangskorta, umgegni eða aðra þætti í þjónustu rekstraraðila reglubundinna farþegaflutninga.
03.08.2020 - 16:45
Biðjast velvirðingar á upplýsingaóreiðu
Strætó bs. biðst afsökunar á upplýsingaóreiðu í gær varðandi nýjar reglur um grímunotkun í stætó. Nú liggur fyrir að grímunotkun er skylda í landsbyggðavögnum strætó. Það er ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu.