Færslur: Strætó

Viðtal
Sjálfkeyrandi strætisvagnar framtíðin
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, kveðst vonast til að hægt verði að gera tilraun með sjálfkeyrandi strætisvagna á götum innan tveggja ára. 
Ókeypis í strætó fyrir 11 ára og yngri
Frá og með deginum í dag geta börn 11 ára og yngri ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.
03.01.2021 - 11:31
Fargjaldatekjur lækkuðu um 800 milljónir
Framkvæmdastjóri Strætó gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist í vikunni um hvort og hvernig verður hægt að brúa það tekjutap sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins. Fargjaldatekjur hafa dregist saman um 800 milljónir króna.
19.10.2020 - 12:37
Væri afarkostur að skerða þjónustu Strætós
Stjórnendur og eigendur Strætós funda þessa dagana um fjárhagsáætlun næsta árs. Fyrirtækið hefur orðið fyrir töluverðu tekjutapi vegna COVID-19 faraldursins og er nú unnið að viðbrögðum, segir Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Strætós.
15.10.2020 - 06:24
Flestir farþegar með grímur en einhverjum vísað frá
„Vagnstjórarnir segja að langflestir farþegar séu með grímur og meðvitaðir um að það sé grímuskylda í Strætó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Í morgun tóku gildi nýjar reglur um grímuskyldu í strætisvögnum.
05.10.2020 - 16:34
Grímuskylda í öllum strætisvögnum frá og með mánudegi
Frá og með morgundeginum verður öllum farþegum og bílstjórum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu skylt að bera andlitsgrímu. Andlitsgrímuskylda gildir nú þegar í Strætó á landsbyggðinni og gerir það áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. Þetta þýðir að fólki sem ekki ber andlitsgrímu verður óheimilt að nota almenningssamgöngur, með vísan til reglugerðar heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir, sem öðlast gildi á miðnætti.
04.10.2020 - 23:23
Skemmdir unnar á umdeildum Jesú-merktum strætó
Það var ekki góð aðkoma sem blasti við vagnstjóra Strætó þegar hann kom til vinnu í morgun. Við honum blasti skemmdarverk á vagni sem merktur er auglýsingu frá Þjóðkirkjunni, þar sem Jesú er sýndur með brjóst í kjól og með varalit. Var búið að skrapa filmuna af vagninum þar sem Jesú var sýndur.
04.10.2020 - 22:06
Stöðvuðu strætó vegna gruns um ölvun vagnstjóra
Lögreglan stöðvaði strætisvagn á tíunda tímanum í morgun vegna gruns um ölvun vagnstjóra undir stýri. Að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. var vagnstjórinn látinn blása í áfengismæli og að því loknu ekið á brott í lögreglubíl.
12.08.2020 - 11:20
Skoða ýmsar lausnir fyrir haustið en óvissan er mikil
Búist er við að strætófarþegum fjölgi talsvert þegar skólarnir hefja starfsemi sína í haust. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segir þó að talsverð óvissa sé um hvort fjölgunin verði jafnmikil og í venjulegu árferði enda ljóst að einhver röskun verður á starfsemi skólanna vegna faraldursins. Ekki hefur verið gerð aðgerðaáætlun til þess að koma í veg fyrir þrengsli í vögnum en verið er að skoða ýmsar lausnir.
07.08.2020 - 16:01
Undirbúa heimild til þess að sekta strætófarþega
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt áform um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Í frumvarpinu verður lagt til að unnt verði að leggja févíti á þá farþega sem virða ekki reglur um greiðslu fargjalds, aðgangstakmarkanir, notkun aðgangskorta, umgegni eða aðra þætti í þjónustu rekstraraðila reglubundinna farþegaflutninga.
03.08.2020 - 16:45
Biðjast velvirðingar á upplýsingaóreiðu
Strætó bs. biðst afsökunar á upplýsingaóreiðu í gær varðandi nýjar reglur um grímunotkun í stætó. Nú liggur fyrir að grímunotkun er skylda í landsbyggðavögnum strætó. Það er ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Hvorki tveggja metra regla né grímuskylda í strætó
„Þó við höfum notað orðið grímuskylda þá var nú ekki meiningin að gera þetta að skyldu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, um tilkynningu sem Strætó sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni kom fram að farþegum yrði skylt að bera grímur í strætó.
Ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð í strætó
Það er ómögulegt að tryggja tveggja metra bil milli farþega í öllum ferðum strætó, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum. 
31.07.2020 - 11:48
Kæra niðurstöðu útboðs á akstursþjónustu fatlaðra
Tilboðsgjafar sem lutu í lægri hlut fyrir Hópbílum hf. í útboði Strætó á akstursþjónustu fatlaðra hafa kært niðurstöður þess til kærunefndar útboðsmála. Tilboðsgjafarnir voru alls sex en Hópbílar hf. munu sjá um akstursþjónustuna frá 1. júlí.
29.06.2020 - 21:38
Stakkaskipti hjá Strætó í Hafnarfirði
Leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði verður breytt í dag. Á ferðinni er veruleg uppstokkun og umskipti frá eldra kerfi. Alls verða fimm akstursleiðir lagðar af og tvær teknar upp í staðinn.
14.06.2020 - 03:36
Tilboðsgjafar langeygir eftir ákvörðun Strætó
Tilboðsgjafar í útboði Strætó um akstursþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir langeygir eftir fregnum af því hver verður fyrir valinu. Þetta segir Andrés Eyberg Magnússon, einn tilboðsgjafanna. 
12.06.2020 - 15:27
Strætó afnemur fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk
Framdyr strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verða aðgengilegar farþegum á nýjan leik eftir helgi, mánudaginn 8 júní. Svæði inn í strætisvögnum verður því ekki lengur skipt í tvennt og engar fjöldatakmarkanir verða í gildi.
05.06.2020 - 10:01
Hægt að sjá í biðskýli hve langt er í næsta vagn
Farþegar Strætó geta frá og með deginum í dag séð í stafrænum biðskýlum hversu margar mínútur eru í næsta vagn. Kveikt verður á kerfinu eftir hádegi í dag.
29.05.2020 - 10:42
Sumaráætlun Strætó tekur gildi á morgun
Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun aka samkvæmt sumaráætlun frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá Strætó segir að þjónustuskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins sé því lokið og allar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu munu því aka samkvæmt óskertri áætlun fyrir utan leiðir 18, 24 og 28, en þær munu áfram aka á 30 mínútna fresti í sumar. 
17.05.2020 - 18:18
Hljóðmynd
Daði og Gagnavagninn á ferð um borgina
Farþegar Strætó fá að heyra í tónlistarmanninum Daða Frey og ferðast í Gagnavagninum næstu daga í tilefni af því að Eurovision hefði átt að vera um helgina. Keppninni hefur verið frestað en Euro-stemmningunni er haldið á lofti víða.
14.05.2020 - 12:06
Óskert áætlun hjá Strætó en takmarkanir enn í gildi
Strætó hefur akstur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt sumaráætlun frá og með mánudeginum 18. maí. Með því verður akstur óskertur samkvæmt áætlun á höfuðborgarsvæðinu, en hámarksfjöldi farþega verður áfram 30 manns. Þjónusta á landsbyggðinni verður svo áfram skert þar til annað verður tilkynnt.
11.05.2020 - 15:52
Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Strætó undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með 4. maí að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við 30 manns.
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Halda óbreyttri gjaldskrá þrátt fyrir minni þjónustu
Strætó bs. hefur ekki í hyggju að lækka verð á áskriftarkortum þrátt fyrir að þjónustan hafi verið skert. Framkvæmdastjóri Strætó segir að tekjur fyrirtækisins hafi hrunið eftir að samkomubannið var sett á.
04.04.2020 - 12:49
Strætó fækkar ferðum og minnkar þjónustu vegna COVID-19
Strætó mun draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina. Breytingarnar munu taka gildi frá og með þriðjudeginum 31. mars.
27.03.2020 - 12:13