Færslur: Strætó

Um fimm þúsund íslensk ungmenni fá frítt í Strætó
Tólf til sautján ára ungmennum stendur til boða frítt strætókort sem gildir á höfuðborgarsvæðinu út júlímánuð. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þetta lið í að kynna Strætó fyrir þessum aldurshópi. Opnað var fyrir umsóknir í dag en um er að ræða þrjú til fimm þúsund ungmenni sem eiga kost á að ferðast gjaldfrjálst með Strætó.
27.06.2022 - 18:11
Sjómannadagsskemmtun endaði í umferðarhnút
Mikil umferðarteppa myndaðist á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur þegar Sjómannadagshátíðahöldum lauk í gær. Fólk sat fast á sama stað í bílum sínum í allt að tvær klukkustundir.
13.06.2022 - 13:53
Tvær kærur eftir strætóslagsmál
Tvær kærur hafa borist lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna slagsmála um borð í strætisvagni á Akureyri fyrr í mánuðinum. Greint var frá því í síðustu viku að tveir farþegar hefðu gengið í skrokk á vagnstjóra sem hafði lagt fram kæru gegn öðrum farþeganum.
Furðar sig á afskiptum lögreglu af ferðum Strætó
Strætisvagnstjóri hlaut mikla áverka þegar tveir farþegar gengu í skrokk á honum á Akureyri í síðustu viku. Öðrum þeirra hafði verið vísað út úr vagninum vegna brota á reglum en var hleypt aftur í vagninn að beiðni lögreglu. 
26.05.2022 - 13:02
Lét höggin dynja á vagnstjóra þegar til Akureyrar kom
Lögreglan á Norðurlandi Eystra rannsakar líkamsárás strætófarþega á bílstjóra strætisvagnsins fyrr í þessum mánuði. Farþegi í strætisvagni á leið frá Reykjavík til Akureyrar gekk í skrokk á vagnstjóranum þegar til Akureyrar var komið, kýldi hann ítrekað og réðst svo á hann aftur skömmu síðar við annan mann. Fréttablaðið greinir frá.
Strætó dæmt til að greiða 200 milljónir í bætur
Strætó þarf að greiða rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni 205 milljónir auk vaxta í skaðabætur vegna útboðs á vegum Strætó um akstur fimmtán leiða árið 2010. Rútufyrirtækið fór fram á 440 milljónir í skaðabætur.
04.05.2022 - 18:27
Þykir leitt að saklaus drengur varð hluti af aðgerðum
Embætti ríkislögreglustjóra sendi yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld. Þar segir að ríkislögreglustjóri þyki leitt að saklaus, hörundsdökkur unglingspiltur hafi orðið hluti af aðgerðum sérsveitar lögreglu í dag.
Sérsveitin leitaði að strokufanganum í strætó
Sérsveit Ríkislögreglustjóra fór inn í strætisvagn í dag að leita að hinum tvítuga Gabríel Duoane Buma, sem slapp úr haldi lögreglu í gær.
Strætó boðar aðhaldsaðgerðir til að ná endum saman
Minnka þarf þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins til að ná endum saman.
02.04.2022 - 13:18
Miklar breytingar á almenningssamgöngum í bígerð
Vegagerðin vinnur að heildarendurskoðun á almenningssamgöngum og frekari greiningu á hvernig fólk nýtir sér þær. Farþegum fækkaði verulega í faraldrinum og tekjur af fargjöldum drógust saman.
31.03.2022 - 12:49
Viðtal
„Byrjunarörðugleikar“ með Klapp app Strætó
Mikil óánægja hefur verið með nýja greiðslukerfi Strætó, appið Klapp, sem virðist ekki virka sem skyldi. Notendur hafa margir lýst yfir gremju sinni á samfélagsmiðlum. Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Strætó, segir að unnið sé að lagfæringu. Hann var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
18.03.2022 - 09:24
Greiðslukerfi Strætó lá niðri vegna netárása
Greiðslukerfi Strætó hefur orðið fyrir ítrekuðum netárásum síðustu daga. Nýjasta árásin var gerð fyrr í dag og lá greiðslukerfið niðri í um níutíu mínútur vegna þess.
19.02.2022 - 19:45
Strætókort í skiptum fyrir frestun bílprófs
Meðal hugmynda sem ámálgaðar eru í skýrslu um aðgerðir gegn kolefnisfótspori höfuðborgarsvæðisins er að bjóða ungu fólki árskort í strætó um allt að þriggja ára skeið gegn því að það fresti því að taka bílpróf.
Skerðing hjá strætó vegna sóttkvíar og einangrunar
Áætlun leiðar þrjú hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu, sem gengur milli Hlemms og Mjóddar, verður skert í dag.
24.01.2022 - 07:34
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Akstursþjónusta Strætó lá niðri í morgun
Bilun kom upp í tölvukerfi hjá Pant, akstursþjónustu Strætó fyrir fatlaða, í morgun. Bílstjórar sem fréttastofa ræddi við gátu ekki séð hvaða ferðir hefðu verið bókaðar og fyrir vikið ekki sótt farþega.
18.01.2022 - 09:54
Komust yfir launakerfi Strætó og afrit af Þjóðskrá
Tölvuþrjótarnir sem brutust inn í tölvukerfi Strætó komust yfir aðgang að gagnagrunnum sem hafa að geyma afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kerfiskennitöluskrá. Eins komust þeir inn í launakerfi Strætó, þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks fyrirtækisins.
11.01.2022 - 21:13
Náðu gögnum um notendur Strætó
Tölvuþrjótarnir sem gerðu netárás á tölvukerfi Strætó bs í lok síðasta árs komust yfir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra sem Strætó sinnir fyrir hönd sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó í kvöld.
10.01.2022 - 21:46
Tölvuþrjótar hóta að leka gögnum ef Strætó borgar ekki
Erlendir tölvuþrjótar náðu að brjótast inn í tölvukerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar. Þeir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka gögnunum ef ekki er orðið við þeirri kröfu. Þetta segir í tilkynningu frá Strætó.
05.01.2022 - 13:30
Íbúar í Gufunesi fari með leigubíl að biðstöð Strætó
Íbúum í vistvænu hverfi í Gufunesi gefst nú kostur á að panta leigubíl á vegum Strætó, til þess að koma sér að næstu biðstöð Strætó. Bílinn þarf að panta með símtali, með 30 mínútna fyrirvara og þá keyrir hann samkvæmt tímatöflu að næstu biðstöð Strætó. Áður þurftu íbúar að ganga kílómeters langan ólýstan malarstíg til þess að komast í almenningssamgöngur.
30.12.2021 - 13:56
Brotist inn í netkerfi Strætó - Möguleiki á gagnaleka
Brotist var inn í netkerfi Strætó í gær, það er í vefþjóna fyrirtækisins en ekki í appið. Unnið er að greiningu á umfangi innbrotsins með sérfræðingum frá Syndis og Advania. Innbrotið tengist ekki log4j-veikleikanum.
28.12.2021 - 16:51
Segir Strætó verði ódýrari fyrir flest heimili
Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna verðhækkana á árskortum Strætó fyrir ungmenni og aldraða. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó vel hafa gengið að innleiða nýja gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Hann segir verðlagið hérlendis almennt lægra en fyrir sambærilega þjónustu á Norðurlöndunum.
Hækkun Strætó bitni mest á börnum sem búi við fátækt
Salvör Nordal, Umboðsmaður barna hefur sent bréf á Strætó BS. vegna nýtilkominna breytingar á verðskrá fyrirtæksins. Með þeirri breytingu hækkaði verðið á árskorti fyrir ungmenni 12-17 ára úr 25.000 í 40.000 krónur, eða um 60%. Umboðsmaður segir ljóst að hækkunin muni hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfðar félagslegar aðstæður.
06.12.2021 - 19:02
Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið
Gular veðurviðvaranir taka gildi í fyrramálið þegar suðaustanstormur skellur á. Veðurstofan spáir hviðum allt að 40 til 45 metrum á sekúndu frá því klukkan átta árdegis til fimm síðdegis á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.
Samgöngukortin heyra sögunni til í bili
Samgöngukort sem starfsfólki ýmissra fyrirtækja og stofnana bauðst að kaupa af Strætó heyra sögunni til með KLAPP, nýju greiðslukerfi Strætó, að minnsta kosti í bili. Þetta segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.
03.12.2021 - 11:09