Færslur: Stormur

Aldrei lent í eins miklu tjóni á bílaleigubílum
Forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir minnst tíu bíla í þeirra eigu hafa eyðilagst í storminum sem gekk yfir landið í fyrradag. Hann segir það standa til að skoða staðsetningarbúnað í bílunum, vegna grunsemda um að ferðamenn hafi keyrt framhjá lokunarpóstum Vegagerðarinnar.
27.09.2022 - 15:44
Ferðamenn slegnir eftir grjótfok sem sprengdi rúður
Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær þegar mikið hvassviðri skall á með grjótfoki. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl þegar rúður sprungu, en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veðurofsinn á þessum stað hafi verið meiri en spáð var og því hafi veginum verið lokað seinna en æskilegt hefði verið.
26.09.2022 - 17:21
Enn bálhvasst á Austfjörðum og mikið foktjón
Mikið eignatjón varð í aftakaveðri sem gekk yfir landið í gær. Veðrið bitnaði einna verst á íbúum Austfjarða, þar sem enn er mjög hvasst og ekki hægt að meta umfang skemmdanna. Starfsemi Eimskips á Reyðarfirði liggur enn niðri og mikið foktjón varð hjá Alcoa Fjarðaáli.
26.09.2022 - 12:26
133 lík fundist eftir mannskaðaveður á Filippseyjum
Minnst 133 hafa fundist látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir Filippseyjar á dögunum. Storminum fygldi gífurlegt vatnsveður sem olli bæði flóðum og aurskriðum.
14.04.2022 - 10:33
Enn mikil flóðahætta á austurströnd Ástralíu
Fjórtán manns hafa farist í óveðri og flóðum sem geisað hafa á austurströnd Ástralíu í rúma viku, tíu í Queensland-ríki og fjögur í Nýja Suður-Wales. Annastacia Palaszczuk, forsætisráðherra Queensland, greindi frá tíunda dauðsfallinu í ríkinu í morgun. Sagði hún að lík 53 ára gamals manns, sem saknað hefur verið síðan á mánudag, hefði fundist undir bryggju í höfninni í Brisbane í gærkvöld. Eins manns er enn saknað í Queensland.
04.03.2022 - 04:57
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Stormur · Flóð · Aurskriður
Mannskaðaveður í Ástralíu
200.000 skipað í skjól og 300.000 bíða fyrirmæla
Almannavarnir í Ástralíu hafa fyrirskipað um 200.000 manns í ríkjunum Queensland og Nýja Suður-Wales að yfirgefa heimili sín hið bráðasta og koma sér í öruggt skjól frá miklum og afar vætusömum óveðursbálki sem mjakar sér suður eftir austurströndinni í áttina að stórborginni Sydney. Um 300.000 til viðbótar hefur verið sagt að búa sig undir að þurfa að stökkva af stað með litlum fyrirvara vegna vaxandi flóðahættu í grennd við ár og stíflur og yfirfull uppistöðulón.
03.03.2022 - 05:44
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Sydney · Flóð · Stormur · Óveður
Appelsínugul veðurviðvörun fyrir landið allt
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs, sem tekur gildi klukkan sjö annað kvöld. Teitur Arason veðurfræðingur, segir það mögulegt að viðvörunin verði hækkuð upp í rautt fyrir Suðurland.
20.02.2022 - 15:22
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Vegagerðin lokar vegum sunnanlands
Vegagerðin tilkynnti rétt í þessu að Suðurstrandarvegi hefði verið lokað vegna veðurs. Þjóðveginum hefur einnig verið lokað frá Skógum og að Vík í Mýrdal og milli Skaftafells og Freysness.
19.02.2022 - 14:21
Minnst ellefu fórust í storminum Eunice
Stormurinn Eunice, sem gekk yfir sunnanvert Bretland og norðanvert Frakkland, Þýskaland, Holland og Belgíu á föstudag hefur kostað minnst ellefu mannslíf. Þrennt fórst á Englandi, fjögur í Hollandi, tveir í Þýskalandi og einn i hvoru um sig Írlandi og Belgíu. Flest hinna látnu dóu þegar þau ýmist lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum eða óku á fallin tré. Tilkynnt hefur verið um fjölda slysa vegna veðurofsans en stormurinn er með þeim verstu sem skollið hefur á Bretlandseyjum í áratugi.
19.02.2022 - 03:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Bretland · Holland · Belgía · Írland · Óveður · Stormur
Dauðsföll af völdum stormsins Malik á Bretlandseyjum
Níu ára drengur og sextug kona létu lífið eftir að þau urðu undir trjám sem féllu af völdum stormsins Malik sem gekk yfir Bretlandseyjar í dag. Veðrið gengur sömuleiðis yfir hluta Þýskalands, Danmörku, Svíþjóð og Noreg.
29.01.2022 - 23:45
Þakplötur fuku og bíll fór út af vegi
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvisvar í nótt, þegar í gildi voru gular veðurviðvaranir vegna suðvestanstorms sem gekk yfir landið.
12.01.2022 - 09:06
Suðvestan hvassviðri eða stormur og él
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir, norðurland vestra og Suðurland.
12.01.2022 - 01:28
„Hreinræktað skítaveður fram undan“
Það er „hreinræktað skítaveður fram undan“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, sem birt var á Facebook síðu þeirra í dag. Veðurstofan spáir suðaustanstormi með 18-25 metrum á sekúndu. Hviður gætu orðið allt að 40 metrar á sekúndu við fjöll.
09.01.2022 - 15:41
Gul veðurviðvörun suðvestanlands tekur gildi í nótt
Veðurstofan hefur gefið út gulaveðurviðvörun vegna austanstorms sem gengur yfir suðvestur og suðurhluta landsins í nótt. Veðrið verður að mestu gengið niður fyrir klukkan níu í fyrramálið.
07.01.2022 - 21:48
Mannskæð flóð á Norður-Spáni
Minnst einn maður hefur látið lífið í flóðum í norðurhluta Spánar, þar sem stór svæði fóru á kaf í asahláku og vatnsveðri. Töluverður snjór hafði safnast upp í Navarra og Baskahéruðum Spánar þegar stormurinn Barra gekk yfir norðanverðan Íberíuskaga með mikið vatnsveður í eftirdragi.
12.12.2021 - 00:56
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Spánn · Flóð · Stormur
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Sjónvarpsfrétt
Vonskuveður setur fótboltamót í uppnám
Appelsíngul viðvörun hefur verið í gildi í dag víða um land og verður að öllum líkindum fram eftir morgni. Á Norðurlandi vestra er veðrið einna verst og fer versnandi.
25.06.2021 - 21:14
Hvað gerðist baksviðs hjá þríeykinu?
Í heimildaþáttaröðinni Stormur er saga Covid-19 á Íslandi sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Þáttaröðin er í sex hlutum og verður tekinn til sýningar í kringum komandi áramót á RÚV.
01.04.2021 - 13:24
Leiðindaveður og leiðindafærð á stórum hluta landsins
Leiðindaveður er á norðan og vestanverðu landinu með töluverðu hvassviðri eða stormi, skafrenningi og snjókomu. Gul viðvörun er í gildi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi með versnandi akstursskilyrðum. Það er hríð og blint á mörgum fjallvegum norðan og vestanlands.
10.03.2021 - 09:56