Færslur: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin í ár
Alþjóðlegu menningarverðlaunin sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur féllu grænlenska ljóðskáldinu og málvísindakonunni Katti Frederiksen í skaut í gær. Hún er 38 ára og núverandi  núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands. Verðlaunin hlýtur hún fyrir lofsvert framlag í þágu tungumála. 
Viðtal
Rómafólk: Ekki spákonur á faraldsfæti
Rómafólk á Íslandi er ósýnilegur hópur. Þetta segir Sofiya Zahova, rannsóknarsérfræðingur við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Zahova sem er frá Búlgaríu hefur meðal annars rannsakað Rómafólk á Íslandi en heimildir eru um að Rómafólk hafi komið hingað til lands í byrjun tuttugustu aldar. Í dag og á morgun eru margir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks saman komnir á vinnustofu í Veröld, húsi Vigdísar. Þar verður meðal annars fjallað um frásagnir Rómafólks.
Myndskeið
„Þori ekki að segja að hún sé falleg“
Rotary-félagar í Reykjavík og aðrir velunnarar gáfu Vigdísi Finnbogadóttur málverk af henni sjálfri. Stephen Lárus Stephen, sonur Karólínu Lárusdóttur myndlistakonu, málaði myndina. Vigdís sagði við afhendinguna að málverkið væri sér kært. „Þakka þér fyrir að mála svona flotta mynd af mér, ég þori ekki að segja að hún sé falleg,“ sagði Vigdís við Stephen.
Tekur við kyndlinum sem tenging við umheiminn
Hús sem gert er í nafni Vigdísar Finnbogadóttur verður að vera góður granni, segir Kristján Garðarsson, hönnunarstjóri vinningstillögunnar að húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem opnað verður við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta.