Færslur: Stjórnvöld

Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
Leggja til afnám undanþágu hjúskapar yngri en átján ára
Breytingar varðandi undanþáguheimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar og á könnun hjónavígsluskilyrða eru meðal þess sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum.
Tímasetning bólusetninga mikilvæg efnahagslífinu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslega viðspyrnu ráðast fyrst og fremst af hraða bólusetninga. Stjórnvöld þurfi að svara því hvort markmið um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár standist. 
Vilja að stjórnvöld tryggi nýliðun með aðgerðum
Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega að í nýrri matvælastefnu Íslands sé ekki að finna aðgerðir til að tryggja nýliðun í bændastétt. Þá finnst samtökunum vanta áherslu á innlenda matvælaframleiðslu. Frestur til að skila umsögnum um stefnuna rennur út á morgun.
Mike Pence andvígur því að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er andvígur því að beita því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar brottvikningu forsetans. Fjöldi Demókrata og nokkur hópur Repúblikana hefur lagt hart að honum að fara þá leið.
Íhuga að höfða mál út af sóttvarnaaðgerðum
Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga að höfða mál á hendur stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar frá því í byrjun októbermánaðar og fá ekki að opna fyrr en í fyrsta lagi 12. janúar samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær.
09.12.2020 - 09:33
Óttast verðhækkanir á matvælum
Reglum um útboð á tollkvótum vegna innflutnings á búvörum verður breytt til að vernda og aðstoða innlenda matvælaframleiðendur samkvæmt frumvarpi landbúnaðarráðherra. Félag atvinnurekenda óttast að þetta leiði til mikillar hækkunar á matvælaverði.
03.12.2020 - 18:15
Myndskeið
Hátt í 50 þúsund ósóttar ferðagjafir
Hátt í fimmtíu þúsund Íslendingar hafa enn ekki notað ferðagjöf stjórnvalda sem rennur út eftir einn og hálfan mánuð. Um 600 milljónir hafa þegar verið nýttar og hefur um þriðjungur runnið til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Klúður stjórnvalda veldur óvissu um landamæraskimun
Það að stjórnvöld hafi ekki birt 300 alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að er hneyksli, segir prófessor í lögfræði. Einn þeirra er alþjóðaheilbrigðisreglugerðin sem vísað er í í sóttvarnalögum. Lagastoð fyrir sóttvarnaaðgerðum á landamærum er því takmörkuð og það er klúður hjá stjórnvöldum segir hann. Reglugerðin bindur því bara ríkið en ekki borgarana. 
20.10.2020 - 12:11
Aðgerðirnar koma ekki eins niður á öllum
„Þær aðgerðir sem þurft hefur að grípa til koma ekki eins niður á öllum. Þetta skapar hættu á togstreitu í samfélaginu, spennu og mögulegri óeiningu, einmitt þegar ríður mest á að við náum að standa saman.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við upphaf samráðsfundar stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til lengri tíma vegna kórónuveirunnar. Hún undirstrikaði mikilvægi þess sætta ólík sjónarmið á þessum erfiðu tímum.
20.08.2020 - 09:54
Lífið á tímum COVID rætt á samráðsfundi á morgun
Samráðsfundur stjórnvalda um lífið næstu misseri, nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru geisar, verður haldinn í fyrramálið. Fundurinn ber yfirskriftina „Að lifa með veirunni“ en efnt var til hans af heilbrigðisráðherra, í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið, samkvæmt tillögu sóttvarnarlæknis.
19.08.2020 - 14:59
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér.