Færslur: stjórnmálamenn
Birgir talaði mest á þingi fyrir jólahlé
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins var ræðukóngur þingsins núna fyrir jólahlé en hann talaði samtals í tæpar tólf klukkustundir í ræðustól Alþingis. Næstur á eftir honum kom Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem talaði í tæpar ellefu klukkustundir.
19.12.2020 - 15:17
Alexandra Ýr var kjörin ritari Samfylkingarinnar
Landsfundur Samfylkingarinnar sem enn stendur í Reykjavík hefur samþykkt stjórnmálaályktun flokksins samhljóða. Þar er kallað eftir markvissum aðgerðum til að bregðast við verstu atvinnukreppu seinni tíma. Alexandra Ýr van Erven var kjörin ritari flokksins með 64% atkvæða.
07.11.2020 - 12:04
Logi verður áfram formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var einn í framboði til formanns á rafrænum landsfundi flokksins sem settur var síðdegis í dag og var endurkjörinn með 96,45 % atkvæða.
06.11.2020 - 17:36
Segir VG hafa gefið allt of mikið eftir í samstarfinu
Vinstri græn hafa gefið allt of mikið eftir í stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokk. Starfsumhverfið innan VG er óheilbrigt og einkennist af aðskilnaðarkúltúr. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka, sem sagði sig úr VG fyrir tæpu ári, í viðtali í Stundinni í dag. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn nýti sér kórónuveirufaraldurinn til að koma umdeildum málum að.
23.10.2020 - 07:23
Örfáum boðið til þingsetningarinnar
Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til setningar Alþingis að þessu sinni sem verður fimmtudaginn 1. október. Athöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, að venju.
28.09.2020 - 19:46
Helga Vala hefur hug á varaformennsku í Samfylkingu
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns flokksins á næsta landsfundi sem haldinn verður í nóvember.
17.09.2020 - 04:43
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.
21.08.2020 - 14:13
Ellefu taílenskir mótmælendur ákærðir fyrir undirróður
Nokkrir taílenskir andófsmenn voru handteknir í dag. Alls hafa því ellefu verið handekin úr lýðræðishreyfingu ungs fólks sem hefur kallað eftir breytingum á ríkisstjórn landsins og nýrri stjórnarskrá ásamt lögum um konungsfjölskyldu landsins.
20.08.2020 - 14:40
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.
17.08.2020 - 08:37
Bandarískir þingmenn bannaðir af Kínastjórn
Kínastjórn ákvað í dag að setja ótilgreint viðskiptabann á öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio og tíu aðra Bandaríkjamenn vegna harðrar andstöðu þeirra við beitingu öryggislaga í Hong Kong.
10.08.2020 - 15:16
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
01.08.2020 - 03:47
Donald Trump skiptir um kosningastjóra
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann víki Brad Parscale kosningastjóra sínum til hliðar. Þetta gerir forsetinn til að blása nýju lífi í framboð sitt sem hefur mátt þola nokkurn mótbyr.
16.07.2020 - 03:02
Skynjar pirring í orðum ráðherra
Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.
14.01.2020 - 12:38