Færslur: stjórnarskrá

Sigurður Ingi styður frumvörp forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, styður frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá og segist tilbúinn til að vera meðal flutningsmanna þeirra. „Við framsóknarmenn erum tilbúnir til þess að fjalla á jákvæðan hátt um þetta og ég get því vel hugsað mér að vera flutningsmaður að þessum frumvörpum,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.
12.11.2020 - 16:57
Umræða um stjórnarskrá stærri en einstaka flokkar
Forsætisráðherra vill láta reyna á hvort meiri sátt náist um stjórnarskrárbreytingar innan veggja þingsins. Þingmenn verði að átta sig á að málið sé stærra en einstaka flokkar.
11.11.2020 - 22:01
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Náðu ekki samkomulagi um stjórnarskrárbreytingar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist ekki búast við samkomulagi milli formanna þingflokkanna um breytingartillögur forsætisráðherra á stjórnarskrárákvæðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, styður þrjú af fjögur frumvörpum forsætisráðherra.
11.11.2020 - 08:13
Frumvarp Katrínar gefur þingmönnum frjálsari hendur
Meiri líkur eru en minni á að stjórnarskrárfrumvörp Katrínar Jakobsdóttur verði samþykkt á Alþingi. Þetta er mat Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings. Þingmenn séu ekki eins bundnir af flokksaga í stjórnarskrármálinu þar sem hún leggur frumvörpin fram sem þingmaður, ekki forsætisráðherra.
Stjórnarskrárskipti samþykkt í Chile
Útlit er fyrir að meirihluti Chilebúa sé fylgjandi því að skipta út stjórnarskrá landsins. Kosið var um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.
Kosið verður um nýja stjórnarskrá Síle á sunnudag
Almenningur í Síle gengur að kjörborðinu á sunnudag í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Á síðasta ári safnaðist fólk út á götur og torg í landinu í miklum mótmælum til að krefjast nýrrar stjórnarskrá.
24.10.2020 - 02:58
Myndskeið
Hverjar voru tillögur stjórnlagaráðs?
Þjóðin greiddi atkvæði þann 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni í tengslum við þær. Þann 24. maí sama ár hafði Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem var kveðið á um spurningarnar sex sem bornar voru upp í atkvæðagreiðslunni.
22.10.2020 - 14:53
Ný stjórnarskrá ratar á Alþingi í dag
Mælt verður fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá á Alþingi í dag, í fjórða sinn. Þingmenn Pírata og Samfylkingar og tveir þingmenn utan flokka leggja frumvarpið fram. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Pírata, er hóflega bjartsýn um að það nái fram að ganga í þetta sinn.
Myndskeið
Hvað er nýja stjórnarskráin?
Baráttufólk fyrir nýrri stjórnarskrá vonast margt til að hún komist á dagskrá fyrir Alþingiskosningarnar að ári. Prófessor í stjórnskipunarrétti segir að búið sé að hafna því að tillögur stjórnlagaráðs verði samþykktar í einu lagi.
Litlar líkur á sátt um breytingar á stjórnarskrá
Litlar líkur eru taldar á að hægt verði að ná sátt á Alþingi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok þessa kjörtímabils. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir að erfitt verði að ná samkomulagi ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir.
14.10.2020 - 18:15
Vonast eftir efnislegri umræðu um ákvæði í frumvörpunum
Feneyjanefnd Evrópuráðsins telur í áliti sínu, sem birt var í gærkvöld, að í tillögum um breytingar á stjórnarskránni sé of mikið vald framselt í hendur löggjafans og að samræma þurfi ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur reglum um synjunarvald forsetans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur mesta áherslu á að Alþingi ræði efnislega um inntak ákvæða í stjórnarskrárfrumvörpunum.
10.10.2020 - 12:49
Feneyjanefndin fagnar markmiðum en kemur með ábendingar
Feneyjanefndin, ráðgjafanefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál, birti í dag álit sitt á fjórum frumvörpum til stjórnarskipunarlaga, sem íslensk stjórnvöld óskuðu eftir í vor. Nefndin fagnar markmiðum frumvarpanna en tekur ekki afstöðu til þess hvort betra sé að fara þá leið að gera afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum eða að taka í notkun glænýja stjórnarskrá.
09.10.2020 - 21:26
Viðtal
Stjórnarskrártillagan er spegill okkar mannlífs
Á morgun, laugardag, fer fram Leit að töfrum í Hafnarhúsinu. Þar er á ferðinni verkefni og viðburður sem myndlistarmennirnir Ólafur Ólafsson og Libia Castro hafa staðið fyrir á undanförnum misserum í samstarfi við stóran hóp listafólks og aðgerðasinna sem kalla sig Töfrateymið. Verkefnið hverfist um tillöguna að nýrri stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland frá árinu 2011. Nú hefur verið samin tónlist við allar 114 greinar tillögunnar. Víðsjá ræddi við framkvæmdastjóra verkefnisins. 
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Efast um að sóttvarnaraðgerðir standist stjórnarskrá
Íslenskt samfélag hefur verið rekið án tillits til stjórnarskrár og laga um margra mánaða skeið. Þetta segir Reimar Pétursson lögmaður og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar Hann segir að það hljóti að teljast vafasamt hvort hertar aðgerðir á landamærum og takmarkanir á atvinnufrelsi fjölmennra hópa samrýmist stjórnarskrá og lögum.
29.08.2020 - 12:27
Ellefu taílenskir mótmælendur ákærðir fyrir undirróður
Nokkrir taílenskir andófsmenn voru handteknir í dag. Alls hafa því ellefu verið handekin úr lýðræðishreyfingu ungs fólks sem hefur kallað eftir breytingum á ríkisstjórn landsins og nýrri stjórnarskrá ásamt lögum um konungsfjölskyldu landsins.
20.08.2020 - 14:40
Tillögu Borisovs um nýja stjórnarskrá hafnað
Boyko Borisov forsætisráðherra Búlgaríu reyndi í dag að binda endi á langa hrinu mótmæla gegn spillingu í landinu með því að stinga upp á setningu nýrrar stjórnarskrár.
14.08.2020 - 20:15
Aðgerðasinnar handteknir í Tælandi
Baráttumaður fyrir lýðræðisumbótum í Tælandi var handtekinn í dag. Parit Chiwarak er þriðji andófsmaðurinn til að vera handtekinn þar í landi á einni viku.
14.08.2020 - 14:30
Myndskeið
Guðna hugnast hugmyndir um sex ára kjörtímabil
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við látlausa athöfn í Alþingishúsinu í dag. Hann hefur þar með sitt annað kjörtímabil.
Til í að skoða að kosningaaldur miðist við fæðingarár
Forsætisráðherra vonast til að ljúka vinnu við ný stjórnarskrárfrumvörp í september en 214 umsagnir bárust um frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í samráðsgátt stjórnvalda. Hún á ekki von á að allir flokkar standi á bak við tillögur hennar.
25.07.2020 - 18:24
Myndskeið
Kynntu niðurstöður rökræðukönnunar
Helstu niðurstöður rökræðukönnunar um stjórnarskrá voru kynntar í Veröld í morgun. Félagsvísindastofnun, Öndvegisverkefnið lýðræðisleg stjórnarskrárgerð og Center for Deliberative Democracy héldu fundinn.
25.01.2020 - 13:32
Spyr hvort samstaða sé á Alþingi um nýtt kvótakerfi
Þingmenn spurðu forsætisráðherra um fyrirhugað auðlindaákvæði og umbætur á kvótakerfinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði að það væri mikilvægt að sem breiðust samstaða skapaðist um að auðlindir væru eign þjóðarinnar og enginn gæti fengið þær afhentar með varanlegum hætti. „Þá væri kannski hugsanlega hægt að grafa þá þrætu, varanlega í íslenskri pólitík, ef Alþingi gæti komi sér saman um að samþykkja slíkt ákvæði.“
Samherjamálið kalli ekki á grundvallarbreytingar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki trufla sig persónulega að einhverjir hafi hagnast á kvótakerfinu. Að hans mati kalli Samherjamálið ekki á nýja stjórnarskrá eða grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem hann telur vel heppnað í öllum aðalatriðum. Hins vegar komi til álita að stærri útvegsfyrirtæki verði látin lúta sömu kröfum og fyrirtæki á markaði eða að þeim verði gert að skrá sig á markað, nái þau ákveðinni stærð.
Myndband
Mótmælendur krefjast nýrrar stjórnarskrár
Mótmæli hófust á Austurvelli á öðrum tímanum í dag. Fjöldi mótmælenda er þar saman kominn. Krafist er afsagnar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna nýtist til uppbyggingar samfélagsins og til að „tryggja mannsæmandi lífskjör allra“.
23.11.2019 - 15:13