Færslur: Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar

Geðheilbrigðismálin vanmetin í fjárlagafrumvarpi
Samtökin Geðhjálp segja fjárlagafrumvarp og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skorta yfirsýn í geðheilbrigðismálum. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segir frumvarpið vera vonbrigði og kallar eftir betra samráði við fagaðila. Hann segir fjárhæðirnar sem ætlaðar séu í málaflokkinn séu aðeins dropi í hafið og þá sérstaklega á tímum heimsfaraldurs sem margfaldi þjónustuþörfina.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Ekki á hreinu hvað fagleg stjórn þýðir
Settur forstjóri Landspítalans segir eftir að koma í ljós hvað það þýði að setja faglega stjórn yfir spítalann. Stjórnvöld segja það eftir norrænni fyrirmynd, en forstjórinn segir fyrirkomulagið mismunandi milli landa.
Spegillinn
„Við höfum eignast menningarráðuneyti“
Formaður Bandalags íslenskra listamanna sér sóknarfæri í því að færa listir og menningu í nýtt ráðuneyti. Fyrst um sinn hafi hugmyndin um samkrull viðskipta, ferðaþjónustu og lista þó strokið mörgum listamönnum öfugt. Listin þurfi að fá að vera til listarinnar vegna, ekki bara sem féþúfa.
„Svæðisborgin“ Akureyri í nýjum stjórnarsáttmála
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að mótuð verði stefna um að skilgreina frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir þetta viðurkenningu stjórnvalda á að byggja upp annað borgarsvæði á Íslandi.
Telur styrk í því að hafa orku- og loftslagsmálin saman
Það heyrir til tíðinda að búið sé að splæsa orku-, loftslags-, og umhverfismálum saman í eitt ráðuneyti. Því stýrir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa gagnrýnt ráðahaginn en Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir í þessu felast dýrmæt tækifæri. 
„Verður að hafa í huga þennan freistnivanda“
Prófessor í stjórnmálafræði telur það nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. Það þurfi að taka yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti.