Færslur: Stjórnarráðið

Segir ríkisstjórnina skorta yfirsýn
Forsætisráðherra mælir fyrir tillögu sinni um breytta skipan ráðuneyta á Alþingi síðar í dag. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki hafa neina yfirsýn yfir verkefnið.
15.12.2021 - 12:40
Tillaga á þingi um breytingu ráðuneyta
Tillaga forsætisráðherra til þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta var birt á vef Alþingis undir kvöld. Þar er gerð grein fyrir þeim breytingum sem verða á uppbyggingu ráðuneyta og verkefnaskiptingu þeirra með nýrri ríkisstjórn. Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að breytingarnar taki gildi 1. febrúar. Ráðuneytum fjölgar um tvö. Kostnaður við nýtt ráðuneyti er 190 millónir á ársgrundvelli. Heildarkostnaður verður þó minni en 380 milljónir því ráðherraum fækkar minna en ráðuneytum.
10.12.2021 - 18:58
Skortir skýringar á mikilli uppstokkun í Stjórnarráði
Ástæður fyrir mikilli uppstokkun innan stjórnarráðsins eru enn óljósar, að sögn Evu Heiðu Önnudóttir, prófessors í Stjórnmálafræði.
Plastmengun ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar
Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í nýrri skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Í skýrsluni segir að margt hafi áunnist á undanförnum áratugum í baráttunni gegn mengun hafsins, en áríðandi sé að bregðast við þessari ógn sem fyrst.
Samið á ný um nauðsynlegar tannlækningar
Nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna hefur verið samþykktur af heilbrigðisráðherra. Hann nær til nauðsynlegra tannlækninga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma fyrir sjúkratryggða. Samningurinn gildir til 30.september 2022.
Nýr gagnagrunnur um íslensk mannvirki
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa ákveðið að hefja uppbyggingu nýrrar mannvirkjaskrár, gagnagrunns um íslensk mannvirki. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands.
30.06.2021 - 13:19
Átta skipasmíðastöðvar vilja smíða nýtt rannsóknaskip
Átta skipasmíðastöðvar vilja bjóða í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Þetta varð ljóst þegar forútboð í smíðina var opnað hjá Ríkiskaupum.
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt til varnar
Til þess að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt þarf nú ekki aðeins að höfða mál gegn umsækjanda um stöðu, heldur einnig kærunefndinni, samkvæmt nýjum lögum um stjórnsýslu jafnréttismála sem samþykkt voru á Alþingi 17. desember 2020, og tóku gildi 6. janúar.
Framlengja heimildir sveitastjórna vegna faraldursins
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur framlengt heimild sem sveitarstjórnir landsins fengu til að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða í sveitarstjórnarlögum svo tryggja mætti starfhæfi þeirra á tímum kórónuveirufaraldursins.
12.08.2020 - 16:19
Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis í sóttkví
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis eru komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Aldís Stefánsdóttir, mannauðsstjóri fjármálaráðuneytisins í samtali við fréttastofu. 
Rannsóknarnefnd almannavarna virkjuð í fyrsta sinn
Dómsmálaráðherra hefur virkjað rannsóknarnefnd almannavarna í fyrsta sinn, vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í síðustu viku. Nefndinni er ætlað að rýna og meta almannavarnaraðgerðir og gera tillögur að úrbótum.
Tólf sóttu um forstjórastöðu hjá UST
Tólf umsækjendur sóttu um stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar. Embættið var auglýst laust til umsóknar 12. október og umsóknarfrestur rann út 28. október. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð þess efnis til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Myndskeið
Minjar frá elstu tíð við Stjórnarráðið
Fornleifauppgröftur hófst á einum fjölfarnasta stað landsins, Stjórnarráðsreitnum í Reykjavík, fyrir hálfum mánuði. Þegar hafa komið í ljós leirbrot en þess er vænst að minjar frá elstu tíð komi í ljós. 
08.10.2019 - 19:00
Fréttaskýring
Kolefnisjöfnun í sókn: „Ekki nóg að bursta“
Hvað eiga Stjórnarráð Íslands, Orkan, Bónus, Þjóðkirkjan, Ikea, Ölgerðin og bókabíll Borgarbókasafnsins sameiginlegt? Jú, þau hafa kolefnisjafnað starfsemina eða hafa áform um að gera það. Listinn er ekki tæmandi. Kolefnisjöfnun er aftur orðin áberandi í umræðunni. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að það þurfi að vinna samtímis að losun og bindingu. Rétt eins og manneskja með tannskemmdir þurfi bæði að huga að tannburstun og minnka sælgætisát