Færslur: stjórnarmyndunarviðræður

Vinna enn að skiptingu ráðuneyta
Formenn stjórnarflokkanna segja einungis dagaspursmál hvenær ný ríkisstjórn verður kynnt. Ekki er endanlega búið að skipta verkum milli flokkanna.
Stjórnarandstaðan segir seinkun fjárlaga valda óvissu
Stjórnarandstaðan gagnrýnir harðlega hve seint fjárlagafrumvarpið er lagt fram og efast um samstöðu stjórnarflokkanna í málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist mjög bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, nýr stjórnarsáttmáli kynntur og frumvarp til fjárlaga lagt fram um mánaðamót.
Segja viðræður ganga vel og hlakka til þingstarfa
Formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks segja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formennirnir eru óþreyjufullir að hefja þingstörf eftir meira en fjögurra mánaða hlé. 
Getur hugsað sér að vera áfram fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson segist vel geta hugsað sér að vera áfram í fjármálaráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn þótt ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir frumvarp um hálendisþjóðgarð ekki verða óbreytt í nýjum stjórnarsáttmála. Ef vel gangi næstu daga verði hægt að kynna nýja ríkisstjórn eftir rúma viku. 
Ný ríkisstjórn í næstu viku
Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt í lok næstu viku, gangi markmið formanna stjórnarflokkanna eftir. Samkomulag hefur náðst um stór mál eins og grænar fjárfestingar og rammaáætlun. Verkefni verða flutt á milli ráðuneyta og ekki útilokað að nýtt ráðuneyti verði stofnað.
Hafa rætt stjórnarmyndun í rúmar fimm vikur
Formenn stjórnarflokkanna hittast á föstudag til að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Formenn Vinstri grænna og Framsóknar koma heim af þingi Norðurlandaráðs á morgun. Undirbúningskjörbréfanefnd fundar stíft á sama tíma og er niðurstöðu hennar beðið. Gangi allt eftir gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós um miðjan mánuðinn.
Viðtal
Ný stjórn verði að bíða niðurstöðu kjörbréfanefndar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það óvenjulega stöðu á síðustu tímum að engin óvissa sé um ríkisstjórn og meirihluta hennar að loknum þingkosningum. Fyrir liggi langtímastefnumótun, sem sé önnur staða en að vera í algjörri óvissu um komandi tíð. Ný stjórn verði líklega ekki kynnt fyrr en niðurstaða liggur fyrir í Norðvesturkjördæmi.
Ráðherrar á þönum og hlé á stjórnarmyndunarviðræðum
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow: Forsætisráðherra, umhverfisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þá sækir formaður Framsóknarflokksins þing Norðurlandaráðs á sama tíma. Því er ljóst að formlegar stjórnarmyndunarviðræður munu liggja niðri um hríð.
Þurfa nú að semja um grundvallarmálin
Prófessor í stjórnmálafræði segir að stjórnarflokkunum gæti reynst erfiðara að ná saman um grundvallarmál við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki gangi til lengdar að láta slík mál sitja á hakanum.
Loftslagsmálin stór í stjórnarmyndunarviðræðunum
Formenn flokkanna þriggja segja enn sé verið að tala um málaflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Áfram á að leggja áherslu á loftslagsmál en flokkarnir hafa ólíka sýn á það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að eitthvað verði að gera í því þunglamalega fyrirkomulagi sem rammaáætlunar er þegar teknar séu ákvarðanir um græna orku.
Viðtal
Ekki komin á þann stað að skrifa stjórnarsáttmála
Kærumál vegna endurtalningar í alþingiskosningunum hafa ekki áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, að sögn formanna ríkisstjórnarflokkanna. Mikilvægt sé að vanda til verka og gefa sér góðan tíma í viðræðurnar til að fyrirbyggja ágreining. Þau telja ólíklegt að til tíðinda dragi á næstunni. 
Ráðherraskipan og verkaskipting alls óákveðin
Formenn ríkisstjórnarflokkanna hittust aftur í ráðherrabústaðnum í dag til að ræða myndun næstu ríkisstjórnar. Ráðherraskipan og skipting verkefna verður ákveðin á síðari stigum viðræðanna.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Línur ættu að skýrast um miðja næstu viku
Það ætti að skýrast um miðja næstu viku hvort framahald verður á stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Líklegt er að þing komi ekki saman fyrr en um mánaðamót.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins halda áfram viðræðum í dag um nýja ríkisstjórn. Formennirnir hafa þegar átt nokkra fundi, enda lýstu þeir yfir fyrir kosningar að ef stjórnarflokkarnir héldu þingmeirihluta væri fyrsti kosturinn eftir kosningar að skoða áframhaldandi samstarf.
Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.
Sjónvarpsfrétt
Hvetur þingmenn til að stöðva „hættulega vinstristjórn“
Átta flokkar hafa komist að samkomulagi um stjórnarsamstarf í Ísrael, sem virðist hafa að markmiði að koma forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu frá. Netanyahu hvetur þingmenn til að stöðva það sem hann kallar stórhættulega vinstristjórn.