Færslur: Stjórnarmyndun 2017

Á annað hundrað úrsagnir úr Vinstri grænum
Á annað hundrað flokksfélaga hafa sagt sig úr Vinstri grænum eftir að ákveðið var að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Á sama tíma hafa sjötíu skráð sig í flokkinn.
02.12.2017 - 14:15
Myndskreyttur sáttmáli til marks um nýja tíma
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var myndskreyttur að þessu sinni. Það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem sá um myndskreytinguna. Teymið sem sá um framsetninguna segir nútímalegt að myndskreyta stjórnarsáttmála, framsetningin sé til marks um að við lifum í sífellt sjónrænni heimi og viljum bæta léttleika inn á svið sem eru of þurr og tyrfin fyrir.
01.12.2017 - 20:50
Sigurður Ingi samstarfsráðherra Norðurlanda
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að skipa Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda.
01.12.2017 - 16:27
Forngripir, skeifur og perlur í nýjar hendur
Eyfirskur forngripur, gæfuskeifa, Djúpalónsperla, forneskjulegur lykill að óþekktri hurð og fleiri smágripir komu í hlut nýrra ráðherra í dag við lyklaskipti í ráðuneytum þegar ný ríkisstjórn tók formlega við völdum. Fráfarandi ráðherrar óskuðu eftirmönnum sínum velfarnaðar í starfi.
01.12.2017 - 14:31
Fyrsti fundur nýju stjórnarinnar hafinn
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kom saman til fundar í Stjórnarráðshúsinu í fyrsta skipti í dag klukkan tvö. Ráðherrarnir tóku við lyklavöldum í ráðuneytum sínum í morgun og í hádeginu áður en ríkisstjórnin kom saman til fundar.
01.12.2017 - 14:23
Myndskeið
Fengu sér í nefið við lyklaskiptin
Sigurður Ingi Jóhannsson tók í morgun við lyklum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni sem hverfur úr ríkisstjórn. Sigurður segir að hann hlakki til að bretta upp ermar og setja sig inn í þau mál sem eru brýnust. Sigurður Ingi og Jón Gunnarsson fengu sér í nefið við lyklaskiptin. 
01.12.2017 - 12:05
Engir hveitibrauðsdagar framundan
Ríkisstjórnin mun ekki eiga neina hveitibrauðsdaga því lausir samningar eru við stóra hópa opinberra starfsmanna, segir formaður Samtaka atvinnulífsins. Formaður BSRB fagnar því að í stjórnarsáttmála sé boðað samráð við aðila vinnumarkaðarins.
01.12.2017 - 11:51
Myndskeið
Bjarni tekur við fjármálaráðuneyti
Bjarni Benediktsson tók í morgun við lyklavöldum í fjármála- og efnahagsráðuneyti af Benedikt Jóhannessyni, fráfarandi fjármálaráðherra.
01.12.2017 - 10:09
Myndskeið
Katrín tekur við lyklavöldum
Katrín Jakobsdóttir tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni, sem snýr aftur í fjármálaráðuneytið eftir tæpt ár í forsætisráðuneytinu. Katrín segir að dagurinn leggist vel í sig.
01.12.2017 - 09:44
Forsætisráðherra kennir „Jólabókaflóðið“
Endurmenntun Háskóla Íslands auglýsti í dag kvöldnámskeiðið „Jólabókaflóðið" sem hefst í janúar næstkomandi. Ekki verður betur séð en Katrín Jakobsdóttir, nýskipaður forsætisráðherra lýðveldisins, verði kennarinn sem leiða mun nemendur í allan sannleika um jólabókaflóðið.
30.11.2017 - 21:00
Vilja styrkja stöðu kynferðisbrotaþola
Ný ríkisstjórn ætlar að bæta stöðu þolenda í kynferðisbrotamálum, bæði með því að styrkja innviði réttarvörslukerfisins og með því að rýna í lagaumhverfi kynferðisbrota. Þetta kemur fram í jafnréttismálakafla stjórnarsáttmálans sem kynntur var í morgunn.
30.11.2017 - 20:47
Myndskeið
Aukið samstarf og sterkara Alþingi
Það sem skrifað var í stjórnarsáttmálann um að efla Alþingi og auka samstarf þvert á línur stjórnar og stjórnarandstöðu er meira en áður hefur verið gert, segir formaður Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra vill styrkja Alþingi fjárhagslega svo það geti veitt framkvæmdavaldinu aukið aðhald. Þetta er meðal þess sem forystumenn stjórnarflokkanna ræddu í Kastljósi í kvöld.
30.11.2017 - 20:26
Myndskeið
Óljós sáttmáli að mati stjórnarandstöðu
Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna lýsa takmarkaðri ánægju með málefnasáttmála nýju ríkisstjórnarinnar. Formenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins telja lítið gert fyrir efnaminna fólk og þingflokksformaður Pírata segir kjósendur svikna um stjórnarskrá. Þingmenn Miðflokksins og Viðreisnar segja óljóst hvað sáttmálinn merki.
30.11.2017 - 19:39
Myndskeið
Katrín heiðruð á þingi Women Political Leaders
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var heiðruð á ráðstefnu Women Political Leaders síðdegis, örfáum klukkustundum eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra. Katrín uppskar mikið lófaklapp og ráðstefnugestir stóðu á fætur þegar hún gekk í salinn. Fundarstjóri hafði á orði að aðeins tveimur dögum eftir að samtökin kæmu til landsins væri kona orðin forsætisráðherra.
30.11.2017 - 18:23
Fjölmörg verkefni framundan
Fullur vilji er innan nýrrar ríkisstjórnar um að hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun er varðar kynferðisbrot innan refsivörslukerfisins, að sögn Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðar- ferðamála og nýsköpunarráðherra bíða mörg verkefni innan ferðamála.
30.11.2017 - 18:18
Fékk 10 mínútur til að upplýsa samstarfsmenn
​​​​​​​Aðdragandinn að því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar varð umhverfisráðherra var býsna skammur. Hann lýsti honum í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar tvö í dag, sem hann var í ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra.
Örskýring
Ný ríkisstjórn tekin við – þau eru ráðherrar
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, tók við völdum í dag. Ríkisstjórnin hittist á sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis. Níu af ellefu ráðherrum hafa áður gegnt embætti ráðherra. Einn ráðherranna hefur gegnt þingmennsku fyrir tvo af þeim þremur flokkum sem standa að ríkisstjórninni.
30.11.2017 - 15:49
Viðtal
Katrín hringdi í Guðmund í gær
„Hún hringdi í gær – svo hafði hún aftur samband í gærkvöldi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra Vinstri grænna. Guðmundur situr ekki á þingi heldur hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. Hann segir að það leggist ágætlega í sig að verða stjórnmálamaður. „Það leggst bara ágætlega í mig. Ég er fyrst og fremst bara auðmjúkur og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt.“
30.11.2017 - 15:14
Mynd með færslu
Ný ríkisstjórn tekur við
Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kemur á Bessastaði nú klukkan þrjú til síns fyrsta ríkisráðsfundar og tekur þar formlega við völdum. Sex nýir ráðherrar eru í stjórninni, en af þeim hafa fjórir gegnt ráðherraembætti áður. Fréttastofa sýnir beint frá Bessastöðum hér á vefnum og í sjónvarpinu á RÚV2.
30.11.2017 - 14:50
Viðtal
„Svona er bara pólitíkin“
Jón Gunnarsson segir að það að missa ráðherraembætti sé eitt af því sem menn verði að þola þegar þeir eru í stjórnmálum. Jón var samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra í síðustu ríkisstjórn en verður ekki ráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann segist hafa fengið tækifæri til að sýna hvers hann er megnugur með störfum sínum í ráðuneytinu.
30.11.2017 - 14:37
Viðtöl
Taka afstöðu til mála eftir sinni sannfæringu
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á flokksráðsfundi í gær, segjast bæði styðja ráðherraval flokksins og þau ætli ekki að segja sig úr þingflokknum. Þau segjast munu taka afstöðu til mála eftir sannfæringu sinni.
Sex karlar og fimm konur
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er skipuð sex körlum og fimm konum. Kynjaskiptingin er jafn nálægt því að vera jöfn hjá öllum flokkum og hún gat orðið, en þar sem hver og einn flokkur er með oddatölu ráðherra hallar alltaf um einn á annað kynið. Þrír af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eru karlmenn og tvær konur. Framsóknarmenn völdu tvo karlmenn og eina konu í ráðherralið sitt og hjá Vinstri grænum völdust tvær konur á móti einum karlmanni.
30.11.2017 - 13:10
Viðtal
Andrés og Rósa verða áfram í þingflokknum
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og verðandi forsætisráðherra, segist hafa valið að sækja einn ráðherra sinna út fyrir þingið til að styrkja þingflokkinn í ljósi þess að óvissa hafi verið um stuðning tveggja þingmanna við ríkisstjórnina. Á þingflokksfundi nú í hádeginu kom hins vegar í ljós að þingmennirnir tveir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, hygðust vera áfram hluti af þingflokknum.
30.11.2017 - 12:43
Viðtal
Jón Gunnarsson dettur úr ríkisstjórn
Þrír af sex ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá síðasta kjörtímabili gegna áfram sömu embættum í nýrri ríkisstjórn. Kristján Þór Júlíusson færist úr menntamálaráðuneytinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið en Jón Gunnarsson, sem var samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra missir sæti sitt í ríkisstjórn.
30.11.2017 - 12:39
Viðtal
Erfitt val á ráðherrum
Tillaga um hverjir verða ráðherrar Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn var samþykkt samhljóða á þingflokksfundi í hádeginu, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins og verðandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Auk hans verða ráðherrar þau Lilja Alfreðsdóttir sem verður menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason sem verður félagsmálaráðherra.
30.11.2017 - 12:24