Færslur: Stjórnarmyndun

Ný ríkisstjórn mynduð í Ísrael
Stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael tókust á síðustu stundu fyrr í kvöld. Yair Lapid, formaður miðjuflokksins Yesh Atid, sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum mínútum áður en stjórnarmyndunarumboð hans rann út.
02.06.2021 - 20:56
Tólf ára stjórnartíð Netanjahús virðist senn á enda
Valdatíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels virðist senn á enda því þjóðernissinninn Naftali Bennett hefur samþykkt að ganga til liðs við samsteypustjórn miðjumannsins Yair Lapid. Netanjahú segir slíka stjórn geta skapað hættu fyrir Ísrael.
Ræðst í dag hvort formenn halda viðræðum áfram
Stjórnarmyndunarviðræðum verður haldið áfram nú fyrir hádegi. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætti það að skýrast í dag hvort flokkarnir séu reiðubúnir í að skrifa saman stjórnarsáttmála. 
Hittast aftur í fyrramálið
Formenn flokkanna fjögurra sem freista þess nú að mynda ríkisstjórn komu saman til fundar í húsakynnum Alþingis í kvöld. Fundi er lokið er en fréttastofa hefur ekki fregnir af því hver árangur varð af þeim fundi. Flokkarnir halda áfram viðræðum sínum í fyrramálið.
Viðtal
Katrín: Förum eins langt og við getum í kvöld
Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata koma í kvöld saman til að ræða stöðu stjórnarmyndunarviðræðna. Þar fara þau yfir stöðuna eins og hún er eftir fundi flokkanna í gær og fyrradag auk þingflokksfunda í dag. Katrín á ekki von á að úrslit stjórnarmyndunarviðræðnanna ráðist á fundinum í kvöld en segir að þar fari viðsemjendur eins langt og hægt er. Hún segir að það verði að vera orðið ljóst á morgun hvort flokkarnir mynda saman stjórn eða ekki.
05.11.2017 - 18:04
Formenn flokkanna hittast síðdegis
Formenn Vinstri-grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata ætla að hittast á fundi síðar í dag. Það verður fyrsti fundur þeirra eftir að þingflokkar þeirra réðu ráðum sínum fyrr í dag. Þá fóru þingflokkarnir, hver fyrir sig, yfir það sem fram hefur komið í viðræðum síðustu tveggja daga um mögulega stjórnarmyndun flokkanna fjögurra.
05.11.2017 - 15:53
Þingflokkarnir funda um stjórnarmyndun
Flokkarnir fjórir sem reyna að mynda ríkisstjórn halda allir þingflokksfundi nú um hádegisbil þar sem staðan í viðræðunum verður metin. Formaður VG segir það eiga að skýrast í síðasta lagi á morgun hvort flokkarnir séu tilbúnir í stjórnarsamstarf.
05.11.2017 - 12:17
Annað hvort að blekkja sjálfa sig eða þjóðina
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, undrast að að forystumenn flokkanna sem nú reyna stjórnarmyndun ætli sér fyrst og fremst að ná saman um stór mál sem þeir geti sammælst um. Hann telur að með þessu séu þeir annað hvort að blekkja sjálfa sig eða þjóðina því erfitt sé að láta þetta ganga upp. Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að það að búa til fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn snúist aðallega um að mynda góða liðsheild frekar en ítarlegan málefnasamning.
05.11.2017 - 11:41
Myndskeið
Segir viðræðurnar ganga hraðar en í fyrra
Öðrum fundadegi stjórnarandstöðuflokkanna eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið lauk síðdegis. Katrín segir að viðræðurnar gangi hraðar fyrir sig en í fyrra þegar á þriðja mánuð leið frá kosningum þar til ríkisstjórn var mynduð. Fulltrúar flokkanna í viðræðum gærdagsins og dagsins í dag ræða við þingflokka sína á morgun og þá er gert ráð fyrir að framhaldið fari að skýrast.
Ákall um að fleiri komi að borðinu
Úrslit kosninganna um síðustu helgi eru líklega ákall um að fleiri komi að borðinu frekar en þá gömlu hugsun um að mynduð verði stjórn með miklum meirihluta. Þetta sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri-grænna, í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Hann sagði ekki nóg að mynda nýja ríkisstjórn heldur þyrfti líka að breyta vinnubrögðunum á Alþingi.
Stjórnarmyndunarviðræður eftir hádegið
Fulltrúar flokkanna fjögurra funda áfram í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Aukinnar bjartsýni gætir hjá sumum  þingmönnum flokkanna eftir fund gærdagsins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að staðan ætti að skýrast eftir helgina.
04.11.2017 - 12:18
Viðtal
Verða að gefa eftir gagnvart fleiri flokkum
Flokkarnir fjórir sem nú taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum verða ekki aðeins að vera reiðubúnir að gefa eftir í samstarfi innbyrðis heldur líka í samvinnu við aðra flokka á þingi. Þannig megi leitast við að skapa breiðari samstöðu um mál. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við upphaf formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.
03.11.2017 - 12:56
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, hefjast í dag á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokks koma þar saman til fundahalda klukkan eitt í dag.
03.11.2017 - 10:28
Ætla að vera „öðruvísi“ stjórnarandstaða
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn muni leggja áherslu á „öðru vísi stjórnarandstöðu“. Flokkurinn hyggst styðja ríkisstjórnina í góðum verkum en ekki veita henni hlutleysi. Viðreisn ætlar að bjóða sem víðast fram í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári.
03.11.2017 - 08:15
Skýrist í dag hvort formlegar viðræður hefjast
Formaður Vinstri grænna heldur áfram óformlegum viðræðum nú í hádeginu við formenn Framsóknarflokks, Pírata og Samfylkingar um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju. Það skýrist síðar í dag hvort farið verður fram á formlegt umboð til stjórnarmyndunar.
02.11.2017 - 12:39
Telur að Sigmundur og Sigurður geti náð saman
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er bjartsýn á að gömlu stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir formenn allra flokka tala saman, meðal annars Sigmund Davíð og Sigurð Inga, sem hann telur að geti vel unnið saman.
02.11.2017 - 09:13
Samfylking situr á fundi – Vinstri græn búin
Óformlegar viðræður fráfarandi stjórnarandstöðuflokka um myndun ríkisstjórnar standa enn. Niðurstaða liggur ekki fyrir. Þingflokkur Vinstri grænna hefur nýlokið fundi sínum og þingflokkur Samfylkingar situr nú á fundi. Enn er rætt um myndun fimm flokka stjórnar. Formenn flokkanna vilja enn ekkert gefa upp um stöðu mála annað en að verið er að tala saman.
01.11.2017 - 15:07
Staðan í viðræðum skýrist í dag eða á morgun
Það skýrist í dag eða síðasta lagi á morgun hvort þreifingar um stjórnarmyndun bera árangur. Enn eru óformlegar viðræður um myndun fimm flokka stjórnar frá vinstri til miðju. Myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er einnig rædd. Enginn hefur enn fengið formlegt umboð frá forseta.
01.11.2017 - 14:07
Viðtal
Framsókn ekki í lykilstöðu í augnablikinu
„Ég er ekki alveg sammála því að þetta hringsnúist allt um Framsóknarflokkinn, að minnsta kosti í augnablikinu. Það kemur til vegna þess að ég get ekki séð að formaður Framsóknarflokksins geti unnið með formanni Miðflokksins, eins og staðan er í dag,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
01.11.2017 - 07:53
Úrslit kosninganna: „Flokkakerfið að riðlast“
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir greinilegt að kosningarnar staðfesti að flokkakerfið sé að riðlast. „Það er meira og minna að verða að engu. Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 20% fylgi. Hann er með svipað fylgi núna og hann fékk í afhroðinu eftir hrun 2009. Þannig að þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn þetta sem hann fær núna.“
29.10.2017 - 16:10
Forsetinn boðar forystumenn á sinn fund
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað forystumenn stjórnmálaflokkanna á sinn fund á morgun. Fundirnir verða á Bessastöðum og er fundartímum raðað eftir þingstyrk þeirra flokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi.
29.10.2017 - 15:32
Guðlaugur fékk kaffibolla frá Lilju
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fékk kaffibolla merktan Icesave frá forvera sínum í starfi, Lilju Alfreðsdóttur. Kaffibollinn hafði verið pakkaður inn og ofan í honum var aðgangskortið að ráðuneytinu. Lilja sagði gjöfina vera praktíska því framundan væri mikil vinna hjá Guðlagi. „Ég veit að þú átt eftir að gera þetta mjög vel.“
11.01.2017 - 17:32
Þorgerður Katrín: „Sérstök tilfinning“
Gunnar Bragi Sveinsson afhenti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur lyklana að sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu og sagði við það tækifæri að hún væri að taka við frábæru ráðuneyti með góðu starfsfólki. „Þú tekur við góðu búi,“ sagði Gunnar sem tekur sér nú sæti hinumegin borðsins sem liðsmaður stjórnarandstöðunnar.
11.01.2017 - 17:12
Illugi: „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er“
Illugi Gunnarsson, sem lét af embætti mennta-og menningarmálaráðherra í dag og afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni lyklavöldin að ráðuneytinu, gaf sér góðan tíma til að ræða við fjölmiðla. Hann sagðist ekki vita hvað hann tæki sér fyrir hendur næst - hann væri búinn að vera í stjórnmálum í 16 ár og hefði aldrei ætlað sér að daga uppi sem stjórnmálamaður.
11.01.2017 - 16:58
„Söguleg stund að fá lyklana að ríkiskassanum“
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafði ekki fyrr tekið við lyklunum í forsætisráðuneytinu en að hann þurfti að skila lyklunum að skrifstofu fjármálaráðherra. Þar beið hans Benedikt Jóhannesson og Bjarni sagði að það yrði sameiginlegt verkefni þeirra að viðhalda „þessum góðu ytri aðstæðum“ í íslenskum efnahagsmálum.
11.01.2017 - 16:14