Færslur: Steve Bannon

Bannon gaf sig fram við alríkislögreglu
Steve Bannon, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í forsetatíð Donalds Trump, hefur gefið sig fram við bandarísku alríkislögregluna í Washington.
Bannon birt kæra fyrir óvirðingu við Bandaríkjaþing
Lögmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur kært Steve Bannon fyrir að sýna rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings og þar með þinginu sjálfu óvirðingu í tvígang, með því að hafa vitnastefnu nefndarinnar að engu. Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins rannsakar árásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar síðastliðinn og atburðarásina í aðdraganda hennar.
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
Óttast að erfitt verði að finna hlutlausan kviðdóm
Saksóknarar í Bandaríkjunum vöruðu í dag Brian Kolfage, sem var ákærður ásamt Steve Bannon fyrir fjársvik, við birtingu færslna á samfélagsmiðlum á samfélagsmiðlum.
28.08.2020 - 21:37
Steve Bannon handtekinn og ákærður ásamt þremur öðrum
Steve Bannon hefur verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, fyrir fjársvik tengd fjársöfnun fyrir múrnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni að risi við landamæri Mexíkó.
Þjóðernissinnar bjóða Bannon til Berlínar
Þýski þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) hefur boðið hinum bandaríska Steve Bannon, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til fundar í Berlín í næsta mánuði. Fundurinn er ætlaður fjölmiðlafólki af hægri væng stjórnmálanna og bloggurum.
22.04.2019 - 16:24