Færslur: Steinunn Sigurðardóttir

Síðdegisútvarpið
Okkar siðmenntaða Evrópa að súpa seyðið
„Þetta eru ekki bara þurrkar einhvers staðar hjá fátækum þjóðum, við erum að finna þetta á eigin skinni,“ segir rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir um hamfarahlýnunina sem hún hefur sjálf þurft að flýja. Hún gaf nýverið út ljóðabókina Tíminn á leiðinni, þar sem Steinunn fjallar um persónulegri málefni en hún er vön.
Gagnrýni
Lesandi hrifinn úr stofunni inn í erfiðan veruleika
„Það er þessi spenna sem knýr þessa sögu áfram, við hin erum í stílnum á einhvers konar heimavelli, en þessi veruleiki er samt eins og hann er, og við ættum að fyrirverða okkur fyrir það, af því við vitum að þarna er engum orðum ofaukið um tilveru margra í okkar samfélagi,“ segir Gauti Kristmannsson sem rýnir í leiksöguna Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur.
26.10.2021 - 12:22
Hryllilegur þöggunarkúltúr sem hefur gert ómælt ógagn
Skáldsagan Hjartastaður var endurútgefin í sumar en í ár er aldarfjórðungur síðan hún kom út. Hún fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út árið 1995 og Steinunn Sigurðardóttir hlaut fyrir hana Íslensku bókmenntaverðlaunin það ár.
Klárlega gríðarlegur birkiþrastasveimur - pistill II
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur veltir fyrir sér nýyrðum í ljóðmáli nokkurra íslenskra skálda, frá Jónasi Hallgrímssyni til Sigfúsar Daðasonar. Um leið beinir hún sjónum að ofnotkun valinkunnra orða í Tengivagninum á Rás 1.
Pistill
Klárlega gríðarlegur birkiþrastasveimur – pistill I
Steinunn Sigurðardótti, rithöfundur veltir fyrir sér nýyrðum í ljóðmáli nokkurra íslenskra skálda, til dæmis Jónasar Hallgrímssonar og Sigfúsar Daðasonar. Um leið beinir hún sjónum að ofnotkun valinkunnra orða.
Bók vikunnar
Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir
„Ég myndi aldrei geta ort náttúruljóð eins og þau sem ég orti fyrir tuttugu árum eins og ástandið er núna. Það er ekki hægt að vera bara íslenskur náttúruverndarsinni, þú þarft að hugsa um allan heiminn,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um Dimmumót, tíundu ljóðabók sína, sem er bók vikunnar á Rás 1.
28.03.2020 - 11:05
Jólabókagjöf Rásar 1
Rás 1 og menningarvefur RÚV færa landsmönnum þrjú íslensk skáldverk í hljóðbókarútgáfu að gjöf á aðfangadag jóla.
Myndskeið
„Hvaða fífl sem er getur sagst ætla að virkja“
„Mér finnst við sjá fyrir endalok tímans. Jöklarnir voru táknmynd eilífðarinnar en eru það ekki lengur,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur í nýrri heimildarmynd um skáldaferil hennar. Hún talar meðal annars um hvílíkan ugg það veki í brjósti hennar að fylgjast með því hvernig samlandar hennar komi fram við náttúruna.
Gagnrýni
Skiljanleg reiði Steinunnar yfir dauðastríði jökulsins
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála því að fyrsti hlutinn af þremur í nýjum ljóðabálki Steinunnar Sigurðardóttur sé sá sterkasti. Á köflum yfirgnæfi erindið skáldið í reiði yfir hamfarahlýnun og bráðnun jökla, en þrátt fyrir að lesendur sakni póesíunnar sé bræðin bæði réttlát og virðingarverð.
Heiða fjalldalabóndi – Steinunn Sigurðardóttir
Heiða fjalldalabóndi er bók vikunnar á Rás 1. „Fyrir hverja bók þarf nýja aðferð, sama hvort það er skáldsaga eða sannsaga, og ég er að vona að ég hafi dottið niður á nokkuð frumlega og áhrifaríka leið til að koma Heiðu til skila,“ segir Steinunn Sigurðardóttir sem skrifaði bókina.
Viðtal
Heiða bóndi fær góðar undirtektir í Bretlandi
Uppselt var á viðburð Steinunnar Sigurðardóttur og Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á bókmenntahátíðinni í Edinborg í Skotlandi. Bók þeirra, Heiða – fjalldalabóndinn, kom nýverið út á ensku og hefur fengið góðar viðtökur.
Pistill
Borg sem er stjórnað af köttum
Með hækkandi sól huga margir Íslendingar að utanlandsferðum í von um langþráð tækifæri til að spranga um á sandölum og ermalausum bol. Fyrir tveimur árum hélt ég í lestarferðalag um álfuna með bakpoka, á fund villikatta Aþenuborgar, í leit að svörum við lífsgátunni.
14.05.2019 - 11:57
Ástin fiskanna - Steinunn Sigurðardóttir
„Ástin er svo háð tímanum. Maður sér það sem kemur fyrir ekki fyrr en löngu eftirá. Það stendur reyndar í þessari bók að ekkert gerist um leið og það gerist, allt gerist eftir á.“
Evrópskir útgefendur trylltir í Heiðu
Bókin um fjalldalabóndann Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur er nýkomin út í Þýskalandi og kemur von bráðar út „um allar trissur“ að sögn höfundarins Steinunnar Sigurðardóttur sem var gestur Morgunvaktarinnar.
25.07.2018 - 10:12
„Sjö ár að ná þroska til að skrifa þessa bók“
Laugardaginn 10. september var farin svokölluð bókmenntaganga um söguslóðir skáldsögunnar Tímaþjófsins eftir Steinunni Sigurðardóttur. Gengið var um miðbæ Reykjavíkur og staldrað við nokkra staði sem koma við sögu í bókinni.
Sól kyssir skáld og þau kyssa allan heiminn
Þann 26. ágúst tók Steinunn Sigurðardóttir skáld við ljóðaverðlaunum Minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Margrétar Sigurðardóttur eiginkonu hans. Við sama tækifæri voru einnig veitt menningarverðlaun Borgarfjarðar sem komu í hlut fiðlusveitarinnar Slitrur á Akranesi.
03.09.2017 - 22:31
Gagnrýni
Spennandi leiksýning af miklum listrænum gæðum
Tímaþjófurinn er ekki auðveldasta skáldsaga til að setja á svið en vönduð leikgerð, góður leikur, úthugsuð leikmynd og hugvitssamleg notkun á dansi skila sér í spennandi og áhugaverðri leiksýningu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
Gagnrýni
Vígvöllur ástarinnar áþreifanlegur
Tímaþjófurinn, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, hefur fengið það rými sem hún á skilið á sviði Þjóðleikhússins að mati Guðrúnar Baldvinsdóttur, gagnrýnanda Víðsjár.
Hin tortímandi ást Tímaþjófsins
Ástarsorgin á sér fáar jafn eftirminnilegar táknmyndir í íslenskum samtímabókmenntum og Öldu Ívarsen, söguhetjuna í Tímaþjófi Steinunnar Sigurðardóttur. Rúmum þrjátiu árum og einni kvikmynd eftir að bókin sló í gegn hér heima og erlendis birtist Alda á sviði í fyrsta sinn í nýrri leikgerð Melkorku Teklu Ólafsdóttur, sem verður frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Fjalldalabóndinn Heiða og barátta hennar
Steinunn Sigurðardóttir skráir sögu Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur, fjalldalabónda, eins og hún kallar hana. Heiða er ung kona, einyrki, sem býr á Ljótarstöðum í Skaftártungu þar sem hún er uppalin – hún tók við búinu eftir föður sinn. „Ég ætlaði mér alltaf að verða bóndi,“ segir hún, en um tíma kom til álita að hún yrði fyrirsæta.
„Ég var eiginlega bara orðin að þessari bók“
Skáldsagan Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur hefur notið vinsælda bæði hérlendis og erlendis en í ár eru 30 ár liðin síðan hún kom út. „Það að skrifa þessa bók var ómenguð brjálsemi,“ segir Steinunn. Hún hafi orðið heltekin af verkinu þau sjö ár sem tók að skrifa það.