Færslur: starfsmannaleiga

Myndskeið
Dómurinn sendir skýr skilaboð
Eigandi starfsmannaleigu var í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi erlendra verkamanna í bráða hættu þegar hann hýsti þá við hættulegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði. Þetta er fyrsti dómur sinnar tegundar. Slökkviliðsstjóri fagnar dómnum og segir hann senda skýr skilaboð.
Óvíst um áfrýjun í máli starfsmannaleigu
Björn Líndal, lögmaður leigutaka atvinnuhúsnæðis og eiganda starfsmannaleigu sem í dag var dæmdur til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að stefna starfsmönnum sínum í hættu með því að láta þá búa í ófullnægjandi húsnæði, segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort niðurstöðunni verður áfrýjað.