Færslur: Stafrænt kynferðisofbeldi

„Barnahús er löngu sprungið“
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, sé löngu sprungið. Veldisvöxtur sé á málum sem snúa að kynferðisbrotum og stafrænu kynferðisofbeldi.
Níu ára börn verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi
Börn allt niður í níu ára hafa verið fórnarlömb stafræns kynferðisofbeldis hér á landi. Lögregla merkir aukningu í kjölfar umfjöllunar um vefsíður þar sem fólk selur aðgang að kynferðislegu efni. Ríkislögreglustjóri hefur nú hafið herferð gegn stafrænu ofbeldi hjá unglingum.
Myndskeið
Sendi 12 ára barni verðskrá fyrir kynferðislegar myndir
Tólf ára barn fékk senda verðskrá frá ókunnugum fullorðnum íslenskum karlmanni sem vildi kaupa af því kynferðislegar myndir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilkynnt um málið. Nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglu þar sem börn á unglingsaldri hafa fengið greiðslu fyrir kynferðislegar myndir.
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Viðtal
Fékk nektarmyndir af dóttur sinni inn um lúguna
Tinna Ingólfsdóttir var aðeins 13 ára þegar hún var beitt stafrænu kynferðisofbeldi. Hún sendi manni sem hún treysti nektarmynd af sér sem fór í mikla dreifingu á netinu. Í Kastljósi í kvöld segir Inga Vala sögu Tinnu sem lést aðeins 22 ára að aldri.
Allt að 4 ára fangelsi fyrir stafrænt kynferðisofbeldi
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi var samþykkt sem lög frá Alþingi nú eftir hádegi með 49 samhljóða atkvæðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist fagna niðurstöðunni sérstaklega því ógnin í stafrænum heimi væri afar mikil. 
Styðja að stafrænt kynferðisofbeldi verði refsivert
Mikill stuðningur er við frumvarp um stafrænt kynferðisofbeldi samkvæmt umsögnum sem borist hafa Alþingi. Slík háttsemi verður refsiverð samkvæmt frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum er varða kynferðislega friðhelgi.
Myndskeið
11 ára börn verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu
Kynferðisleg áreitni, sem börn verða fyrir á netinu, er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Þetta segja börn sem unnu skýrslu um stöðu mannréttinda barna á Íslandi. Þau segja mikilvægt að auka fræðslu, bæði fyrir þolendur og gerendur.
Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.
Þörf á löggjöf um kynferðislega friðhelgi
Það þarf að breyta lögum til að tryggja vernd þeirra sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í greinargerð sem María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur vann fyrir ríkisstjórnina.