Færslur: Stafræn skilríki

Segir engar heimildir um kosningasvindl
Dómsmálaráðherra segist ekki vita til þess að reynt hafi verið að svindla í kosningum með notkun stafrænna ökuskírteina. Í úttekt öryggisfyrirtækis eru alvarlegir öryggisbrestir í skírteinunum sagðir opna á kosningasvindl.
Kanna stafræn skírteini með sérstöku appi
Tölvulesanlegur kóði er í stafrænum ökuskírteinum sem aðeins er gildur í 60 sekúndur í einu og hægt er að skanna kóðann til að kanna hvort upplýsingarnar á skírteininu séu réttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti í dag. Áður var kóðinn gildur í 30 sekúndur.
Benda á alvarlega galla í stafrænum ökuskírteinum
Öryggisfyrirtæki gefur öryggi stafrænna ökuskírteina falleinkunn. Auðvelt sé að falsa skírteinin og jafnvel nota þau til að stunda kosningasvindl. Dómsmálaráðuneytið telur sig hafa komið í veg fyrir það.
Auðvelt að falsa skilríkin en erfitt að sannprófa þau
Stafrænu ökuskírteinin sem tekin voru í notkun síðasta sumar og eru víða notuð sem persónuskilríki valda starfsfólki Vínbúðanna miklum vandræðum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að sífellt verði meira um að fölsuðum rafrænum ökuskírteinum sé framvísað í Vínbúðunum.
07.07.2021 - 13:50