Færslur: Stafræn ökuskírteini

Segir engar heimildir um kosningasvindl
Dómsmálaráðherra segist ekki vita til þess að reynt hafi verið að svindla í kosningum með notkun stafrænna ökuskírteina. Í úttekt öryggisfyrirtækis eru alvarlegir öryggisbrestir í skírteinunum sagðir opna á kosningasvindl.
Kanna stafræn skírteini með sérstöku appi
Tölvulesanlegur kóði er í stafrænum ökuskírteinum sem aðeins er gildur í 60 sekúndur í einu og hægt er að skanna kóðann til að kanna hvort upplýsingarnar á skírteininu séu réttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti í dag. Áður var kóðinn gildur í 30 sekúndur.
Benda á alvarlega galla í stafrænum ökuskírteinum
Öryggisfyrirtæki gefur öryggi stafrænna ökuskírteina falleinkunn. Auðvelt sé að falsa skírteinin og jafnvel nota þau til að stunda kosningasvindl. Dómsmálaráðuneytið telur sig hafa komið í veg fyrir það.
Stafræn ökuskírteini eiga að virka
Stafræn ökuskírteini eru tekin gild við kosningar. Þetta fæst samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.