Færslur: Staða íslensks máls

Nefndin fær oftar svar en upp er gefið
Íslensk málnefnd heldur á vefsíðu sinni skrá yfir málfarsábendingar sem hún sendir fyrirtækjum. Nýlega fór nefndin að vekja sérstaka athygli á því með rauðu letri þegar ekkert svar berst. Athugun Spegilsins leiddi í ljós að fyrirtæki og stofnanir eru ekki jafn gjörn á að hunsa nefndina og vefsíðan gefur til kynna.