Færslur: Sprengjudeild

Fundurinn var gamall flugskeytabúnaður úr orrustuþotu
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning í gær um „torkennilegan“ hlut í flaki af gamalli flugvél á framkvæmdasvæði við Keflavíkurflugvöll. Hann reyndist þá vera gamall flugskeytabúnaður. Það voru verktakar sem voru við vinnu á svæðinu sem komu niður á flakið. Lögreglan og heilbrigðiseftirlitið voru kölluð á svæðið en Landhelgisgæslan hefur nú málið hjá sér.
Eyddu leifum af sprengjum í Hlíðarfjalli
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær gömlum leifum af sprengjum sem fundust í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Sögugrúskari sem fann sprengjubrotin segist ekki geta neitað því að hafa orðið dálítið smeykur við fundinn.