Færslur: Spotify

Sjónvarpsfrétt
Verða af milljónum vegna gervimenna á Spotify
Íslenskt tónlistarfólk verður af töluverðum tekjum því uppskálduð íslensk gervimenni ná að fanga athygli Íslandsaðdáenda á streymisveitunni Spotify. Forráðamenn Spotify hafa hunsað óskir Íslands um að fjarlægja gervimennin. Verkefnastjóri hjá ÚTÓN segir Spotify spara sér milljónir með gervimennunum.
30.03.2022 - 19:18
Nefna Spotify-lög gervimenna eftir íslenskum örnefnum
Fjöldi uppdiktaðra tónlistarmanna sem sagðir eru vera íslenskir, njóta töluverðra vinsælda á streymisveitunni Spotify. Þessi gervimenni nefna lög sín oft eftir íslenskum örnefnum. Framkvæmdastjóri STEFs segir að streymisveitan sé samsek í málinu. 
30.03.2022 - 12:19
Spegillinn
Gervimenn taka yfir spilunarlista
Hópur alls óþekktra tónlistarmanna hefur náð mikilli spilun á streymisveitunni Spotify, með einfaldri, oft endurtekningasamri tónlist. Að baki tónlistarmönnunum er sænskt útgáfufyrirtæki sem hefur hagnast vel en forsvarsmenn þess vilja sem minnst segja um árangurinn.
29.03.2022 - 10:04
Sjónvarpsfrétt
Hlaðvarpsstjórnandinn sem kom Spotify í klandur
Stjórnendur streymisveitunnar Spotify hafa lofað bót og betrun eftir að hátt í 300 sérfræðingar skoruðu á fyrirtækið að setja sér skýra stefnu til að sporna við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Íslenskur læknir segir að ákveðinn skaði sé skeður um leið og falsvísindum sé dreift og Spotify þurfi að axla ábyrgð á því efni sem það dreifir og fjármagnar.
01.02.2022 - 19:56
Erlent · Evrópa · Joe Rogan · COVID-19 · Spotify
Morgunútvarpið
Málfrelsi veiti ekki leyfi til þess að dreifa bulli
„Ég styð Joni og Young, ég styð vísindasamfélagið og ég styð málábyrgð,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um ákvörðun Joni Mitchell og Neil Young að taka tónlist sína af Spotify. Hann segir aumt þegar fólk ber fyrir sig málfrelsi þegar það verður uppvíst að því að dreifa röngum og villandi upplýsingum um mikilvæga hluti eins og COVID-19.
01.02.2022 - 16:17
Spotify bregst við gagnrýni tónlistarmanna
Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp sem fjalla um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum.
Tónlist Joni Mitchell burt af Spotify vegna hlaðvarps
Kanadíska söngkonan og listamaðurinn Joni Mitchell lýsti því yfir í gær að allar lagasmíðar hennar yrðu fjarlægðar af streymisveitunni Spotify vegna hlaðvarps sem hún segi halda úti lygum um bólusetningar. Þar með fetar hún í fótspor landa síns Neil Young.
Tónlist Neils Young ekki lengur aðgengileg á Spotify
Streymisveitan Spotify hefur orðið við kröfu kanadíska tónlistarmannsins Neils Young um að tónlist hann verði fjarlægð af veitunni.
Viðtal
Hollywood-stjörnur vinsælastar á Spotify á Íslandi
Ástardúettinn Shallow með þeim Lady Gaga og Bradley Cooper er það lag sem Íslendingar hafa oftast streymt á Spotify, en lagið sló í gegn þegar það kom út í tengslum við kvikmyndina A Star is Born árið 2018. Næstvinsælasta lagið á meðal íslenskra Spotify-notenda er Upp til hópa með Herra Hnetusmjöri.
16.09.2021 - 12:50
Viðtal
Einokunarstaða Spotify á Íslandi er áhyggjuefni
Tekjur af seldri íslenskri tónlist koma að langstærstum hluta frá streymisveitum, eða um 91%. Af þeim er Spotify með algjöra einokunarstöðu á Íslandi og Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri FHF, segir að það geti skapað óæskilegar aðstæður á markaði.
11.06.2021 - 13:07
Viðtal
Fá mun meira frá Spotify en fólk virðist halda
Nýleg verðhækkun á áskrift að Spotify ætti að skila sér til tónlistarfólks á Íslandi, segir Eiður Arnarson framkvæmdastjóri félags íslenskra hljómplötuútgefanda. Hann segir að Spotify greiði íslensku tónlistarfólki mun meira en almennt er talið.
04.02.2021 - 10:57
Myndskeið
Tæpar 250 milljónir frá Spotify og vínylplatan vinsæl
Þrátt fyrir að mikið hafi verið hlustað á tónlist á Íslandi á nýliðnu ári, á bæði sala og streymi á íslenskri tónlist undir högg að sækja. Tekjur af íslenskri tónlist sem streymt var á Spotify á nýliðnu ári nema hátt í 250 milljónum króna. Vínylplatan virðist ekki hafa verið vinsælli um langt skeið.
03.01.2021 - 19:30
Morgunútvarpið
Mikilvægt að komast á vinsæla lagalista á Spotify
Streymisveitur á borð við Spotify eru ein mikilvægasta tekjulind tónlistarfólks. Það getur skipt öllu máli að komast inn á ákveðna lagalista sem bæði veitan sjálf og almennir notendur búa til. Þetta þekkir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn vel. Hún býður tónlistarfólki upp á námskeið þar sem hún fer yfir leiðir sem geta reynst vel við að koma tónlist sinni á vinsæla lagalista.
18.11.2020 - 10:13
Þriðjungur þjóðarinnar greiðir fyrir Spotify
Íslenskum notendum Spotify hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og áskrifendur sem greiða fyrir þjónustuna eru nú orðnir næstum 100.000, að sögn Eiðs Arnarssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra hljómplötuframleiðanda.
04.06.2020 - 11:36
Joe Rogan gerir milljarða samning við Spotify
Hlaðvarpsstjórnandinn Joe Rogan hefur gert risavaxinn samning við Spotify veituna og hlaðvarpsþættir hans, The Joe Rogan Experience, verða eingöngu aðgengilegir á Spotify. Þættirnir hafa verið á meðal vinsælustu hlaðvarpsþátta veraldar síðustu ár.
20.05.2020 - 13:26
Spotify birtir mest streymdu tónlistina
Kanadíski rapparinn Drake og breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran eru mest streymdu tónlistarmenn síðasta áratugs á streymisveitunni. Þeir eru eru í fyrsta og öðru sæti en er fylgt eftir af Post Malone, Ariana Grande og Eminem sem eru í efstu fimm sætunum. 
04.12.2019 - 11:05
Viðtal
Dularfullur draugagangur á Spotify
Oddur Klemenzson lést samkvæmt Þjóðskrá árið 1840 en lag hans Seljalandsfoss hefur verið spilað margfalt oftar á Spotify en lög flestra íslenskra tónlistarmanna. Huldukonan Petra Birgisdóttir er sömuleiðis með geysivinsælt lag á Spotify en engin önnur ummerki eru um tilvist hennar.
01.10.2019 - 15:20
Stríð í uppsiglingu á milli Netflix og Apple?
Fram undan gætu verið átök milli Apple og Netflix vegna þess að Apple opnar efnisveitu í haust. Netflix lokaði Airplay-stuðningi úr Apple-tækjum á dögunum vegna tæknilegra takmarkana, en þeir vilja meina að þeir geti ekki tryggt ánægju viðskiptavina sinna af Netflix-appinu þegar útsendingu er kastað úr Apple-tækjum í sjónvörp.
10.04.2019 - 16:00
Meiri mengun af streymisveitum en geisladiskum
Tónlistarneysla hefur breyst og þróast gríðarlega á undanförnum áratugum í átt að auknu netstreymi og minnkandi umbúðanotkun. Margir myndu halda að það væri betra fyrir umhverfið en sú er ekki raunin.
09.04.2019 - 15:29
Spotify sér eftir ritskoðunarstefnu
Forstjóri Spotify segir að fyrirtækið hafi ekki staðið vel að innleiðingu nýrrar stefnu fyrirtækisins sem snýr að „hatursefni og hatursfullri hegðun“.
31.05.2018 - 17:45
Spotify endurskoðar ritskoðunarstefnu
Spotify hyggst endurskoða stefnu sína um ritskoðun efnis á lagalistum streymisveitunnar. Pressa frá stjörnum á borð við Kendrick Lamar hefur þar áhrif. Mikil umræða hefur skapast í kringum þá ákvörðun fyrirtækisins að fjarlægja efni tónlistarmannsins R. Kelly af lagalistum vegna ásakana um kynferðisofbeldi sem á hann hafa verið bornar.
Notendur Spotify þreyta próf
Tónlistarveitan Spotify hefur komið á laggirnar Line-in, sérstökum vettvangi þar sem allir skráðir notendur geta komið með uppástungur að flokkun á tónlist í gagnagrunnum forritsins. Með því að koma á gagnvirku sambandi við hlustendur hefur veitan brotið stafrænt blað í tónlistarsögunni og á sama tíma aukið forskotið á samkeppnisaðila.
13.03.2018 - 11:23
Er Spotify að fella alla tónlist í sama mótið?
Streymisveitur eins og Spotify og Tidal hafa ekki bara gjörbreytt viðskiptamódelum tónlistarbransans heldur einnig því hvernig tónlist er samin og tekin upp.
07.10.2017 - 11:30