Færslur: Spilling

Sjötta sakamálarannsóknin hafin á hendur forseta Perú
Sakamálarannsókn er hafin á hendur Pedro Castillo forseta Perú vegna ásakana um spillingu. Þetta er sjötta glæparannsóknin sem beinist að forsetanum.
Blaðamaður sem sakar forseta um spillingu handtekinn
Lögregla í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala handók í gær blaðamanninn Jose Ruben Zamora. Hann er stofnandi blaðsins El Periodico sem hefur sakað Alejandro Giammattei forseta og Consuelo Porras dómsmálaráðherra um spillingu.
Zelensky segir illskuna sífellt færast í aukana
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir bardaga færast í aukana í austurhluta landsins og að illskan verði sífellt meiri. Stríðinu er langt í frá lokið sagði hann daglegu ávarpi sínu.
Dóttir mexíkósks blaðamanns látin af skotsárum
Cinthya De la Cruz Martinez, dóttir mexíkóska blaðamannsins Antonio de la Cruz, lést af skotsárum í gær. Ódæðismenn réðust á miðvikudaginn að fjölskyldu blaðamannsins fyrir utan heimili hennar í borginni Ciudad Victoria, norðaustanvert í Mexíkó.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Ortega sakfelld
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Daniels Ortega forseta Níkaragva hefur verið sakfelld fyrir efnahagsbrot. Chamorro sem hefur verið í haldi frá því í júní á síðasta ári var fundin sek um peningaþvætti og fjármálaóstjórn.
Fyrirhugðum forsetakosningum frestað í Líbíu
Þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að halda forsetakosningar í Líbíu 24. desember eins og fyrirhugað var. Óttast er að óeirðir brjótist út auk þess sem efasemdir eru uppi um lögmæti nokkurra framboða
Spegillinn
Spilling – mál málanna í Bretlandi
Breskir þingmenn mega sinna launuðum störfum auk þingmennskunnar en það er haft eftirlit með að þeir brjóti ekki reglur. Viðleitni Borisar Johnsons forsætisráðherra til að breyta reglunum þegar stjórnarþingmaður braut þær hefur opnað flóðgáttir spillingarumræðu, sem gæti skaðað stjórnina. Sama var á tíunda áratugnum en munurinn þá og nú þykir sá að andstætt núverandi forsætisráðherra reyndi þáverandi forsætisráðherra John Major að taka á spillingunni.
12.11.2021 - 13:21
Forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir af sér
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales, fjölmennasta ríki Ástralíu sagði af sér í morgun. Ástæða afsagnarinnar er yfirstandandi rannsókn á meintri spillingu hennar.
Dæmt í máli gegn Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta
Dæmt verður í máli Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dag. Hann er sakaður um að hafa með ólöglegum hætti fjármagnað kosningabaráttu sína árið 2012.
30.09.2021 - 02:39
Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.
Margir blaðamenn myrtir í Evrópu síðustu ár
Hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries lést fyrr í dag af sárum sínum en hann var skotinn um hábjartan dag í Amsterdam í síðustu viku. Er hann sá síðasti í röð blaða- og fréttamanna sem hafa verið myrtir í Evrópu undanfarin ár.
Fujimori forsetaframbjóðandi sleppur við varðhald
Dómari í Perú hafnaði í gær kröfu saksóknara um að hneppa forsetaframbjóðandann Keiko Fujimori í varðhald. Krafan byggir á því að hún átti í samskiptum við vitni í spillingarmáli sem rekið hefur verið gegn henni. Það var henni ekki heimilt að gera samkvæmt ákvæðum reynslulausnar.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Segja að háð sé fordæmalaust túlkunarstríð á sögunni
Íslandsdeild samtakanna Transparency International lýsir yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu útgerðarfélagsins Samherja. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin sendu frá sér fyrr í dag. Íslandsdeild TI eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins að því er segir á vefsíðu þeirra.
Spegillinn
Mútugreiðslur og alþjóðlegur sjávarútvegur
Í alþjóðlegum skýrslum um spillingu í sjávarútvegi er fastur liður að beina athyglinni að mútum fyrir veiðileyfi og kvóta. Það er ekki hægt að yppa öxlum yfir að í sumum löndum, til dæmis í Afríku, séu mútur landlægur vandi. Það eru lög, einnig á Íslandi, gegn því að fyrirtæki greiði mútur erlendis.
31.03.2021 - 17:12
Telur vantraust eftir bankahrun enn ríkjandi
Forsætisráðherra telur að upplifun almennings af spillingu hafi beðið það mikinn hnekki í hruninu að enn sé ekki búið að byggja upp traust á ný að fullu. 
31.01.2021 - 13:20
Myndskeið
Bjarni: Spillingarmælikvarðinn ekki fullkominn
Fjármálaráðherra segir oft um óljósa tilfinningu að ræða þegar rætt er um spillingu en ekki dæmin sjálf, og þessi mælikvarði sé ekkert algildur eða fullkominn. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðunni og viðbrögðum stjórnvalda.
28.01.2021 - 15:12
Ísland fær verstu spillingareinkunn af Norðurlöndum
Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu í morgun niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Mælingin nær til spillingar í opinbera geiranum og byggist á áliti sérfræðinga og aðila í viðskiptalífinu.
28.01.2021 - 08:11
Mótmælaalda rís í Gvatemala
Eldur var borinn að þinghúsinu í Gvatemalaborg, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala í dag. Hundruð mótmælanda sem krefjast afsagnar Alejandor Giammattei forseta réðust að byggingunni og kveiktu í henni.
22.11.2020 - 00:38
GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur
GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin.
16.11.2020 - 18:52
Segir GRECO-skýrsluna vera áfellisdóm
Ný skýrsla GRECO, Samtaka ríkja gegn spillingu, þar sem farið er yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda við tillögum samtakanna um að draga úr spillingu hér á landi, er áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu.  Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Hún segir að skýrslan sýni að lítil áhersla sé á spillingarvarnir hér á landi.
16.11.2020 - 15:49
Ísland klárað fjórar af átján tillögum vegna spillingar
Íslensk stjórnvöld fá átján mánaða frest til að gera frekari úrbætur vegna þeirra tillagna sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til vorið 2018. Af þeim átján tillögum sem samtökin lögðu til um aðgerðir til að sporna gegn spillingu hafa íslensk stjórnvöld orðið við fjórum.
16.11.2020 - 00:05
Spegillinn
Ríkisborgararéttur til sölu
Á pappír virðist kannski ekkert að því að fólk geti fengið ríkisfang gegn fjárfestingu. Í raun hefur þetta verið aðferð fólks með illa fengið fé til að kaupa sér ESB-ríkisborgararétt og þar með aðgang að öllum ESB-löndunum. Eftir afhjúpanir fjölmiðla, nú síðast Al Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar, hyggst Evrópusambandið taka málið upp við Kýpur og Möltu og hefur varað Búlgaríu við. Það eru þó mun fleiri lönd þar sem svipað er í boði.
26.10.2020 - 20:09