Færslur: Spilling

Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.
Margir blaðamenn myrtir í Evrópu síðustu ár
Hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries lést fyrr í dag af sárum sínum en hann var skotinn um hábjartan dag í Amsterdam í síðustu viku. Er hann sá síðasti í röð blaða- og fréttamanna sem hafa verið myrtir í Evrópu undanfarin ár.
Fujimori forsetaframbjóðandi sleppur við varðhald
Dómari í Perú hafnaði í gær kröfu saksóknara um að hneppa forsetaframbjóðandann Keiko Fujimori í varðhald. Krafan byggir á því að hún átti í samskiptum við vitni í spillingarmáli sem rekið hefur verið gegn henni. Það var henni ekki heimilt að gera samkvæmt ákvæðum reynslulausnar.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Segja að háð sé fordæmalaust túlkunarstríð á sögunni
Íslandsdeild samtakanna Transparency International lýsir yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu útgerðarfélagsins Samherja. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin sendu frá sér fyrr í dag. Íslandsdeild TI eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins að því er segir á vefsíðu þeirra.
Spegillinn
Mútugreiðslur og alþjóðlegur sjávarútvegur
Í alþjóðlegum skýrslum um spillingu í sjávarútvegi er fastur liður að beina athyglinni að mútum fyrir veiðileyfi og kvóta. Það er ekki hægt að yppa öxlum yfir að í sumum löndum, til dæmis í Afríku, séu mútur landlægur vandi. Það eru lög, einnig á Íslandi, gegn því að fyrirtæki greiði mútur erlendis.
31.03.2021 - 17:12
Telur vantraust eftir bankahrun enn ríkjandi
Forsætisráðherra telur að upplifun almennings af spillingu hafi beðið það mikinn hnekki í hruninu að enn sé ekki búið að byggja upp traust á ný að fullu. 
31.01.2021 - 13:20
Myndskeið
Bjarni: Spillingarmælikvarðinn ekki fullkominn
Fjármálaráðherra segir oft um óljósa tilfinningu að ræða þegar rætt er um spillingu en ekki dæmin sjálf, og þessi mælikvarði sé ekkert algildur eða fullkominn. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðunni og viðbrögðum stjórnvalda.
28.01.2021 - 15:12
Ísland fær verstu spillingareinkunn af Norðurlöndum
Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu í morgun niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Mælingin nær til spillingar í opinbera geiranum og byggist á áliti sérfræðinga og aðila í viðskiptalífinu.
28.01.2021 - 08:11
Mótmælaalda rís í Gvatemala
Eldur var borinn að þinghúsinu í Gvatemalaborg, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala í dag. Hundruð mótmælanda sem krefjast afsagnar Alejandor Giammattei forseta réðust að byggingunni og kveiktu í henni.
22.11.2020 - 00:38
GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur
GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin.
16.11.2020 - 18:52
Segir GRECO-skýrsluna vera áfellisdóm
Ný skýrsla GRECO, Samtaka ríkja gegn spillingu, þar sem farið er yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda við tillögum samtakanna um að draga úr spillingu hér á landi, er áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu.  Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Hún segir að skýrslan sýni að lítil áhersla sé á spillingarvarnir hér á landi.
16.11.2020 - 15:49
Ísland klárað fjórar af átján tillögum vegna spillingar
Íslensk stjórnvöld fá átján mánaða frest til að gera frekari úrbætur vegna þeirra tillagna sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til vorið 2018. Af þeim átján tillögum sem samtökin lögðu til um aðgerðir til að sporna gegn spillingu hafa íslensk stjórnvöld orðið við fjórum.
16.11.2020 - 00:05
Spegillinn
Ríkisborgararéttur til sölu
Á pappír virðist kannski ekkert að því að fólk geti fengið ríkisfang gegn fjárfestingu. Í raun hefur þetta verið aðferð fólks með illa fengið fé til að kaupa sér ESB-ríkisborgararétt og þar með aðgang að öllum ESB-löndunum. Eftir afhjúpanir fjölmiðla, nú síðast Al Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar, hyggst Evrópusambandið taka málið upp við Kýpur og Möltu og hefur varað Búlgaríu við. Það eru þó mun fleiri lönd þar sem svipað er í boði.
26.10.2020 - 20:09
Forseti Perú verður ekki sviptur embætti
Þing Perú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Martin Vizcarra forseti landsins verður ekki sviptur embætti.
19.09.2020 - 03:22
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43
Cohen segir ólíklegt að Trump víki friðsamlega
Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem svikulum svindlara sem svífist einskis í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann hans. Forsetinn hafnar öllu sem Cohen heldur fram.
14.08.2020 - 13:10
Búlgarar mótmæla spillingu
Almenningur hefur flykkst þúsundum saman út á götur Sofiu höfuðborgar Búlgaríu til að krefjast afsagnar forsætisráðherra landsins sem sakaður er um spillingu og að hygla auðmönnum.
17.07.2020 - 02:28
Þarf að ræða um spillingu í víðara samhengi
Prófessor við Háskóla Íslands segir að frekar eigi að beina sjónum að því hvar spillingarhætta sé í samfélaginu en að spyrja sig hversu spillt samfélagið sé. Ýmislegt í kerfinu geti stuðlað að hegðun sem sé spillt eða í þágu annarra en almennings.
05.12.2019 - 17:18
 · Innlent · Spilling
Fréttaskýring
Norska lögmannstofan áður unnið fyrir Samherja
Samherji hefur ráðið Wikborg Rein, norska lögmannsstofu, til að kanna umsvif Samherja í Namibíu. Samkvæmt upplýsingum frá bæði Samherja og lögmannsstofunni til Spegilsins hefur stofan áður sinnt verkefni fyrir Samherja. Peningaþvætti Danske Bank er dæmi um mál, sem tæplega hefði komist upp án uppljóstrara, sakamálarannsókn tekur tíma og að jafnvel þegar fyrirtæki fá óháða aðila til rannsókna á starfsemi sinni er útkoman ekki alltaf afdráttarlaus.  
Segir að spilling bitni á neytendum á endanum
„Við vitum af skattsvikum hér á landi, svo nú af meintum mútugreiðslum Samherja,“ sagði Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, þegar hann var spurður að því hvort spilling þekkist hér á landi. Þegar mál á borð við Samherjamálið komi upp beini það sjónum manna að vandanum, sem geti haft jákvæð áhrif. Þá geti verið auðveldara að halda spillingu undir yfirborðinu í smærri samfélögum. Hann segir að mútugreiðslur, sem eru ein birtingarmynd spillingar, bitni á endanum á almennum neytendum.
22.11.2019 - 14:16
Afdráttarlaus lög gegn mútugreiðslum
Mútugreiðslur vestrænna fyrirtækja í fjarlægum heimsálfum hafa lengi verið viðloðandi. GRECO er óformlegur ríkjahópur á vegum Evrópuráðsins og hefur verið leiðandi í baráttunni gegn spillingu. Lagaramminn gegn spillingu embættismanna, hvort sem er heima eða heiman, er því víðast svipaður eða sá sami í Evrópu og þá einnig á Íslandi. Umfjöllun Kveiks um umsvif Samherja í Namibíu vekja spurningar um íslensk lög og einnig um áhrif mútgreiðslna almennt.
15.11.2019 - 10:27
 · Innlent · Erlent · Spilling · Samherji
Samherjaskjölin
Samherjaskjölin á 3 mínútum
Útgerðarrisinn Samherji hefur síðustu ár greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir kvóta. Samtök gegn spillingu segja öll merki um að þetta séu mútugreiðslur.
12.11.2019 - 22:59
Forseti Perú gæti misst embættið
Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, gæti misst embætti sitt á næstu dögum. Þing landsins samþykkti fyrir helgi að hefja ferli til að svipta hann embætti vegna spillingar og mútumála.
Ríkissaksóknara Finnlands vikið frá störfum
Ríkissaksóknara Finnlands hefur verið vikið úr starfi því embætti hans keypti þjónustu af fyrirtæki bróður hans fyrir jafnvirði rúmlega níu milljóna íslenskra króna. Til stendur að ákæra hann fyrir brot í starfi.
05.09.2017 - 17:55