Færslur: Sparisjóðir
Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.
11.02.2021 - 13:36
Segja ólögleg viðskipti þrífast í skjóli sparisjóðs
Formaður Neytendasamtakanna fullyrðir að ólögleg viðskipti þrífist í skjóli Sparisjóðs Strandamanna en bankinn veitir innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf., sem sér um innheimtu smálána, aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna segir að viðskiptin séu nú til endurskoðunar.
27.07.2020 - 18:18
Arion banka var frjálst að reka forstöðumann
Arion banki var í gær sýknaður af 16 milljóna kröfu fyrrverandi forstöðumanns hjá útibúi bankans á Siglufirði sem var sagt upp fyrirvaralaust störfum. Uppsögnin var talin réttmæt þar sem framkvæmdastjórinn var í rekstri samhliða störfum sínum fyrir bankann.
31.10.2019 - 08:33
Aðgerðum gegn fjármögnun hryðjuverka ábótavant
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá öllum sparisjóðum landsins. Reglubundið eftirlit með samningssambandi við viðskiptamenn hafi ekki verið í fullu samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
25.06.2018 - 18:01
Sparisjóður S-Þingeyinga uppfyllir kröfur FME
Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt að Sparisjóður Suður-Þingeyinga hafi brugðist við athugasemdum sem gerðar voru við starfsemi sjóðsins og gert fullnægjandi úrbætur. Formaður sparisjóðsins segir engin áform uppi um sameiningu við aðrar fjármálastofnanir.
07.06.2016 - 11:26