Færslur: Sóttvarnastofnun Evrópu

Vara við tilslökunum þar sem lítið er bólusett
Sóttvarnastofnun Evrópu varar við því að kórónuveirusmitum geti fjölgað að nýju í einhverjum löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það eigi einkum við þau ríki þar sem bólusetningar ganga hægt.
Ísland enn rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Ísland er enn rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í álfunni. Kortið var uppfært í morgun.
19.08.2021 - 11:00
Svartsýnustu spár ferðaþjónustunnar ekki ræst
Svartsýnustu spár ferðaþjónustunnar um áhrif þess að Ísland yrði flokkað sem rautt land á sóttvarnakortum hafa ekki ræst. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingarnar hefðu orðið mun harkalegri ef þetta hefði gerst í vor.
Fjarlægðar- og fjöldatakmarkanir aflagðar í Danmörku
Allar fjarlægðatakmarkanir á menningarviðburðum, íþróttakappleikjum og í félagslífi verða felldar úr gildi í Danmörku næstkomandi laugardag. Fjöldatakmarkanir miða við nokkur þúsund. Heilbrigðisyfirvöld þakka það mikilli bólusetningu að hægt sé að slaka á.
Ísland ekki sjálfkrafa á rauðan lista einstakra landa
Ísland fer hvorki sjálfkrafa á rauða lista einstakra ríkja né breytast reglur gagnvart Íslandi strax í dag. Mikilvægt er fyrir ferðalanga að kynna sér reglur á áfangastað enda styðjist mörg ríki við eigin skilgreiningar og flokka. Víða gildi undanþágur fyrir bólusetta.
Segir tveggja metra reglu og samkomubann skaða greinina
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna ef sett yrði á tveggja metra regla eða strangar samkomutakmarkanir. Hún vonast til að ný flokkun landsins hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi lítil áhrif á ferðahegðun.
Vara við afléttingum á landamærum Bretlands
Breskir sérfræðingar vara stjórnvöld þar í landi við afléttingum sóttvarnatakmarkana á landamærum. Í nótt tóku gildi nýjar reglur sem heimila fullbólusettum Bandaríkjamönnum og fólki frá ríkjum Evrópusambandsins að koma til Bretlands án þess að sæta sóttkví.
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Ísland orðið appelsínugult
Ísland er gult á nýju korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í morgun.
29.07.2021 - 11:49
Ákall til Evrópulanda að hraða bólusetningum
Sóttvarnastofnun Evrópu hvetur Evrópulönd til þess að flýta bólusetningum eins mikið og hægt er þar sem Delta-afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú hratt út. Stofnunin bendir á að margir í viðkvæmum hópum séu ekki fullbólusettir og að þeir sem aðeins hafi fengið fyrri skammtinn geti veikst illa.  Hætta sé á að yngra fólk eigi eftir að smitast í sumar og ef ekki takist að bólusetja þann hóp sé hætta á nýrri bylgju, dauðsföllum og sjúkrahúsinnlögnum.  
Ísland ekki lengur grænt
Ísland er ekki lengur grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Á nýju korti sem stofnunin birti í dag er Ísland appelsínugult. Ýmis ríki í Evrópu taka mið af litakóðunarkortinu í landamæraaðgerðum, rétt eins og Ísland hefur nú gert með því að skylda farþega frá dökkrauðum og gráum ríkjum í farsóttarhús við komuna til landsins.
01.04.2021 - 12:36
Ísland er ennþá eina græna landið í Evrópu
Ísland er eina landið í Evrópu sem er allt merkt grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Græni liturinn merkir þau lönd þar sem tíðni smita er lægst og norðurhluti Noregs er eina svæðið, fyrir utan Ísland, sem er merkt grænt.
Ísland er nú skilgreint sem grænt COVID-land
Ísland er nú skilgreint sem grænt land í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu, ECDC, vegna kórónuveirufaraldursins og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki.