Færslur: Sóttvarnastofnun Evrópu

Ísland ekki lengur grænt
Ísland er ekki lengur grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Á nýju korti sem stofnunin birti í dag er Ísland appelsínugult. Ýmis ríki í Evrópu taka mið af litakóðunarkortinu í landamæraaðgerðum, rétt eins og Ísland hefur nú gert með því að skylda farþega frá dökkrauðum og gráum ríkjum í farsóttarhús við komuna til landsins.
01.04.2021 - 12:36
Ísland er ennþá eina græna landið í Evrópu
Ísland er eina landið í Evrópu sem er allt merkt grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Græni liturinn merkir þau lönd þar sem tíðni smita er lægst og norðurhluti Noregs er eina svæðið, fyrir utan Ísland, sem er merkt grænt.
Ísland er nú skilgreint sem grænt COVID-land
Ísland er nú skilgreint sem grænt land í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu, ECDC, vegna kórónuveirufaraldursins og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki.