Færslur: sóttvarnarlæknir

Næstu afléttingar eftir tæpar fjórar vikur
Samkvæmt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, verður öllum sóttvarnarreglum innanlands aflétt fyrir 14. mars. Næstu afléttingar eru á dagskrá eftir tæpar fjórar vikur, en þá mega 200 manns koma saman, fari heilbrigðisráðherra eftir tillögum sóttvarnarlæknis.
Sjónvarpsfrétt
Börn finni frekar aukaverkanir af Covid en af bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé algengara að börn fái aukaverkanir eftir að smitast af kórónuveirunni, en af bólusetningu gegn veirunni. Bólusetningar fimm til ellefu ára barna hefjast eftir áramót og er bóluefni frá Pfizer væntanlegt í lok mánaðar. Bólusett verður í grunnskólum landsins.
Það gefi ekki síðri vörn að blanda bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti. Hann telji ekki aukna áhættu á aukaverknunum með því að blanda bóluefnum, heldur sé fremur horft til áhættu aukaverkana hvers bóluefnis með tilliti til aldurs.
Engar tilkynningar um alvarleg veikindi vegna omíkron
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærunum vegna hins nýja omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þá hafa engar tilkynningar borist um alvarleg veikindi vegna afbrigðisins. Sóttvarnarlæknir segir þörf á frekari upplýsingum áður en gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða.
„Munnvatnssýni í flestum tilfellum óásættanleg“
Það er í flestum tilfellum óásættanlegt að tekin séu munnvatnssýni í stað nefkoksýnis til greiningar COVID-19, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Telja skýrslu Haraldar ófullnægjandi
Stjórn Félags íslenskra rannsóknalækna hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórnin gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrslan er ófullnægjandi að mati stjórnar FÍR.
Tveir með indverska afbrigðið og dvelja í sóttvarnahúsi
Þrjú kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Einn þeirra smituðu var ekki í sóttkví. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á eftir að greina uppruna þess smits betur. Eitt smit greindist á landamærunum. Almannavarnarstig vegna faraldursins verður fært af neyðarstig niður á hættustig í dag.
Ekki ástæða til að herða aðgerðir á þessari stundu
Sóttvarnarlæknir telur ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir innanlands að svo stöddu. Hann sé þó tilbúinn til þess að leggja fram slíkar tillögur ef ástandið versnar.
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Breytingarnar á landamærunum sem taka gildi 1. apríl
Á morgun 1. apríl gengur í gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Margvíslegt nýmæli fylgir reglugerðinni.
Þetta eru nýju reglurnar sem taka gildi á miðnætti
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til stórhertra sóttvarnaaðgerða í ljósi aukinnar útbreiðslu smita af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis.
Sigríður spyr hvort fórna eigi öllu vegna þriggja smita
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að fara að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við það að herða eigi sóttvarnaaðgerðir vegna þriggja smita utan sóttkvíar. Loforð um eðlilegt líf sé þar með fokið.
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á fundi dagsins 25.1.2021
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fræða okkur um stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan rétt rúmlega 11 og verður í beinni útsendingu á RÚV, Rás 2 og hér á vefnum. Fyrir neðan er hægt að lesa beina textalýsingu frá fundinum.
Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær enn fimm greindust á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr öllum sýnum þaðan.
Landamæralögreglan hefur hafnað vottorðum um eldri smit
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að síðan í desember hafi lögreglan hafnað fjölmörgum vottorðum um eldri smit sem fólk hefur viljað framvísa á landamærunum. Lögreglan á landamærunum er óánægð með að tillögur sóttvarnarlæknis um hertar reglur virðist ekki ætla að ná fram að ganga.
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
Sóttvarnarlæknir vonast til að komast heim fyrir jól
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til að losna úr sóttkví fyrir jól, en hann fer í seinni sýnatöku á Þorláksmessu. Smit kom upp hjá starfsmanni Embættis landlæknis í gær og í kjölfarið þurftu sóttvarnarlæknir og tveir starfsmenn til viðbótar að fara í sóttkví.
18.12.2020 - 15:59
Nægt bóluefni til og engin hætta á töfum að sögn Pfizer
„Ekki hefur vafist fyrir Pfizer að framleiða bóluefni sitt gegn COVID-19, né hefur sendingum verið seinkað,“ segir í yfirlýsingu sem lyfjaframleiðandinn sendi frá sér í gær. Yfirlýsingin kemur að sögn vegna opinbers umtals um að framleiðsla og dreifing bóluefnis Pfizer sé vandkvæðum bundin.
Samningar við Pfizer undirritaðir
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer um að fá 170 þúsund skammta af bóluefni til Íslands. Það dugar til að bólusetja 85 þúsund manns.
Myndskeið
„Þetta er ekki að versna“
Tuttugu og níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru átta utan sóttkvíar. Íbúi og starfsmaður á sambýli fyrir konur með heilabilun voru meðal þeirra sem greindust með veiruna.
04.11.2020 - 19:00
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Spegillinn
Staðirnir í raun tæknilega gjaldþrota
Kráareigandi á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvörðun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð.
18.09.2020 - 17:03