Færslur: sóttvarnarlæknir

Landamæralögreglan hefur hafnað vottorðum um eldri smit
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að síðan í desember hafi lögreglan hafnað fjölmörgum vottorðum um eldri smit sem fólk hefur viljað framvísa á landamærunum. Lögreglan á landamærunum er óánægð með að tillögur sóttvarnarlæknis um hertar reglur virðist ekki ætla að ná fram að ganga.
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
Sóttvarnarlæknir vonast til að komast heim fyrir jól
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til að losna úr sóttkví fyrir jól, en hann fer í seinni sýnatöku á Þorláksmessu. Smit kom upp hjá starfsmanni Embættis landlæknis í gær og í kjölfarið þurftu sóttvarnarlæknir og tveir starfsmenn til viðbótar að fara í sóttkví.
18.12.2020 - 15:59
Nægt bóluefni til og engin hætta á töfum að sögn Pfizer
„Ekki hefur vafist fyrir Pfizer að framleiða bóluefni sitt gegn COVID-19, né hefur sendingum verið seinkað,“ segir í yfirlýsingu sem lyfjaframleiðandinn sendi frá sér í gær. Yfirlýsingin kemur að sögn vegna opinbers umtals um að framleiðsla og dreifing bóluefnis Pfizer sé vandkvæðum bundin.
Samningar við Pfizer undirritaðir
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer um að fá 170 þúsund skammta af bóluefni til Íslands. Það dugar til að bólusetja 85 þúsund manns.
Myndskeið
„Þetta er ekki að versna“
Tuttugu og níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru átta utan sóttkvíar. Íbúi og starfsmaður á sambýli fyrir konur með heilabilun voru meðal þeirra sem greindust með veiruna.
04.11.2020 - 19:00
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Spegillinn
Staðirnir í raun tæknilega gjaldþrota
Kráareigandi á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvörðun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð.
18.09.2020 - 17:03
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Myndskeið
Mælir gegn ítarlegum leiðbeiningum fyrir hvern og einn
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur varhugavert að gefa út ítarlegar sóttvarnarleiðbeiningar sem gilda með ólíkum hætti fyrir mismunandi hópa í samfélaginu. „Þegar við erum farin að gefa ítarlegar leiðbeiningar fyrir hvern og einn getur það alið á úlfúð; þegar einn er að fá einhvers konar leiðbeiningar en annar öðruvísi leiðbeiningar,“ segir hann.
Enn að meta hvað hann leggur til við ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn vera að meta hvað hann leggur til við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, en hann vill ekki íþyngjandi aðgerðir. Honum líst ekki á fregnir frá í gærkvöldi um alltof þéttsetna veitinga- og skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur.
Myndskeið
Helgin sker úr um hvort herða þurfi aðgerðir
Helgin sker úr um það hvort herða þurfi sóttvarnaraðgerðir, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að faraldurinn væri í vexti og að því íhugaði hann nú alvarlega að leggja til á næstu dögum að samkomutakmarkanir verði hertar.
Sjö ný smit greindust í gær
Sjö ný smit greindust í gær, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Smitin greindust öll innanlands og eitt sýni úr landamæraskimun er í bið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörum. Enn hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví.
01.08.2020 - 10:03
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Myndskeið
Svona á að nota grímur
Margir ruku út í búð strax eftir blaðamannafundinn í dag til að kaupa sér grímu. Sums staðar þurfti að kalla út auka mannskap til að afgreiða grímurnar. Sérfræðingur hjá sóttvarnalækni segir þó að tveggja metra reglan sé aðalatriðið. Grímur eigi bara að nota þar sem ekki sé unnt að halda tveggja metra fjarlægð. Þegar gríman er orðin rök verði að henda henni og fá sér nýja.
Myndskeið
Ræða við ráðherra í dag um að herða aðgerðir
Verið er að skoða hvort eigi að herða aðgerðir gegn kórónaveirunni hér á landi bæði innanlands og á landamærunum. Þetta kom fram á fundi Almannavarna. Ríkislögreglustjóri segir að verið sé að skoða hvort breyta eigi almannavarnastigi. Fundað verður með heilbrigðisráðherra síðar í dag.
Myndskeið
Grípa verði til annarra ráða en að bæta löndum á lista
Sóttvarnarlæknir segir að ef stefni í að fleiri komi til landsins en unnt sé að komast yfir að skima, verði að grípa til annarra ráða en að fjölga ríkjum sem undanþegin séu skimun. Fulltrúi forsætisráðuneytisins segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort skimun á landamærum verði haldið áfram eftir mánaðamótin.
Aldrei fleiri í sóttvarnarhúsi
Ferðamaður sem kom til landsins með flugi Wizz Air frá Vínarborg í Austurríki á fimmtudag og greindist með virkt smit hefst nú við nú í Sóttvarnarhúsi.
500 manna fjöldatakmörk framlengd til 26. júlí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja takmörkun á samkomum um þrjár vikur, þ.e. til 26. júlí. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og verður áfram heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. 
Tvö sýni greindust jákvæð í gær
Eitt jákvætt sýni var greint við landamæraskimun í gær og eitt á sýka- og veirufræðideild Landspítalans. Virk smit í landinu eru tólf, líkt og í gær.
29.06.2020 - 11:30
Ekkert smit hjá níu í sóttkví á Austurlandi
Enginn af þeim níu sem voru send í sóttkví á Austurlandi á föstudag hefur greinst með kórónuveirusmit, en sýni úr þeim voru send til greiningar í gær.
28.06.2020 - 17:23
Þrjú smit greindust í gær
Þrjú smit greindust á landinu í gær samkvæmt tölum Landlæknisembættisins. Í landamæraskimun voru tekin 735 sýni og greindust smitin þrjú öll þar. Ekki liggur fyrir hvort smitin eru gömul og hafi greinst hjá einstaklingum með mótefni eða hvort þau séu virk.
20.06.2020 - 13:10
Með sænsku leiðinni hefðu allt að 70 getað látist
Hefðu íslensk stjórnvöld farið sömu leið og Svíar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hefðu dauðsföll getað orðið allt að 70 hér á landi. Það hefði orðið gríðarlegt högg fyrir heilbrigðiskerfið, yfirfyllt gjörgæsludeildir og haft mikil áhrif á aðra sjúklingahópa.
07.05.2020 - 11:53
Myndskeið
Stefnt að opnun sundlauga 18. maí
Stefnt er að því að opna sundlaugar mánudaginn 18. maí, með takmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir greindi frá á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann hafi rætt við heilbrigðisráðherra um frekari tilslakanir á samkomubanni á næstunni.
04.05.2020 - 14:59