Færslur: Sóttvarnarhús

Enginn slasaður eftir handtöku í sóttvarnarhúsi
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignaspjöll og brot á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Samningar við sóttvarnarhótelin að renna út
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnarhúsa segir að eftir mikla fjölgun Íslendinga í sóttvarnarhús fari þeim fækkandi sem þar dvelja.
02.09.2021 - 13:12
Vistmenn Verndar komnir í sóttvarnarhús
Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Aðrir vistmenn Verndar, átján talsins, auk starfsmanna eru nú komnir í sóttkví  og dvelja á sóttvarnarhúsi.
16.08.2021 - 19:57
Veiruskrattinn er enn að banka uppá
Segir Gylfi Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnarhúsa Rauða Krossins. Núna eru fleiri smitaðir en eru í sóttkví, 44 eru smitaðir og í einangrun.
19.07.2021 - 13:18
Um 160 manns koma frá hááhættusvæðum í dag
Í dag tók gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Í því felst meðal annars að þeim sem koma frá skilgreindum hááhættusvæðum er skylt að dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi nema þeir séu með gilt bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit. Í dag koma tvær vélar til Íslands frá slíkum svæðum, annars vegar vél frá Amsterdam klukkan 15:25 og hins vegar frá Varsjá klukkan 23:20.
Stjórnvöld máttu ekki skikka fólkið í sóttvarnahús
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði undir kvöld að ríkið mætti ekki skikka þá í sóttkví í sóttvarnahúsi sem kærðu dvölina. Þrjár af fimm kærum sem hafa borist vegna þessa voru teknar fyrir dóm í gær og varðar úrskurðurinn þessi þrjú mál.
Segir vel hafa gengið á sóttvarnarhóteli fyrsta daginn
Áslaug Ellen G. Yngvdóttir annar umsjónarmanna sóttkvíarhótels Reykjavíkur segir þá farþega sem skikkaðir eru til dvalar þar vera skilningsríka, enginn hafi sýnt mótþróa enda viti fólk að þetta þurfi að gera.
Var ekki í einangrun og fluttur smitaður í farsóttarhús
Verkefni lögreglunnar í gærkvöldi og nótt voru nokkuð hefðbundin, segir í dagbókarpósti lögreglunnar í morgun. Hún hafði meðal annars upp á einum manni sem hafði greinst með Covid-19 við komuna til landsins en var ekki í einangrun. Maðurinn var fluttur í sóttvarnarhús.
17.01.2021 - 07:51