Færslur: Sóttvarnaráðstafanir
Fauci telur unnt að bólusetja 100 milljónir á 100 dögum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segir það markmið Joe Bidens viðtakandi forseta Bandaríkjanna raunhæft að bólusetja 100 milljónir á fyrstu 100 dögum valdatíðar sinnar.
17.01.2021 - 21:16
Breska afbrigði kórónuveirunnar greinist í Argentínu
Argentínsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að fyrsta tilfelli hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar hefði greinst þar í landi. AFP-fréttastofan greinir frá að smitið greindist í manni sem flaug seint í desember til Argentínu frá Bretlandi. Breska afbrigðið er talið vera mun meira smitandi en önnur.
16.01.2021 - 16:29
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
15.01.2021 - 13:30
Neyðarástandi lýst yfir í Malasíu vegna COVID-19
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Malasíu vegna úbreiðslu kórónuveirufaraldursins og þeirrar ógnar sem heilbrigðiskerfi landsins stafar af honum.
12.01.2021 - 03:30
Útgönguhömlum aflétt í Brisbane
Útgönguhömlum sem settar voru á í skyndi í borginni Brisbane í Ástralíu á föstudag hefur nú verið aflétt. AFP-fréttastofan greinir frá því að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með hið nýja bráðsmitandi, svokallað breska afbrigði kórónuveirunnar á föstudag.
11.01.2021 - 01:29
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
08.01.2021 - 02:32
Nancy Pelosi naumlega endurkjörin
Nancy Pelosi var endurkjörin forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna í fjórða sinn, með naumum meirihluta í dag. Pelosi er áttræð og eina konan sem hefur gegnt þessu embætti.
03.01.2021 - 23:10
Fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada segir af sér
Rod Phillips fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada hefur sagt af sér. Doug Ford, forsætisráðherra fylkisins, tilkynnti afsögnina í gær eftir að hann kallaði Phillips heim úr fríi á Sankti Bartólómeusareyju í Karíbahafinu.
01.01.2021 - 04:11
Hert á útgöngubanni í Frakklandi
Til stendur að herða enn reglur um útgöngubann á þeim svæðum Frakklands þar sem kórónuveirufaraldurinn kemur þungt niður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu heilbrigðsráðherra landsins, Olivier Véran.
30.12.2020 - 00:40
Enn herða Danir sóttvarnaaðgerðir
Danska ríkisstjórnin ákvað í dag að harðar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, sem gilt hafa síðan á föstudaginn í hluta landsins, muni nú gilda í öllu landinu. „Við stöndum frammi fyrir virkilega alvarlegu ástandi,“ segir Benny Engelbrecht samgönguráðherra Danmerkur. Þetta er í þriðja skiptið á rúmri viku sem sóttvarnaðgerðir eru hertar í landinu.
15.12.2020 - 16:07
„Það þarf ekkert mikið til að hópsmit blossi upp“
Afar mikilvægt er á því stigi sem kórónuveirufaraldurinn er á núna að fólk komi ekki saman umfram þann fjölda sem sóttvarnareglugerð kveður á um.
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að hafi sú verið raunin um helgina, megi búast við aukningu smita síðar í vikunni.
13.12.2020 - 16:17
Um 1.000 sóttvarnabrot tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið hátt í 1.000 tilkynningar um möguleg brot á reglum um sóttkví og einangrun og brotum gegn sóttvörnum síðan kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út hér á landi. Um tíundi hluti þessara tilkynninga reyndist vera á rökum reistur og um 80% þeirra brotlegu eru karlar. Sex brot, þar sem COVID-smitað fólk fór ekki í einangrun, eru skráð hjá embættinu.
08.12.2020 - 09:53
Útgöngubann í Kaliforníu
Útgöngubann gekk í gildi í Kaliforníu-ríki í dag sem snertir yfirgnæfandi meirihluti íbúa þessa fjölmennasta ríkis Bandaríkjanna. Banninu er ætlað að vara í mánuð.
08.12.2020 - 00:29
Skoða svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir
Svandís Svavarsdóttir segir að það komi til greina að ráðast í ólíkar sóttvarnaaðgerðir milli landshluta. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir hefur verið framlengd til 9. desember og þangað til verða engar breytingar á sóttvarnaaðgerðum.
01.12.2020 - 12:44