Færslur: Söngvakeppnin 2019

Úrslit Eurovison breytast vegna mistaka
Mistök urðu við útreikning á atkvæðum hvítrússnesku dómnefndarinnar fyrir úrslit Eurovision. Dómnefndinni var vikið úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið og stigagjöf nefndarinnar var ógild. EBU áætlaði þess í stað stig fyrir nefndina eftir ákveðnum útreikningi, sem reyndist rangur. Eftir leiðréttingu á honum færist Svíþjóð upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaísjan. Efstu fjögur sætin standa óbreytt.
22.05.2019 - 19:30
Viðtal
„Ertu að segja að ég sé happa?“
Hatari stígur á svið í fyrri undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld og óhætt að segja að spennan magnist. Gísli Marteinn Baldursson lýsir undankeppninni en það gerði hann einnig fyrir tuttugu árum þegar Selma Björns lenti í öðru sæti.
Viðtal
Tipla á tánum á línu sem enginn veit hvar er
„Þetta hefur jafnvel vakið meiri athygli en ég bjóst við, og þetta er mjög eldfimt,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson en Hatari hefur valdið usla í aðdraganda Eurovision í Tel Aviv.
10.05.2019 - 20:25
Viðtal
„Hatari er alltaf Hatari þegar hann er hér“
Karen Briem og Andri Hrafn Unnarson skipa búningateymi Hatara í Tel Aviv. Bæði eru þau sprenglærðir og reynslumiklir fatahönnuðir sem hafa unnið víða um heim.
07.05.2019 - 08:00
Hatari vill sjá enda hernáms í Palestínu
Hatari hélt sinn fyrsta blaðamannfund í Expó höllinni í Tel Aviv í dag að fyrstu æfingu lokinni. Fjöldi blaðamanna mætti og augljóst er að áhugi á atriðinu er mikill.
Fyrsta æfing Hatara á stóra sviðinu
Fyrsta æfing margmiðlunarverkefnisins Hatara fór fram í Expó höllinni í miðborg Tel Aviv í dag rétt eftir hádegi að staðartíma. Þar var ný sviðsmynd Hatara afhjúpuð sem og glæný grafík.
Myndskeið
Glæný sviðsmynd Hatara afhjúpuð
Hatari steig í dag sín fyrstu skref á stóra sviðinu í Expó höllinni í Tel Aviv en þar standa nú yfir æfingar þátttakenda. Þá var afhjúpuð ný sviðsmynd atriðisins, þar sem stór og glæsilegur skúlptúr vekur athygli en einn starfsmanna RÚV ferðaðist til Tel Aviv í síðasta mánuði gagngert til að setja saman risastóran hnött.
Niðr'á strönd með Hatara
„Eins og þið sjáið þá er gott veður og við getum verið léttklædd en við leggjum mikið upp úr því að vera í þægilegum klæðnaði úr lífrænum efnum,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir liðsmaður Hatara en þau spókuðu sig á ströndinni fyrsta daginn í Tel Aviv.
Vel upplýst fólk sem veit hvað það er að gera
„Við erum að senda vel menntað, vel upplýst og fallegt ungt fólk sem veit alveg hvað það er að gera,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir um Hatara sem var í þann mund að leggja af stað til Tel Aviv þegar þeir heimsóttu Vikuna með Gísla Marteini.
Von á yfirlýsingu frá Hatara
„Við munum ekki svara því eins og stendur,“ segir Matthías Haraldsson aðspurður hvort von sé á uppákomu frá Hatara í Ísrael og hvort þau muni mögulega draga sig úr keppni. Hópurinn hélt til Ísrael í morgun.
Hatari í Independent: Við erum bleiki fíllinn
„Við munum vinna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2019,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson í ítarlegu viðtali og umfjöllun um Hatara í breska miðlinum The Independent í dag.
12.03.2019 - 13:36
Friðrik Ómar hefði sjálfur kosið Hatara
Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem lenti í öðru sæti í nýafstaðinni Söngvakeppni RÚV með lagið sitt, Hvað ef ég get ekki elskað?, segir að hann hefði kosið Hatara hefði hann ekki sjálfur verið að keppa.
Myndskeið
Eleni Foureira í Söngvakeppninni
Hin gríska söngkona Eleni Foureira var heiðursgestur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar og tók lagið Fuego, sem hún söng í síðustu Eurovision-keppni fyrir hönd Kýpurs og skilaði henni öðru sætinu.
03.03.2019 - 13:12
Úrslitin í Söngvakeppninni
Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar 2019 í Laugardalshöll hefst 19:45. Í kvöld ræðst hvaða lag fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv.
02.03.2019 - 19:18
Þau eru í dómnefnd Söngvakeppninnar
Dómnefnd úrslitakeppni Söngvakeppninnar er skipuð tíu manns víðsvegar að úr Evrópu. Kosningin verður í tveimur hlutum eins og undanfarin ár. Dómnefndin hefur helmings vægi á móti símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins.
02.03.2019 - 15:24
Hægt að horfa á keppnina á netinu erlendis frá
Bein útsending verður úr Laugardalshöll í kvöld þar sem valið stendur milli fimm laga sem keppa um að verða framlag Íslands Eurovision. Þeir sem ekki fylgjast með í salnum geta horft á keppnina í sjónvarpinu eða á vef RÚV, hvaðan sem er í heiminum, enda njóta undankeppnir þjóða mikilla vinsælda hjá unnendum söngvakeppninnar víða um heim.
02.03.2019 - 14:47
Íslandi spáð 10. sæti þótt lagið sé ekki komið
Veðbankar spá Íslandi tíunda sæti í Eurovision-keppninni þrátt fyrir að ekki sé búið að velja framlag okkar ennþá. Það má því ætla að þau lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll á laugardaginn séu sérstaklega sterk í ár.
28.02.2019 - 16:47
„Hin evrópska Beyoncé“ og óvæntir gestir
Nú eru aðeins tveir dagar þangað til framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður valið - og allt virðist á suðupunkti hjá þeim sem keppast um hylli landsmanna í Laugardalshöll á laugardag. Skipuleggjendur leggja dag sem nótt við að gera viðburðinn stærri og skemmtilegri en áður.
28.02.2019 - 14:15
Ísraelsríki óttast sniðgöngu mjög
Framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael í maí, verður valið á laugardag og óhætt er að segja að lag Hatara, Hatrið mun sigra, hafi vakið eina mestu athygli af þeim fimm lögum sem koma til greina. Þórunn Ólafsdóttir sem starfað hefur að mannúðarmálum í Palestínu er ekki hrifinn af vegferð Hatara og telur sniðgöngu hið eina rétta.
27.02.2019 - 12:36
Fáðu þér far með Heru Björk í nýju myndbandi
Hera Björk frumsýnir í dag myndband við lagið Moving On, sem Baldvin Z leikstýrir. Hera keppir til úrslita í Söngvakeppninni næsta laugardagskvöld.
Myndband við lagið sem breytti lífi Friðriks
Friðrik Ómar hefur frumsýnt nýtt myndband við lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Friðrik stígur á svið næsta laugardagskvöld á lokakvöldi Söngvakeppninnar og flytur þar lagið, sem hann segir hafa breytt lífi sínu.
„Það er hiti í loftinu“
Senn líður að því að framlag Íslendinga í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verði valið en úrslitin fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Saga Sigurðardóttir dansari segist aldrei hafa verið jafn spennt fyrir keppninni og það sé ekki síst fyrir þær sakir hversu mikill hiti er í loftinu.
26.02.2019 - 10:46
Þessi lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni
Nú eftir helgina er það ljóst að fimm lög munu keppa til úrslita í Laugardalshöllinni 2. mars næstkomandi.
19.02.2019 - 17:41
Lögin í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar
Seinni undankeppnin í Söngvakeppninni fór fram í Háskólabíó á laugardagskvöld og það voru Friðrik Ómar og Tara Mobee sem komust í úrslitin. Hér fyrir neðan eru öll atriði keppninnar í réttri röð, en útsendingin í heild er í spilaranum í haus færslunnar.
16.02.2019 - 21:01
„Við þurfum að fara að keppa í þessari keppni“
Friðrik Ómar segist hafa staðið frammi fyrir þeirri spurningu fyrir ári síðan, hvort hann gæti yfir höfuð elskað skilyrðislaust. Á laugardag mun Friðrik Ómar standa fyrir framan alþjóð með þessa sömu spurningu og keppnisskapið að vopni.
15.02.2019 - 18:09