Færslur: Söngvakeppnin 2016

Palli vissi alltaf að Jóhann Jóhannsson...
..myndi snúa sér að kvikmyndatónlist.
Og í öðru sæti er...
Söngvakeppnin 2016 stendur sem hæst um þessar mundir og því verður haldið áfram að rifja upp eftirminnileg lög úr keppninni í gegnum tíðina en að þessu sinni er komið að lögunum sem hafa "tapað" eða sem sagt lent í öðru sæti.
Ballöðurnar í Söngvakeppninni
Nú er ballið að byrja, þjóðin velur okkar framlag til Eurovision nú í febrúar en fyrsta undanúrslitakvöldið er næskomandi laugardag, 6. febrúar. Því er ekki úr vegi að hita aðeins upp með því að rifja upp ballöður sem keppt hafa í Söngvakeppninni í gegnum tíðina.
31.01.2016 - 15:57
Nær uppselt á lokaúrslit Söngvakeppninnar
„Þetta byrjar virkilega vel, mun betur en í fyrra. Nú er nánast uppselt á úrslitakvöldið í Laugardalshöll og miðar seljast einnig hratt á báðar undankeppnirnar í Háskólabíói og á lokaæfinguna í Laugardalshöll,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Miðasala hófst á þriðjudaginn.
21.01.2016 - 09:00
Miðasalan er hafin!
Miðasala á Söngvakeppnina 2016 er hafin. Miðar eru seldir á undanúrslitin í Háskólabíói 6. og 13. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll þann 20. febrúar. Einnig er hægt að fá miða á lokaæfinguna í Höllinni.
19.01.2016 - 11:13
Söngvakeppnin - miðasala hefst á hádegi
Miðasala á Söngvakeppnina 2016 hefst á hádegi í dag. Gríðarlegur áhugi er á keppninni þetta árið enda afmælishátíð í tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eruovision. Miðasalan fer fram á www.tix.is
19.01.2016 - 10:10
Loreen í Laugardalshöll
Það er óhætt að segja að það sé stórfrétt að Loreen hin sænska stígi á svið í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Hún er ein stærsta stjarna Eurovision frá upphafi og hefur skinið skært frá sigrinum í Baku í Azerbaijan árið 2012. En hver er hún þessi Loreen?
18.01.2016 - 22:28
Westlife stjarna og diskódrottning
Þessa dagana velja Evrópuþjóðir þau lög og þá listamenn sem munu verða fulltrúar þeirra í Eurovision í Stokkhólmi. Alls taka 43 þjóðir þátt að þessu sinni og þegar þetta er skrifað í þriðju viku janúar hafa 12 þjóðir þegar valið sinn flytjenda. Raunar var 13. þjóðin, Þjóðverjar, líka búin að velja sinn söngvara en hættu skyndilega við. Þegar kemur að lögum eru hins vegar einungis 3 lög komin fram. Þetta eru lög Albaníu, Írlands og Belgíu.
18.01.2016 - 13:57
Söngvakeppnin 2016 — Hlustaðu á lögin
Lögin 12 sem keppa í Söngvakeppninni í ár eru frumflutt á Rás 2 í dag. Hægt er að hlusta á þau öll hér á RÚV.is núna.
15.01.2016 - 14:00
Öll lögin frumflutt á Rás 2
Aðdáendur Eurovision geta glaðst því lögin 12 sem keppa í Söngvakeppninni í ár verða öll frumflutt á Rás 2 á morgun, föstudaginn 15. janúar.
14.01.2016 - 15:42