Færslur: Sónar Reykjavík

Allt að helmingur Sónargesta átti flug með WOW
Allt að helmingur væntanlegra gesta og margir af þeim erlendu listamönnum sem áttu að koma fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík áttu bókað flug með WOW air, en hátíðin var blásin af í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins.
03.04.2019 - 17:03
Jon Hopkins og Richie Hawtin á Sónar Reykjavík
Breski raftónlistarmaðurinn Jon Hopkins og kanadíski plötusnúðurinn og frumteknóhetjan Richie Hawtin eru meðal þeirra sem hafa boðað komu sína á Sónar-hátíðina í Hörpu í apríl.
05.10.2018 - 12:13
Sjö stórgóðir listamenn á Sónar
Á morgun verður Sónar-hátíðin sett í sjötta skiptið á Íslandi en hún hefur nú skapað sér sess sem einn stærsti viðburðurinn í menningardagatali landsins.
15.03.2018 - 17:40
Viðtal
Betra að eldast í danstónlistinni en rokkinu
Breska hljómsveitin Underworld kemur fram í Hörpu á laugardagskvöldið, 17. mars, á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík. Söngvari sveitarinnar, Karl Hyde, sem er mikill Íslandsvinur, hlakkar mikið til og á ekki von á öðru en að stærsti smellurinn, Born Slippy, verði spilaður. Honum þykir enn mjög vænt um lagið sem er orðið rúmlega 20 ára gamalt.
13.03.2018 - 10:40
Gospel trúleysingjans flytur boðskap Krists  
Bandaríski tónlistarmaðurinn serpentwithfeet er væntanlegur til landsins á Sónar-tónlistarhátíðina í ár.
06.03.2018 - 09:15
Underworld á Sónar
Breska hljómsveitin Underworld kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar.
19.01.2018 - 11:11
„Við höldum alltaf að allt snúist um okkur“
Tónlistarmaðurinn Oddisee var einn af fjölmörgum listamönnum sem komu fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík um helgina. Oddisee, sem heitir réttu nafni Amir Mohamed el Khalifa er súdansk-amerískur og hikar ekki við að kljást við stórar spurningar sem snúa að stjórnmálum og óréttlæti gagnvart minnihlutahópum í tónlist sinni.
20.02.2017 - 09:25
Óaðfinnanlegt lokakvöld Sónar Reykjavík 2017
Mikið var um dýrðir á lokakvöldi Sónar Reykjavík í gærkvöldi. Hip-hop senan fékk að njóta sín til hins ýtrasta, ungu tónlistarflytjendurnir blómstruðu og þekktustu nöfn hátíðarinnar í ár stigu á svið. Dagskráin var sneisafull og af miklu var að taka.
19.02.2017 - 16:01
Föstudagur á Sónar Reykjavík
Mikil eftirvænting var í loftinu á öðru kvöldi Sónar Reykjavík enda talsvert af þekktum erlendum tónlistarflytjendum sem komu fram. Harpan var þéttpökkuð og voru töluvert fleiri tónlistargestir en kvöldið áður. Lítið var þó um vandræði og allir virtust skemmta sér með besta móti. Harpa iðaði af lífi en góð skipulagning olli því að ekki mynduðust óheyrilega langar raðir.
18.02.2017 - 17:51
Fyrsta kvöld Sónar Reykjavík 2017
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hófst Hörpu í gær en hátíðin fer fram dagana 16., 17. og 18. febrúar á fjórum sviðum í Hörpu, m.a. bílakjallara tónlistarhússins sem breytt hefur verið í næturklúbb. Rúmlega 50 hljómsveitir og listamenn koma fram, bæði innlendir og erlendir. Hátíðin var fyrst haldin hér á landi árið 2013.
17.02.2017 - 11:19
Sónar 2017 á Rás 2
Framundan er Sónar hátíðin í Hörpu. Hátíðin hefst á fimmtudaginn, 16 febrúar og henni líkur aðfaranótt sunnudagsins 19 febrúar. Fram koma meðal annara: Fatboy Slim, Moderat, De La Soul, Giggs, GusGus, Sleigh Bells, Forest Swords, Tommy Genesis, Nadia Rose, Samaris, EmmSjé Gauti, Gus Gus. En hvaða listamenn eru þetta? Doddi litli skoðaði hvaða listamenn koma fram í Hörpu og spilaði tónlist þeirra. Sónar Reykjavík, ekki bara tónleikar og djamm heldur upplifun.
14.02.2017 - 11:24
Fatboy Slim og De La Soul á Sónar Reykjavík
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík 2017 fer fram í Hörpu í febrúar en fyrstu nöfnin í dagskránni voru kynnt til leiks í dag. Þar á meðal er breski raftónlistarmaðurinn Fatboy Slim og bandaríska hip hop sveitin De La Soul.
15.11.2016 - 11:14
Kántrípoppdrottning og vetrarsvali í rvk.
Í Rokklandi sunnudaginn 21. febrúar kynnumst við kántrípoppstjörnunni Taylor Swift sem hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu ársins í annað sinn, 26 ára gömul. Og svo er það Sónar Reykjavík sem haldin er núna um helgina í þriðja sinn.
22.02.2016 - 10:07
Myndir: Brjálað stuð á Sónar Reykjavík
Mikill fjöldi áheyrenda var saman kominn í Hörpu í gærkvöldi, þar sem tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hófst. Hátíðin, sem fer fram dagana 18.-21. febrúar, er nú haldin í fjórða sinn og koma um 70 hljómsveitir og plötusnúðar fram að þessu sinni.
19.02.2016 - 11:05
Palli vissi alltaf að Jóhann Jóhannsson...
..myndi snúa sér að kvikmyndatónlist.