Færslur: Sómalía

Á þriðja hundrað lést í Mogadishu
Alls hafa 276 fundist látnir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að öflug bílsprengja sprakk þar í gær. Um 300 til viðbótar liggja særðir inni á sjúkrahúsi. AFP fréttaveitan hefur þetta eftir sómölskum stjórnvöldum.  Vörubíll, hlaðinn með sprengiefni, sprakk á fjölförnum slóðum í Mogadishu.
16.10.2017 - 06:13
Hátt í 200 látnir eftir sprengingu í Mogadishu
Lögregla í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, segir að 189 lík hafi fundist eftir gríðarlega sprengingu í gær í miðborginni. Mörg eru líkin svo illa brunnin að útilokað er að bera kennsl á hina látnu.
15.10.2017 - 14:27
Tugir látnir eftir bílsprengingu í Mogadishu
Yfir tuttugu eru látnir og margir sárir eftir að öflug bílsprengja sprakk í dag utan við hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. AFP fréttastofan hefur eftir yfirmanni í öryggissveit stjórnvalda að vörubíll, hlaðinn sprengiefni, hafi sprungið á fjölförnum stað í borginni.
14.10.2017 - 14:50
Minnst 24 vegnir í fyrirsát al-Shabab
Vígamenn al-Shabab hryðjuverkasamtakanna felldu minnst 23 friðargæsluliða Afríkusambandsins og einn sómalskan hermann í suðurhluta Sómalíu á sunnudagsmorgun. Fimm dóu í sprengjuárás í höfuðborginni Mogadishu sama dag. Haft er eftir Ali Nur, varafylkisstjóra Syðra Shabelle-fylkis, að hryðjuverkamennirnir hafi gert friðargæsluliðunum fyrirsát í Bulamareer-héraði, um 140 km suðvestur af Mogadishu. Talsmaður al-Shabab fullyrti í útvarpi að vígamenn samtakanna hefðu fellt 39 friðargæsluliða.
31.07.2017 - 02:27
Átján féllu í árásum á veitingahús í Mogadishu
Minnst átján féllu og á annan tug særðust í hryðjuverkaárásum tvö á veitingahús í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gærkvöld. Árásarmennirnir voru tveir. Lögregla felldi þá báða. Hryðjuverkasamtökin Al Shabab hafa lýst árásinni á hendur sér. Vígamenn samtakanna hafa margoft staðið fyrir árásum í borginni.
15.06.2017 - 07:53
Bíll sprakk við vinsælt kaffihús
Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir að bílsprengja sprakk í dag í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Tíu til viðbótar særðust, að því er fréttastofan AFP hefur eftir lögreglu. Sprengjan sprakk skammt frá ítölsku kaffihúsi við fjölfarna götu í miðborginni. Ekki er vitað hvort bílnum hafði verið lagt við húsið eða honum var ekið framhjá og hann sprengdur. Árásir af þessu tagi eru algengar í Mogadishu þar sem stjórnarhermenn og vígamenn Al Shabab hryðjuverkasamtakanna berast á banaspjót.
08.05.2017 - 16:31
Sómalía: Skutu ráðherra fyrir mistök
Ráðherra opinberra framkvæmda í Sómalíu, Abdualli Sheikh Abas að nafni, var skotinn til bana í dag skammt frá forsetahöllinni í Mogadishu. Öryggissveitarmenn stjórnvalda segjast hafa fellt hann fyrir mistök. Þeir töldu að hryðjuverkamaður væri þar á ferð.
04.05.2017 - 11:42
Myndskeið
Hungursneyð yfirvofandi
Talið er að fæðuskortur og fæðuóryggi ógni um helmingi sómölsku þjóðarinnar, vegna þurrkana sem verið hafa í landinu undanfarin ár. Hirðingjar hafa í stórauknum mæli leitað í flóttamannabúðir sem sprottið hafa upp í nágrenni við bæi og þorp í landinu. Þótt hungursneyð hafi ekki formlega verið lýst yfir í Sómalíu er talið tímaspursmál hvenær það verði gert; ástandið á sumum svæðum er orðið það slæmt. Hundruð þúsunda sómalskra barna eru vannærð og bráð þörf er á heilsugæslu og aðstoð.
16.04.2017 - 09:07
RÚV í Sómalíu
RKÍ bregst við yfirvofandi hungursneyð
Fari svo að regntímabilið í Sómalíu bregðist þriðja árið í röð, er ljóst að milljónir íbúa landsins standa frammi fyrir hungursneyð. Alþjóðleg hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálp hafa öll vakið athygli á þeirri hættu sem steðjar að, og kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagins. Í ákalli sem alþjóðasamtök Rauða krossins sendu frá sér nýlega, kemur fram að 6,2 milljónir Sómala standa frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Ástandið gæti versnað enn.
06.04.2017 - 17:07
Versta hungursneyð frá stofnun SÞ
Hungursneyð blasir við meira en tuttugu milljónum manna í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu. Talið er að barn deyji á tíu mínútna fresti í Jemen af völdum sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir. Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, segir þetta versta ástand frá stofnun Sameinuðu þjóðanna.
11.03.2017 - 11:49
Líkur á hungursneyð vegna þurrka í Sómalíu
Yfir hundrað létu lífið á tveimur sólarhringum vegna mikilla þurrka í suðvesturhluta Sómalíu. Forsætisráðherrann Hassan Ali Haire greinir frá þessu en þetta eru fyrstu opinberu tölurnar um þá sem hafa fallið vegna þurrkana sem ná yfir stærra svæði á landinu. Mannúðarsamtök óttast að þurrkarnir leiði til hungursneyðar í landinu. Um þrjár milljónir eiga á hættu að verða matarlausar í landinu.
05.03.2017 - 05:14
Fjölskylda með 10 börn send aftur til Sómalíu
Fjölskyldu með tíu börn, sem búið hefur í Danmörku frá árinu 2013, hefur verið gert að snúa aftur til Sómalíu. Ástandið í landinu er ótryggt og hætta á að börn sé þvinguð til liðs við hryðjuverkasveitir, líkt og Útlendingastofnun Danmerkur bendir sjálf á. Dvalarleyfi um 800 Sómala í Danmerkur eru til endurskoðunar.
12.02.2017 - 10:35
Myndskeið: 13 fallnir í Mogadishu
Að minnsta kosti þrettán eru látnir eftir að tvær öflugar bílsprengjur sprungu í dag utan við Dayah hótelið í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Eftir sprengingarnar réðust vígamenn Al Shabab hryðjuverkasamtakanna inn á hótelið og skutu á þá sem urðu á vegi þeirra.
25.01.2017 - 11:02
Hryðjuverk á veitingastað í Mógadisjú
Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjórir særðust þegar bíl var ekið inn í veitingahús í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Yfirvöld telja að sjálfsvígsárás hafi verið gerð á staðinn. Veitingahúsið er í grennd við forsetahöll landsins og höfuðstöðvar sómölsku leyniþjónustunnar og öryggislögreglunnar.
01.10.2016 - 17:21
Vígamenn al-Shabab ná herstöð á sitt vald
Vígamenn al-Shabab lögðu í morgun undir sig herstöð skammt frá Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Fregnir herma að töluvert mannfall hafi orðið. Íbúar segja að hundruð vígamanna hafi tekið þátt í árásinni. Al-Shabab, hryðjuverkasamtök íslamista, segja að 73 hermenn sómalska stjórnarhersins hafi fallið í árásinni.
21.03.2016 - 11:19
Sprengja í fartölvu sprakk á flugvelli
Sex særðust þegar sprengja sem komið hafði verið fyrir í fartölvu sprakk í dag á flugvelli í bænum Beledweyne í Sómalíu. Þetta gerðist á öryggissvæði þar sem farangur farþega er gegnumlýstur.
07.03.2016 - 10:11
Sómalía — ríki á brauðfótum
Að minnsta kosti 30 liggja í valnum eftir sjálfsvígsárás í borginni Baidoa í Sómalíu í dag. Vígamenn al-Shabab hryðjuverkasamtakanna hafa lýst ábyrgð á tilræðinu. 22.000 friðargæsluliðar eru í Sómalíu á vegum Afríkusambandsins. Þrátt fyrir það virðist al-Shabab vera að vaxa fiskur um hrygg. Undanfarið hafa samtökin ítrekað ráðist á bækistöðvar friðargæsluliða, fellt tugi eða hundruð hermanna og komist yfir vopn og vígtól. Vargöld hefur verið í Sómalíu í aldarfjórðung, frá árinu 1991.
29.02.2016 - 16:26
Óvíst um afdrif eins farþega
Eins farþega er saknað eftir að sprenging varð í farþegaþotu skömmu eftir flugtak í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Sprengingin varð skömmu eftir flugtak í fyrradag. Gat kom á bol þotunnar í farþegarými. Þotunni var lent þegar í stað.
04.02.2016 - 14:37
  •