Færslur: Sómalía

Trump kallar hermenn frá Sómalíu
Nánast allir þeir 700 bandarísku hermenn sem eru í Sómalíu verða fluttir frá landinu áður en Joe Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Þetta er liður í viðleitni sitjandi forseta, Donald Trumps, í að hætta þátttöku í því sem hann hefur kallað eilífðarstríð.
04.12.2020 - 23:20
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn hafa óttast að snjáldurmúsin sómalíska hafi endanlega horfið af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu árum - en ekki aldeilis. Þetta örlitla spendýr hefur lifað í kyrrþey á þurrviðrasömu klettasvæði á skaganum Horni Afríku. Hann er í Austur-Afríku og teygir sig út í Arabíuhaf.
Tíu almennir borgarar drepnir í hryðjuverkaárás
Tíu almennir borgarar og einn lögreglumaður létu lífið í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Fimm vígamenn úr röðum Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna réðust inn á hótel við strönd Mogadishu, eftir að bílsprengja var sprengd fyrir utan það. AFP fréttastofan hefur eftir Ismael Mukhtaar Omar, talsmanni upplýsingaráðuneytisins, að vígamennirnir hafi allir verið felldir. 
16.08.2020 - 23:25
al-Shabaab lýsir ódæðinu í Mogadishu á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab, hreyfing öfga-íslamista, hefur lýst ódæðisverkinu sem kostaði nær 90 mannslíf í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, á laugardag, á hendur sér. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásinni hafi verið beint gegn tyrkneskri bílalest sem ók hjá um svipað leyti og bílsprengja var sprengd í Mogadishu, með fyrrgreindum afleiðingum. Öryggislögregla Sómalíu heldur því hins vegar fram að árásin hafi verið „skipulögð af erlendu ríki.
31.12.2019 - 07:14
Bandarískar loftárásir og tyrkneskir læknar í Sómalíu
Bandaríkjaher gerði í kvöld loftárásir á tvennar bækistöðvar hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab í Sómalíu, til að hefna fyrir mannskætt hryðjuverk sem framið var í Mogadishu á laugardag. Fyrr í dag lentu 24 tyrkneskir læknar í Mogadishu til að aðstoða við aðhlynningu þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni.
30.12.2019 - 02:26
Öflug bílsprenging í Sómalíu
Sautján eru látnir eftir að öflug bílsprengja sprakk í dag skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Hátt í þrjátíu særðust. Varðstöð við leiðina á flugvöll borgarinnar er einnig þar sem sprengjan sprakk. Að minnsta kosti tveir öryggisverðir eru meðal þeirra sem dóu.
22.07.2019 - 14:04
Árásarmenn felldir í Sómalíu, 13 í valnum
Sérsveitir lögreglu réðust til atlögu gegn fjórum hryðjuverkamönnum sem skutu sér leið inn á hótel í sómölsku hafnarborginni Kismayu í gærkvöld og felldu þá alla. Þrettán borgarar liggja í valnum og yfir 30 særðust í árásinni, sem hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa þegar lýst á hendur sér. „Aðgerðinni er lokið,“ sagði Mohamed Abdi, yfirmaður lögreglu í borginni við fréttamann Reuters í morgun.
13.07.2019 - 07:18
Minnst sjö féllu í hryðjuverkaárás í Sómalíu
Minnst sjö manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengju- og skotárás hryðjuverkamanna á hótel í sunnanverðri Sómalíu í dag, samkvæmt upplýsingum þarlendra yfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir Abdi Dhuhul, yfirmanni öryggismála á svæðinu, segir sjö dauðsföll staðfest og að ekki sé útilokað að fleiri eigi eftir að falla eða finnast látnir, þar sem árásinni sé mögulega ekki lokið enn.
13.07.2019 - 00:35
Mannskæð hryðjuverkaárás í Mógadisjú
Minnst átta létust og tugir særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu með skömmu millibili í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, á laugardag. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa þegar lýst illvirkinu á hendur sér. AFP fréttastofan hefur eftir starfsmanni sjúkraflutningaþjónustu í Mógadisjú að átta lík hafi verið flutt af vettvangi fyrri sprengingarinnar og sextán sem særðust flutt á sjúkrahús.
16.06.2019 - 01:21
Fyrrverandi utanríkisráðherra veginn
Fyrrverandi utanríkisráðherra Sómalíu og fjórir til viðbótar létust þegar bílsprengja sprakk í dag þar sem þeir voru á ferð um höfuðborgina Mogadishu. Ellefu til viðbótar særðust. Sómölsku hryðjuverkasamtökin Al-Shabab segjast hafa verið að verki.
22.05.2019 - 15:17
Matvælaskortur í Sómalíu vegna þurrka
Matvælaskortur vegna þurrka í Sómalíu ógnar afkomu hátt í tveggja milljóna landsmanna. Norska flóttamannaráðið segir að mörg hundruð þúsund börn séu vannærð og margar milljónir eru farnar að heiman í leit að viðurværi.
06.05.2019 - 14:48
Myndskeið
Á annan tug lést í bílsprengingu í Sómalíu
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir og á annan tug særðir eftir að bílsprengja sprakk í dag við hótel og veitingahús Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Tvö veitingahús eru í rúst eftir sprenginguna. Einnig eyðilögðust margir bílar sem hafði verið lagt þar sem bíllinn sprakk. Margt fólk var á ferðinni nálægt árásarstaðnum.
28.03.2019 - 13:56
Fimm fórust í hryðjuverkaárás í Mogadishu
Minnst fimm fórust og nokkrir særðust þegar bílsprengja sprakk utan við veitingastað í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gær. Bílnum var lagt við veitingastaðinn, sem er í næsta nágrenni við eftirlitsstöð sem mönnuð er hermönnum úr lífvarðasveit forsetans. Bæði hermenn og almennir borgarar eru á meðal hinna föllnu, að sögn lögreglu í borginni.
08.03.2019 - 04:21
Tugir féllu í Sómalíu
Sjálfsvígsárás skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í kvöld kostaði að minnsta kosti 25 manns lífið. Tugir til viðbótar særðust, að því er AFP fréttastofan hefur eftir bráðaliðum í borginni.
28.02.2019 - 23:26
Öflug bílsprenging í Mogadishu
Að minnsta kosti níu létu lífið og allnokkrir særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í dag á fjölsóttum markaði í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Töluvert tjón varð á húsum og bílum. Talið er að vígamenn hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab hafi verið að verki. Reuters fréttastofan hafði eftir heimamönnum að mikill reykur hefði stigið upp frá miðborginni skömmu eftir að sprengingin varð.
04.02.2019 - 10:18
Bandaríkin gera loftárás í Sómalíu
Bandaríkjaher greindi frá því í gær að yfir 50 vígamenn úr röðum al-Shabaab hafi fallið í loftárás Bandaríkjahers í Sómalíu. Árásin var gerð til að svara árás vígamanna á sómalska hermenn. Engir almennir borgarar létu lífið eða særðust í loftárásinni.
20.01.2019 - 06:24
Sprengingar í miðborg Mogadishu
Á annan tug lét lífið og fjöldi særðist í tveimur sprengjuárásum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab segjast bera ábyrgð á árásinni.
23.12.2018 - 00:49
39 fórust í hryðjuverkaárás í Sómalíu
39 fórust og 40 særðust í hryðjuverkaárás í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, síðdegis á föstudag. Þá sprungu tvær bílsprengjur í miðborginni ; önnur þeirra við Sahafi-hótelið og hin við höfuðstöðvar rannsóknarlögreglunnar. Þriðja sprengjan sprakk skömmu síðar í þríhjóla „tuk-tuk" vagni á fjölfarinni götu nærri hótelinu. Að sögn lögreglu freistaði hópur byssumanna þess að ráðast inn í hótelið í framhaldinu, en þeir voru allir felldir af vopnuðum öryggisvörðum hótelsins.
11.11.2018 - 05:42
Réðust á herstöð í Sómalíu
Nokkurt mannfall varð þegar þungvopnaðir vígamenn úr Al-Shabaab skæruliðasamtökunum réðust í dag á herstöð í suðurhluta Sómalíu. Árásarmennirnir óku bíl hlöðnum sprengiefni inn á varðstöð. Í kjölfarið létu hryðjuverkamennirnir kúlnahríð dynja á öllu sem fyrir varð. Skotbardaga við hermenn í herstöðinni linnti ekki fyrr en eftir klukkustund eða svo.
23.07.2018 - 11:21
Árás á innanríkisráðuneyti Sómalíu
Minnst níu féllu í árás vígamanna á innanríkisráðuneyti Sómalíu í gær. Lögregla segir öryggissveitir hafa skotið alla þrjá árásarmennina til bana eftir tveggja klukkustunda skotbardaga í höfuðborginni Mogadishu.
08.07.2018 - 04:42
Rændu þýskri hjúkrunarkonu í Sómalíu
Vopnaðir menn réðust inn í höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Sómalíu í gærkvöld og námu á brott þýska hjúkrunarkonu sem þar starfar á vegum samtakanna. Skrifstofa Afríkudeildar Rauða krossins staðfesti þetta á Twitter. Mennirnir réðust til atlögu um klukkan 20 að staðartíma, á skrifstofu samtakanna í Mogadisjú. Munu mannræningjarnir hafa farið inn og út um bakdyr skrifstofunnar til að forðast vopnaðan vörðinn sem stóð við aðalinnganginn.
03.05.2018 - 06:25
Átján féllu í sprengjuárás í Mogadishu
Minnst 18 manns týndu lífi og yfir 20 særðust þegar tvær bílsprengjur voru sprengdar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á föstudag. Svo virðist sem um tvöfalda sjálfsmorðsprengjuárás hafi verið að ræða; annar árásarmannanna sprengdi sig og bifreið sína nærri forsetahöllinni og hinn við vinsælt hótel í næsta nágrenni. Í beinu framhaldi hófu félagar sprengjumannanna vélbyssuskothríð í miðborginni, að því er fram kemur í frétt Al Jazeera. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst ódæðinu á hendur sér.
24.02.2018 - 02:50
17 milljónir þjást af hungri í Jemen
17 milljónir lifa við hungurmörk í Jemen, eða 60 prósent þjóðarinnar, að því er fram kemur í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, um alvarlegan fæðuskort í ákveðnum heimshlutum. Skýrslan var kynnt Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum.
Sækir um hæli eftir 17 ára búsetu í Noregi
Mahad Abib Mahamud, sem nýlega var sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar, hefur sótt um hæli hér á landi. Norski fjölmiðillinn TV2 greinir frá.
31.10.2017 - 09:58
Mannskæðar bílsprengjur í Sómalíu
Tvær bílsprengjur sprungu í Mogadishu, höfðuðborg Sómalíu í dag. Öðrum bílnum var ekið á hótel og sprakk þar en hin árásin var gerð skömmu seinna í grennd við fyrrverandi þinghús landsins. Ekki er vitað hve margir létust en AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni lögreglu að þeir séu að minnsta kosti 13.
28.10.2017 - 17:13