Færslur: Sómalía

Úkraínustríðið eykur á neyð fólks víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innrás Rússa í Úkraínu auki enn á neyð fólks sem býr við örbirgð og hungur og segja stríðið hafa neikvæð áhrif á líf allt að 1.700 milljóna manna sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Samtökin hafa veitt 100 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða króna, úr neyðarsjóði sínum til að fjármagna matvælaaðstoð til sjö landa sem eru sérlega viðkvæm fyrir matarskorti; Jemen, Sómalíu, Eþíópíu, Kenía, Súdan, Suður-Súdan og Nígeríu.
Minnst tíu fórust í sjálfsmorðsárás í Sómalíu
Minnst tíu manns fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í sómölsku borginni Beledweyne í gær, daginn fyrir kosningar í borginni. Sprengjumaðurinn réðst til atlögu á vinsælum veitingastað í miðborginni, þar sem stjórnmála- og embættismenn eru tíðir gestir, segir í frétt BBC.
20.02.2022 - 07:32
Forsætisráðherra Sómalíu sviptur völdum
Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, svipti forsætisráðherra landsins völdum í dag vegna spillingarmáls sem nú er til rannsóknar. Ákvörðunin nær ekki til annarra ráðherra í ríkisstjórninni.
27.12.2021 - 09:58
Hungursneyð blasir við Sómölum verði ekki brugðist við
Alvarleg hungursneyð blasir við einum af hverjum fjórum íbúa Afríkuríkisins Sómalíu vegna mikilla þurrka sem ekki sér fyrir endann á. Þurrkarnir eru þeir verstu og langvinnustu í landinu um þrjátíu ára skeið.
Leyfa áframhaldandi eftirlit í hafinu við Sómalíu
Fulltrúar allra þeirra fimmtán ríkja sem aðild eiga að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær tillögu Bandaríkjamanna um að viðhalda áætlun sem veitir ríkjum heimild til að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til að verjast sjóræningjum.
Myndskeið
Skóli hrundi í sprengingu í Sómalíu
Átta létust og sautján særðust, þar af þrettán börn, þegar bílsprengja sprakk í á háannatíma í  morgun í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Mikið tjón varð af hennar völdum.
25.11.2021 - 12:54
Sómalíuforseti lætur segjast og boðar til kosninga
Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, hefur fallið frá öllum áformum um að freista þess að framlengja kjörtímabil sitt um tvö ár og ákveðið að boða til kosninga. Með þessu lætur hann undan þeim mikla þrýstingi sem hann hefur verið beittur jafnt innanlands sem erlendis frá.
28.04.2021 - 06:44
Viðtal
„Ömmur mínar þögðu og þess vegna þjáist ég í dag“
Najmo Cumar Fiyasko var sextán ára þegar hún kom til Íslands ein síns liðs frá Sómalíu eftir háskalegt ferðalag. Hún berst fyrir réttindum sómalskra kvenna og ungmenna með myndskeiðum sem hún birtir á samfélagsmiðlum og hvetur meðal annars karlmenn til að hlusta á konur og skilja að það sé samfélaginu öllu til heilla að breyta viðhorfi til kynjahlutverka.
06.04.2021 - 17:20
Minnst 20 fórust í sjálfsmorðsárás í Mogadishu
Minnst 20 létu lífið og tugir særðust þegar bíll var sprengdur í loft upp utan við veitingahús nærri höfninni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærkvöld. Talið er víst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Mikinn reyk lagði frá bílflakinu og sjónarvottar bera að skothríð hafi brotist út stutta stund eftir sprenginguna, en ekki er vitað hvaðan hún kom.
06.03.2021 - 03:49
Vígamenn réðust inn í hótel í Mogadishu
Minnst þrír eru látnir, þar af tveir almennir borgarar, í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Árásarmennirnir eru enn inni í hótelinu, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar.
01.02.2021 - 00:56
Trump kallar hermenn frá Sómalíu
Nánast allir þeir 700 bandarísku hermenn sem eru í Sómalíu verða fluttir frá landinu áður en Joe Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Þetta er liður í viðleitni sitjandi forseta, Donald Trumps, í að hætta þátttöku í því sem hann hefur kallað eilífðarstríð.
04.12.2020 - 23:20
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn hafa óttast að snjáldurmúsin sómalíska hafi endanlega horfið af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu árum - en ekki aldeilis. Þetta örlitla spendýr hefur lifað í kyrrþey á þurrviðrasömu klettasvæði á skaganum Horni Afríku. Hann er í Austur-Afríku og teygir sig út í Arabíuhaf.
Tíu almennir borgarar drepnir í hryðjuverkaárás
Tíu almennir borgarar og einn lögreglumaður létu lífið í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Fimm vígamenn úr röðum Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna réðust inn á hótel við strönd Mogadishu, eftir að bílsprengja var sprengd fyrir utan það. AFP fréttastofan hefur eftir Ismael Mukhtaar Omar, talsmanni upplýsingaráðuneytisins, að vígamennirnir hafi allir verið felldir. 
16.08.2020 - 23:25
al-Shabaab lýsir ódæðinu í Mogadishu á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab, hreyfing öfga-íslamista, hefur lýst ódæðisverkinu sem kostaði nær 90 mannslíf í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, á laugardag, á hendur sér. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásinni hafi verið beint gegn tyrkneskri bílalest sem ók hjá um svipað leyti og bílsprengja var sprengd í Mogadishu, með fyrrgreindum afleiðingum. Öryggislögregla Sómalíu heldur því hins vegar fram að árásin hafi verið „skipulögð af erlendu ríki.
31.12.2019 - 07:14
Bandarískar loftárásir og tyrkneskir læknar í Sómalíu
Bandaríkjaher gerði í kvöld loftárásir á tvennar bækistöðvar hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab í Sómalíu, til að hefna fyrir mannskætt hryðjuverk sem framið var í Mogadishu á laugardag. Fyrr í dag lentu 24 tyrkneskir læknar í Mogadishu til að aðstoða við aðhlynningu þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni.
30.12.2019 - 02:26
Öflug bílsprenging í Sómalíu
Sautján eru látnir eftir að öflug bílsprengja sprakk í dag skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Hátt í þrjátíu særðust. Varðstöð við leiðina á flugvöll borgarinnar er einnig þar sem sprengjan sprakk. Að minnsta kosti tveir öryggisverðir eru meðal þeirra sem dóu.
22.07.2019 - 14:04
Árásarmenn felldir í Sómalíu, 13 í valnum
Sérsveitir lögreglu réðust til atlögu gegn fjórum hryðjuverkamönnum sem skutu sér leið inn á hótel í sómölsku hafnarborginni Kismayu í gærkvöld og felldu þá alla. Þrettán borgarar liggja í valnum og yfir 30 særðust í árásinni, sem hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa þegar lýst á hendur sér. „Aðgerðinni er lokið,“ sagði Mohamed Abdi, yfirmaður lögreglu í borginni við fréttamann Reuters í morgun.
13.07.2019 - 07:18
Minnst sjö féllu í hryðjuverkaárás í Sómalíu
Minnst sjö manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengju- og skotárás hryðjuverkamanna á hótel í sunnanverðri Sómalíu í dag, samkvæmt upplýsingum þarlendra yfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir Abdi Dhuhul, yfirmanni öryggismála á svæðinu, segir sjö dauðsföll staðfest og að ekki sé útilokað að fleiri eigi eftir að falla eða finnast látnir, þar sem árásinni sé mögulega ekki lokið enn.
13.07.2019 - 00:35
Mannskæð hryðjuverkaárás í Mógadisjú
Minnst átta létust og tugir særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu með skömmu millibili í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, á laugardag. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa þegar lýst illvirkinu á hendur sér. AFP fréttastofan hefur eftir starfsmanni sjúkraflutningaþjónustu í Mógadisjú að átta lík hafi verið flutt af vettvangi fyrri sprengingarinnar og sextán sem særðust flutt á sjúkrahús.
16.06.2019 - 01:21
Fyrrverandi utanríkisráðherra veginn
Fyrrverandi utanríkisráðherra Sómalíu og fjórir til viðbótar létust þegar bílsprengja sprakk í dag þar sem þeir voru á ferð um höfuðborgina Mogadishu. Ellefu til viðbótar særðust. Sómölsku hryðjuverkasamtökin Al-Shabab segjast hafa verið að verki.
22.05.2019 - 15:17
Matvælaskortur í Sómalíu vegna þurrka
Matvælaskortur vegna þurrka í Sómalíu ógnar afkomu hátt í tveggja milljóna landsmanna. Norska flóttamannaráðið segir að mörg hundruð þúsund börn séu vannærð og margar milljónir eru farnar að heiman í leit að viðurværi.
06.05.2019 - 14:48
Myndskeið
Á annan tug lést í bílsprengingu í Sómalíu
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir og á annan tug særðir eftir að bílsprengja sprakk í dag við hótel og veitingahús Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Tvö veitingahús eru í rúst eftir sprenginguna. Einnig eyðilögðust margir bílar sem hafði verið lagt þar sem bíllinn sprakk. Margt fólk var á ferðinni nálægt árásarstaðnum.
28.03.2019 - 13:56
Fimm fórust í hryðjuverkaárás í Mogadishu
Minnst fimm fórust og nokkrir særðust þegar bílsprengja sprakk utan við veitingastað í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gær. Bílnum var lagt við veitingastaðinn, sem er í næsta nágrenni við eftirlitsstöð sem mönnuð er hermönnum úr lífvarðasveit forsetans. Bæði hermenn og almennir borgarar eru á meðal hinna föllnu, að sögn lögreglu í borginni.
08.03.2019 - 04:21
Tugir féllu í Sómalíu
Sjálfsvígsárás skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í kvöld kostaði að minnsta kosti 25 manns lífið. Tugir til viðbótar særðust, að því er AFP fréttastofan hefur eftir bráðaliðum í borginni.
28.02.2019 - 23:26
Öflug bílsprenging í Mogadishu
Að minnsta kosti níu létu lífið og allnokkrir særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í dag á fjölsóttum markaði í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Töluvert tjón varð á húsum og bílum. Talið er að vígamenn hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab hafi verið að verki. Reuters fréttastofan hafði eftir heimamönnum að mikill reykur hefði stigið upp frá miðborginni skömmu eftir að sprengingin varð.
04.02.2019 - 10:18