Færslur: Sólveig Anna Jónsdóttir

Afþakkar frekara vinnuframlag starfsmanna
Formaður Eflingar hefur afþakkað frekara vinnuframlag starfsmanna sem sagt var upp í hópuppsögn í apríl. Áður hafði verið óskað eftir því að starfsmennirnir myndu vinna út uppsagnarfrestinn hjá félaginu, en með bréfi sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi í dag hefur sú ósk verið dregin til baka.
Áhugavert að „hóp-veikt“ starfsfólk hafi mætt á fundinn
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir áhugavert og umtalað innan stéttarfélagsins að hópur skrifstofufólks hafi veikst á sama tíma „eftir að minnihluti stjórnar Eflingar lak upplýsingum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í fjölmiðla.“
Félagsmenn Eflingar funda um umdeilda hópuppsögn
Félagsmenn Eflingar halda til fundar með stjórn félagsins í kvöld. Þá verða ræddar skipulagsbreytingar innan skrifstofu stéttarfélagsins og umdeild hópuppsögn allra starfsmanna.
Undrast aðför að ákvörðunarrétti stjórnar Eflingar
„Mér finnst algjörlega sturlað að verða vitni af því að það sé látið eins og það að hér sé hópuppsögn að eiga sér stað sé einhver stórkostleg nýlunda í íslensku samfélagi. Það er augljóslega ekki svo.” Þetta sagði Sólveig Anna Jónsdóttir í Kastljósi í kvöld. 
13.04.2022 - 20:37
Útvarpsviðtal
Telur hópuppsögn ekki fara gegn gildum verkalýðsbaráttu
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið faglega og óhjákvæmilega ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu félagsins. Hún telji sig hafa fullan stuðning félagsmanna. Auðvelt verði að fá fagfólk til starfa.
Uppsagnarbréfið sem barst starfsfólki Eflingar í nótt
Öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar barst uppsagnarbréf í tölvupósti klukkan tvö í nótt. Fréttastofu hefur borist afrit af einu bréfanna.
Sólveig Anna segir hópuppsögn óhjákvæmilega
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið óhjákvæmilegt að öllu starfsfólki stéttarfélagsins yrði sagt upp. Hún segir öllum ráðningarsamningum verði sagt upp, en starfsfólk verði hvatt til þess að sækja um störf að nýju. Í viðtali við fréttastofu sagðist Sólveig Anna ekki telja að ákvörðunin hefði nein áhrif á stuðning sem hún njóti meðal félagsfólks.
Boðað til starfsmannafundar hjá Eflingu
Starfsfólk á skrifstofu Eflingar hefur boðað til starfsmannafundar í dag. Starfsmaður skrifstofu Eflingar staðfesti þetta við fréttastofu.
Tíu hafa sagt upp hjá Eflingu frá því í febrúar
Tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar sögðu upp störfum í febrúar og mars. Þá renna tímabundnir samningar við þrjá starfsmenn auk varaformanns félagsins út um mánaðamótin. Þetta segir í svari framkvæmdastjóra Eflingar við fyrirspurn fréttastofu.
31.03.2022 - 14:16
Segðu mér
Hætti við að fermast vegna samskipta við Ólaf Skúlason
„Hans framkoma við mig var með þeim hætti að ég tek ákvörðun um að ég vilji ekki fermast hjá þessum manni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sem hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu og staðið af sér ýmsa storma. Foreldrar hennar voru trúlausir og fögnuðu ákvörðun hennar.
16.03.2022 - 13:51
Krefst skýringa á töfum við stjórnarskipti í Eflingu
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem í vikunni var kjörinn formaður Eflingar stéttarfélags í annað sinn, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til aðalfundar svo stjórnarskipti geti farið fram. Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í nóvember ályktun um að bæði kosningum og aðalfundi yrði flýtt.
Formaður Eflingar segir Sólveigu málsvara sundrungar
Agnieszka Ewa Ziółkowska, starfandi formaður Eflingar, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur fyrrum formann félagsins vera orðna málsvara sundrungar sem hlusti ekki á gagnrýni og kalli eftir blindri hollustu. Stjórnarhættir hennar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, hafi kostað félagið gífurlegar fjárhæðir og mannauð.
Starfsfólki Eflingar tíðrætt um kynbundna áreitni
Í vinnustaðagreiningu á innra starfsumhverfi Eflingar kemur fram að starfsfólki félagsins hafi verið tíðrætt um kynbundna áreitni og einelti á vinnustaðnum. Togstreita innan félagsins hafi aukist þegar nýir stjórnendur tóku við, þar til að sauð upp úr. Þá segir að framganga fyrrum formanns og framkvæmdastjóra hafi orðið til þess að þau hafi einangrast frá starfsmannahópnum og tortryggni hafi ríkt á báða bóga.
Starfsmannamál kostuðu Eflingu um 130 milljónir
Kostnaður Eflingar vegna ýmissa starfsmannamála í þriggja ára formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur var hátt í 130 milljónir króna. 80% starfsmanna félagsins létu af störfum á meðan hún var formaður. Sólveig Anna er ein þriggja sem nú sækist eftir formennsku í félaginu.
Þrjú vilja verða formaður Eflingar
Þrjú bjóða sig fram til formennsku í Eflingu en framboðsfrestur rann út  klukkan níu nú í morgun.
Segir fjölda áskorana félagsmanna ástæðu framboðsins
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér formennsku í stéttarfélaginu Eflingu í fyrra, ætlar aftur að gefa kost á sér til formennsku í félaginu. Hún segir fjölda áskorana frá félagsmönnum ástæðu þess að hún ætli fram að nýju.
28.01.2022 - 12:28
Guðmundur Baldursson sækist eftir formennsku í Eflingu
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu ætlar að bjóða sig fram til formennsku í félaginu. Agnieszka Ewa Ziółkowska er starfandi formaður frá því Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér í lok október.
Rekinn frá Eflingu eftir 27 ár í starfi
Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar til 27 ára, var sagt upp störfum í gær. Sjálfur segist hann gjalda þess að vera Íslendingur og karlmaður en fyrrum formaður Eflingar tengir uppsögnina við hótanir í hennar garð.
12.11.2021 - 14:53
Silfrið
Segir fáa hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk félagsins hafa hrakið sig úr starfi. Farið hafi verið fram gegn henni með ofsakenndum hætti, fáir hafi orðið fyrir jafn grófum árásum. Þetta sagði Sólveig í Silfrinu í morgun.
07.11.2021 - 13:00
Sárna árásir fyrrum stjórnenda Eflingar
Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri hafi hunsað þær eftir að þær birtu þeim ályktun þar sem vanlíðan starfsmanna var lýst.
Kastljós
Segir að starfsfólkið haldi Eflingu í gíslingu
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að starfsfólk félagsins haldi því í gíslingu. Hann segir lýsingar þeirra sem stigið hafa fram síðustu daga með frásagnir af óöryggi, áhyggjum og ótta yfir uppsögnum séu ekki raunverulegar. Þá hafi fyrrverandi starfsmenn hafa skapað hljómgrunn fyrir ósannar ásakanir gegn honum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formanni félagins, sem hann kallar mannorðsdrepandi rangfærslur.
Starfsfólk lýsti áhyggjum, óöryggi og ótta
Starfsmenn Eflingar voru með sífelldar áhyggjur af fyrirvaralausum uppsögnum en þorðu ekki að tjá sig af ótta við að lenda í óvinahóp eða á aftökulista. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun trúnaðarmanna Eflingar sem skrifuð var í júní.
02.11.2021 - 19:05
Göngum út frá að Agnieszka sé starfandi formaður
Forseti ASÍ á von á að Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynni um afsögn sem annar varaforseti ASÍ fljótlega. Hún býst við að málefni Eflingar verði rædd á fundi miðstjórnar ASÍ á morgun.
02.11.2021 - 12:28
Sjónvarpsfrétt
Kröfðu stjórnendur um umbætur
Starfsfólk Eflingar lagði að forystu félagsins að ráða bót á viðvarandi samskiptavanda á skrifstofu þess. Formaðurinn Sólveig Anna Jónsdóttir leit á afstöðu starfsfólksins sem vantraustsyfirlýsingu og sagði af sér formennsku. Hún segir að starfsfólk hafi hrakið sig úr starfi.
01.11.2021 - 19:43
Starfsmenn Eflingar upplifa óöryggi í starfi
Í ályktun starfsmannafundar Eflingar sem send var stjórninni síðastliðinn föstudag er lýst yfir að full ástæða hafi verið fyrir þeirri ályktun sem trúnaðarmenn Eflingar samþykktu í sumar. Þar segir líka að stór hluti starfsmanna upplifi eða hafi upplifað óöryggi í starfi.
01.11.2021 - 16:05