Færslur: Sóli Hólm

Lagalistinn
„Held að þeir sem eiga bræður skilji þetta“
„Bróðir minn lenti í alvarlegu bílslysi 2018 og þá hlustaði maður á þetta og varð klökkur. Þetta er væmið, en ég held að þeir sem eiga bræður skilji þetta,“ segir Sólmundur Hólm skemmtikraftur um lagið He ain't heavy, he's my brother. Hann á þrjá bræður, var feiminn og óframfærinn sem barn en nýtur sín í dag hvergi betur en uppi á sviði að skemmta eða syngja í karókí.
29.09.2021 - 09:12
Áramótaskaupið
„Þú berð ekki virðingu fyrir mér“
Gjörningur Sögu Garðarsdóttur og Gunnars Hanssonar í Áramótaskaupinu í heild sinni. Ásamt því að biðja um franskar og afslátt, setja þau á sig dýragrímur, öskra í kór og koma á framfæri pólitískum skilaboðum.
Aldrei rappað um að hafa þurft að selja kókaín
Á dögunum kom út ævisaga hins 24 ára Árna Páls Árnasonar, sem er betur þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör. Bókina Herra Hnetusmjör - Hingað til skrifar uppistandarinn og fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm en þar er sagt frá ævintýralegri sigurgöngu í tónlistarheiminum en líka rakin saga af fíkn og erfiðleikum.
05.11.2020 - 15:12
Sóli Hólm frumsýnir nýja eftirhermu
Helstu skemmtikraftar landsins leita nú nýrra leiða til að gleðja aðdáendur sína í samgöngubanninu. Sólmundur Hólm lætur ekki sitt eftir liggja og hefur frumsýnt nýja eftirhermu.
25.03.2020 - 12:52
Allt of ljótur til að leika Diddú
Uppistandarinn og fjölmiðlamaðurinn Sólmundur Hólm er að undirbúa nýja uppistandssýningu þar sem hann hermir eftir þekktum Íslendingum. Sólmundur segist vera ágætur að elda og að keyra bíl en segist bestur í að vera eftirherma.
25.01.2019 - 11:52
Vinnustaðamenning og typpaleit
Núllið fór yfir fréttir vikunnar á samt Sóla Hólm. Meðal þess sem hæst bar á góma þessa vikuna var meðal annars vinnustaðarmenning, fjármunir sem fóru í að lýsa upp dagsbirtu og leit að typpi fyrir myndatöku.
21.09.2018 - 15:12
Myndskeið
Margt fyndið sem gerist þegar maður veikist
„Ég er að gera grín að minni reynslu af krabbameini og hvernig fólk kemur fram við mann þegar maður er sjúklingur. Það er nefnilega mjög fyndið,“ segir grínistinn og fjölmiðlamaðurinn Sólmundur Hólm, sem barðist við krabbamein á síðasta ári.
17.05.2018 - 15:13
Margrét Eir lét alla hlustendur fá gæsahúð
Söngkonan Margrét Eir Hönnudóttir var gestur Sóla Hólm í Svart og sykurlaust í dag. Hún var þangað komin til að kynna tónleika sem hún ætlar að halda í Salnum í Kópavogi þann 19. mars en tónleikana heldur hún til heiðurs söngkonunni Lindu Ronstadt.
Vigdísarlagið fékk yfirhalningu
Það vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hlustandi hringdi inn í Virka morgna og söng þar texta sem hún hafði samið við lag sem Íslendingar þekkja best sem jólalagið Jólin koma í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Andri og Sóli misþyrma Úlfi Úlfi
Andri Freyr og Sóli Hólm eiga það til að flytja fregnir af færð og ástandi í búningi þekktra dægurlaga. Í dag tóku þeir stórsmellinn Brennum allt sem hljómsveitin Úlfur Úlfur sendi frá sér á síðasta ári í félagi við rapparann norðlenska, Kött Grá Pjé.
06.01.2016 - 14:27